halló

Jæja best að koma með smá bloggSmile  Lífið gengur sinn vanagang hér í Grundarfirði.  Bjarni er á fullu uppí húsi með múraranum.  Það gengur bara rosa vel. Ég verð að fara að taka mynd og setja inn hér:)   Þeiru eru að vinna í húsinu frá 8- 19 svo það er langur vinnudagur.  Það þýðir ekkert að slaka á ef við ætlum að reyna að flytja inn fyrir jól.   Sumir segja að ég sé ansi bjartsýn á að geta flutt inn fyrir jólin, en ég er ekki enn búinn að gefa upp vonina um það. Mér er sama þó ég flytji inn á aðfangadag, bara að það sé fyrir jól, og við getum haldið jól þar. Nenni ekki að halda jól aftur í kössum, og hana nú....... 

Veiga er veik núna, svo hún hefur bara mætt 1 daga á leikskólan í þessari viku. En hún er öll að lagast núna.  Svo var Indi að brjóta glerið í gleraugunum sínum. Hann var að hlaupa úti og datt á hausin og beint á gleraugun. Svo ég er að fara með hann til augnlæknis í næstu viku. Því það er nálgast að það verði komið ár síðan hann fékk gleraugun og hefur sjónin örugglega breyst síðan þá.   

Í gær fórum við foreldrar í Grunnskólan með Einar. Þar sem hann byrjar í skóla á næsta ári, þá var okkur boðið að skoða skólan með öllum árgangunum hans Einars. Einar hlakka mikið til að byrja í skóla.  Það verður mikið samstarf á milli skóla og leikskóla síðasta árið á leikskólanum, og sérstaklega eftir áramótSmile  Það verður gaman

En jæja best að segja þetta nóg í bili 

Eitt myndband í lokin með ABBA til að koma okkur í gott skap

með abba kveðju Bryndís 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband