Fyndið

Ég var að skoða skoðunarkönnuna sem ég er með hér til hliðar. Og samkvæmt því á ég 7 systkiniSmile Síðast þegar ég vissi voru þau 5Wink Bara fyndið

En annars er bara allt gott héðan úr Grundarfirði. Orðið voðalega kalt úti. Og er maður búinn að ná í kuldagallana handa krökkunum.  Svo veturin er að skella á.

Húsið gengur svona ágætlega. Rafvirkin ætlaði að mæta í gær, en gat það ekki, svo hann sagði sagðist ætla að mæta í dag. Svo það er spennandi að vita hvort hann sé mættur.   Svo ætlar píparin að mæta í þessari viku. Vonum að hann komist á réttum tíma, því múrarinn ætlar að mæta í næstu viku. Og þá verður rafmagn og pípulagnir að vera búið, það sem þarf að múra yfir.  Þetta er eitt STÓRT pússluspil.

Ég ætlaði að láta Sólveigu byrja í leikskólanum í dag, en bara gat það ekki:) mömmuhjartað var alltof sterk, og þar sem ég er ekki búin að fá vinnu, þá get ég látið mömmuhjartað ráðið aðeins lengurSmile Ætla bíða aðeins, alla vega þangað til ég veit hvernig er með vinnu hjá mér. Þó ég viti að það verður örugglega ekkert auðveldara að setja hana á leikskólan eftir 2-3 vikur.  Alltaf jafn erfitt.  Strákarnir mínir voru heima hjá mér til 2 ára aldurs, og fannst mér erfitt að setja þá á leikskóla þá. Svo þetta er ennþá erfiðara. Hún er rétt að vera 1 árs.  Já það er nú eitt, hún er að vera 1 árs 18 október. Alveg ótrúlegt hvað tímin líður fljóttSmile

Svo er allt að verða svo dýrt. Og tökum við vel eftir því í byggingunni. Hvar endar þetta. Ég er farin að halda að við þurfum að ganga frá lóðina með handafli.  Ég var að kaupa þessa fínu stunguskóflu og ég geri þetta bara sjálfSmile Þetta var gert svona í gamladaga, við hljótum að geta þetta núna líkaTounge Fínasta líkamsrækt líkaWink      Margt hefur breyst á þessu 1 og hálfu  ári síðan við ákváðum að byggja.  

En set eina mynd af mér í húsinu:)

ég í húsinu í lok sep

 með kveðju Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka. Greinilega mikið að gerast hjá þér og húsið rýkur upp. Hef ekki kíkt hér inn nokkuð lengi þar sem ég er komin í brjálaða vinnu og hef engan tíma í internet.

Vona að þið hafið það gott. Góð kveðja frá Akureyri.

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband