halló

Jæja best að koma með smá bloggSmile  Lífið gengur sinn vanagang hér í Grundarfirði.  Bjarni er á fullu uppí húsi með múraranum.  Það gengur bara rosa vel. Ég verð að fara að taka mynd og setja inn hér:)   Þeiru eru að vinna í húsinu frá 8- 19 svo það er langur vinnudagur.  Það þýðir ekkert að slaka á ef við ætlum að reyna að flytja inn fyrir jól.   Sumir segja að ég sé ansi bjartsýn á að geta flutt inn fyrir jólin, en ég er ekki enn búinn að gefa upp vonina um það. Mér er sama þó ég flytji inn á aðfangadag, bara að það sé fyrir jól, og við getum haldið jól þar. Nenni ekki að halda jól aftur í kössum, og hana nú....... 

Veiga er veik núna, svo hún hefur bara mætt 1 daga á leikskólan í þessari viku. En hún er öll að lagast núna.  Svo var Indi að brjóta glerið í gleraugunum sínum. Hann var að hlaupa úti og datt á hausin og beint á gleraugun. Svo ég er að fara með hann til augnlæknis í næstu viku. Því það er nálgast að það verði komið ár síðan hann fékk gleraugun og hefur sjónin örugglega breyst síðan þá.   

Í gær fórum við foreldrar í Grunnskólan með Einar. Þar sem hann byrjar í skóla á næsta ári, þá var okkur boðið að skoða skólan með öllum árgangunum hans Einars. Einar hlakka mikið til að byrja í skóla.  Það verður mikið samstarf á milli skóla og leikskóla síðasta árið á leikskólanum, og sérstaklega eftir áramótSmile  Það verður gaman

En jæja best að segja þetta nóg í bili 

Eitt myndband í lokin með ABBA til að koma okkur í gott skap

með abba kveðju Bryndís 

 


Sólveig Stefanía 1 árs

Í dag er ár síðan að Sólveig fæddistWink  Hún fæddist kl 22:40.  Ég var hér heima í Grundarfirði þegar reglulegir verkir voru byrjaðir. Og drifum við okkur á Skagan. Og 5 mín eftir að við vorum komin á spítalan misst ég vatnið og 3 og hálfum tíma síðar var hún fæddSmile Alveg yndisleg stund.  Hún fæddist í framhöfuðstöðu, og þar að leiðand gekk þetta aðeins lengur fyrir sig. En gekk að lokumTounge

sólveig nýfædd

Við mæðgur að hittast í fyrsta skipti 18 október 2007Smile

18 okt 2008

við mæðgur í dag 18 október 2008 

Hún er að byrja á leikskóla núna. Búinn að mæta 2 daga. Og var meiri segja haldið uppá afmælið hennar í gær. Henni finnst alveg æðinslega gaman að vera með krökkunum. Þetta er mun erfðara fyrir mig.  Að litla barnið mitt sé byrjað í leikskóla. En henni finnst þetta ekkert málCool

1 árs dama

voða ánægð með kórununa í leikskólanum Smile

Hef þetta ekki lengra að sinni, ætla að njóta laugardagskvöldsins með góðri mynd og sælgætiWink

kv. Bryndís 


Aftur til fortíðar

Hér eru fleiri myndir af forfeðrum mínumSmile

Sólveig Stefanía

Þetta er hún Sólveig Stefanía, langamma mín. Hún var fædd 1890 og deyr árið 1948. Hún var húsfreyja á Seljanesi.  En hún fæddist á Krossnesi.  Sniðugt að enn í dag er nafn hennar haldið á loftiSmile

 

Jón langafi

Þetta er Jón langafi, maðurinn hennar Sólveigar Stefaníu. Hann var bóndi á Seljarnesi. Hann var fæddur 1885 og dó árið 1967. 

 

Rósa Solveig

Þetta er hún lang-lang amma mín, Rósa Solveig og var mamma hennar Sólveigar Stefaníu. Hún var barnabarn Vatnsenda-Rósu.  Hún var fædd 1851 og deyr af barnsförum 1890, eða þegar hún eignast Sólveigu Stefaníu. Hún eignast 8 börn og deyja 4 þeirra undir 2 ára aldri.

 

Benjamín

Þetta er Benjamín lang-lang afi minn. Hann var  maður Rósu Sólveigu. Bóndi á Krossnesi, hákarlaveiðimaður og bátasmiður á Ísafirði. Hann var fæddur 1845 og dó 1909.

 

 

 


Bjartsýn

Ég er bjartsýn manneskja, og hef alltaf verið. Og reyni ég núna að láta þetta krepputal ekki hafa áhrif á mig. Og erum við að byggja okkur hús á "besta" tíma.  Og ef ég færi að hugasa um allt sem gæti gerst í þessum krepputíma, þá væri ég orðin geðveik. Svo ég reyni að láta þetta bara fljóta framhjá mér.  Þetta reddast allt saman. Er það ekkiSmile  Við vorum með allt okkar í Landsbankanum. En ákváðum fyrir nokkru að fara heim með allt okkar, Sparisjóð Strandamanna. Þar er betra hljóð í mönnum.    Svo er ég líka stofnfjáreigandi í Sparisjóðnum heima, svo ekki er verra að styrkja sjálfan sigTounge   Ég var alltaf í Sparisjóðnum, en fyrir svona 3 árum hringdi Kaupþing banki í mig, og bauð mér að koma til sín, þar sem Bjarni var þar, og fengum við svo góð kjör ef við værum bæði þar. Svo ég ákvað að flytja mig þangað.      En ég var aldrei ánægð hjá Kaupþing. Svo þegar við ákváðum að flytja hingað vestur, þá fórum við með allt okkar í Landsbankan hér. En erum sem sagt komin aftur til Sparisjóð Strandamanna. 

    Í dag 11 október var ég sett fyrir einu ári að11 október 2007 eignast Sólveigu.  Og var ég á Skaganum að bíða eftir að hún kæmi í heimin. Þessi mynd er tekin af mér 11 október 2007.      Ég hélt að ég væri komin á stað. En verkirnir duttu niður aftur. Og daman kom ekki fyrr en viku seinna 18 októbeLoL Tímin líður so hratt. Veiga litla að verða 1 árs eftir viku. Hún er algjör gullmoli.  Henni finnst alveg æðinslegt að fara í heimsókn í Snæþvott til Unni og Guggu. ALveg dolfallin að horfa á þvottavélarnar og þurrkarna snúastWink Svo finnst henni æði að fara í heimsókn á leikskólan, þegar ég sæki strákana, þá vill hún bara fara inn á deild til litlu krakkana að leika sér.Svo ég held að hún sé alveg tilbúinn að byrja á leikskólanum. Þó ég sé varla tilbúinn að sleppa henniLoL

Annars ganga byggirnar mjög vel.  Píparinn er búinn að vera hjá okkur, og fer aftur í dag. Og múrarin er að múra húsið. Svo þetta gengur allt vel núna. En þar sem við keyptum grunnin tilbúinn, og þegar píparinn okkar fór að vinna í pípunum kom ljós að  sá sem lagði í plötuna hafi  ekki staðið sig vel. Flest á vitlausum stöðum og sumt bara sleppt. Svo ekki var farið vel eftir teikninguni. Svo ekki miklir fagmenn þar á ferð. Svo það kostaði okkur mikla brotavinnu og stúss að laga þetta.  Maður vonar bara að það sé í lagi með þetta allt undir húsinu. 

Þakkanturinn er komin og erum við byrjuð að bera á hann. Og lítur þetta allt mjög vel út.  Ætla að reyna að komast uppí hús í dag að mála þakkantin.  Nýta alla daga sem rignir ekki3 október

október 2008 012

október 2008 003

október 2008 005

Svona leit þetta út fyrir nokkrum dögum.  Verður gaman þegar þetta verður búið.

Ég er með ráð fyrir ykkur til að vera jákvæð í öllu þessu krepputali, hlusta á AbbaSmile Svo uppörvandi lög. Alla vega finnst mér það..........Er að hlusta á Super TrouperCool Snilldar lag.......Smiling, having funWink

En segi þetta nóg í bili

október 2008 005

kv. Bryndís

 


Fortíðin

Var að skanna myndir af forferðum mínum og vildi ég deila þeim með ykkur

afi Jón

 afi Jón Guðmundsson frá  Stóru-Ávík   F:1910  d: 1974

 

scan0009_691002.jpg

amma Unnur Aðalheiður Jónsdóttir frá Stóru-Ávík      f:1917       d:1991

 

langamma Anna

langamma Anna Benediktsdóttir. Húsfreyja í Stóru-Ávík.            f:1874.  d.1937   (hún var móðir afa Jóns) 

 

langafi Guðmundur

langafi Guðmundur Jónsson. Bóndi í Stóru-ávík    f:1872    d:1959   (hann var faðir afa Jóns)

 

 

langamma Guðlaug og langafi Guðmundur Gísli

langamma Guðlaug og langafi Guðmundur Gísli frá Munaðarnesi.  Guðlaug langamma var fædd árið 1876 og lést af barnsförum 1915.  Þau áttu 9 börn og þar á meðal afa Jens.  Og dóu þrjú barnana ung. Tvö þeirra náðu ekki 1 árs aldri. En einn náði 8 ára aldri. Svo voru það afi Jens, Indi, Einar, Beta, Guðrún og sú yngsta Guðlaug náðu öll háum aldri.

Þegar maður hugsar um það, hvað maður er heppin að lifa á þessum tíma í dag. Öll læknaþjónustan og öruggið sem við búum við í dag.   Guðlaug langamma deyr viku eftir að hún eignast Guðlaugu dóttir sína, úr barnsfarasótt.  Og var það talið að það hafi verið meðgöngueitrun eins og það kallast í dag. Hún var með mikil bjú og öll einkenni  meðgöngueitrunar. En í þá daga var ekkert hægt að gera í því.   Svo líka að missa þrjú börn sín.   Alveg skelfileg. Maður getur bara ekki sett sig í spor þeirra.    Langafi Guðmundur Gísli náði 68 ára aldri. Deyr árið 1939, sama ár og pabbi fæddist. Og er pabbi skírður yfir kistu hans, í höfuðið á honum.

Var einmitt að skoða í Íslendingabók, og þar sé ég að langafi Guðmundur Gísli átti 11 systkini, og alla vega 6 þeirra deyja undir 4 ára aldri.    Að hugsa sér að missa helmig af börnum sínum fyrir sjúkdómum sem í dag væri hægt að bjarga.

En jæja best að fara að sofa. Ætla að kyssa öll börnin mín áður en ég fer að sofa, og hugsa hvað ég er heppin:)

Góða nótt allir saman

með kveðju úr roki og rigningu Bryndís

 


Klukkuð

Var víst klukkuð af BerglindiSmile Svo ég þarf að svara nokkrum spurningum

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Kaupfélag Steingrímsfjarðar

Fjarðarkaup

Sæfang

Alcan

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Mural´s Wedding

Pretty woman

dirty dansing

 

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Munaðarnes, Árneshrepp

Skipasund, Rvk

Kjarrhólma, Kópavogur

Hrannarstíg, Grundarfjörður

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

30 Rock

Dagvaktin

Svartir englar

The Tudors

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

New York

Skotland

Þýskaland

London

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

Facebook

mbl.is

visir.is

Grundarfjörður.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

lambalæri með öllu tilheyrandi

lambahryggur með öllu tilheyrandi

heimabökuð pizza

hamborgarahryggur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

er ekki mikill lestrahestur

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Hafrún systir

Jóhanna mágkona

Unnur Systir

Friðbjörg

 

 

 


Fyndið

Ég var að skoða skoðunarkönnuna sem ég er með hér til hliðar. Og samkvæmt því á ég 7 systkiniSmile Síðast þegar ég vissi voru þau 5Wink Bara fyndið

En annars er bara allt gott héðan úr Grundarfirði. Orðið voðalega kalt úti. Og er maður búinn að ná í kuldagallana handa krökkunum.  Svo veturin er að skella á.

Húsið gengur svona ágætlega. Rafvirkin ætlaði að mæta í gær, en gat það ekki, svo hann sagði sagðist ætla að mæta í dag. Svo það er spennandi að vita hvort hann sé mættur.   Svo ætlar píparin að mæta í þessari viku. Vonum að hann komist á réttum tíma, því múrarinn ætlar að mæta í næstu viku. Og þá verður rafmagn og pípulagnir að vera búið, það sem þarf að múra yfir.  Þetta er eitt STÓRT pússluspil.

Ég ætlaði að láta Sólveigu byrja í leikskólanum í dag, en bara gat það ekki:) mömmuhjartað var alltof sterk, og þar sem ég er ekki búin að fá vinnu, þá get ég látið mömmuhjartað ráðið aðeins lengurSmile Ætla bíða aðeins, alla vega þangað til ég veit hvernig er með vinnu hjá mér. Þó ég viti að það verður örugglega ekkert auðveldara að setja hana á leikskólan eftir 2-3 vikur.  Alltaf jafn erfitt.  Strákarnir mínir voru heima hjá mér til 2 ára aldurs, og fannst mér erfitt að setja þá á leikskóla þá. Svo þetta er ennþá erfiðara. Hún er rétt að vera 1 árs.  Já það er nú eitt, hún er að vera 1 árs 18 október. Alveg ótrúlegt hvað tímin líður fljóttSmile

Svo er allt að verða svo dýrt. Og tökum við vel eftir því í byggingunni. Hvar endar þetta. Ég er farin að halda að við þurfum að ganga frá lóðina með handafli.  Ég var að kaupa þessa fínu stunguskóflu og ég geri þetta bara sjálfSmile Þetta var gert svona í gamladaga, við hljótum að geta þetta núna líkaTounge Fínasta líkamsrækt líkaWink      Margt hefur breyst á þessu 1 og hálfu  ári síðan við ákváðum að byggja.  

En set eina mynd af mér í húsinu:)

ég í húsinu í lok sep

 með kveðju Bryndís


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband