24.9.2008 | 15:42
91 dagur til jóla:)
Já ég búinn að vera að versla svo að jóladóti, að það mætti halda að jólin væru í næstu viku hjá mér En það er nú ástæða fyrir því. Þar sem búð hér í bæ er að hætta, og er 70% afsláttur af öllu jóladóti, og er ég búinn að missa mig aðeins Ég ætti alla vega ekki að þurfa að kaupa jólaskraut næstu árin.
Annars fór ég með Sólveigu aftur á Skagan í gær, þar sem var verið að setja rör aftur í eyrun á henni. Og voru set T-rör, í staðin fyrir venjuleg rör. Þar sem hin héldu ekki. Og gekk þetta bara mjög vel. Og verður hún líklega með þau í 2 ár. Læknirin tók það saman að hún væri búinn að fá 6 sinnum sýklalyf á þessu ári, vegna eyrnabólgu. Og er hún ekki orðin 1 árs. Ekki nógu gott.
Mamma fór með mér á Skagan og fór ég með hana til Fanney frænku á meðan við fórum á spítlan. Og svo fór ég í heimsókn til gamla vinkonu, hennar Friðbjargar, en við vorum að vinna saman í Fjarðarkaup fyrir 13 árum(vá) Og var gaman að láta loksins verða að því að kíkja í kaffi, takk fyrir mig Friðbjörg
Nú er Bjarni að fræsa fyrir rafmagnsrörum í veggjum í húsinu okkar:) Svo það er allt á fullu í húsinu. Svo fer hann suður í kvöld að vinna. Svo á píparin að koma í næstu viku.
Svona lítur þetta út núna
Þetta lítur mjög vel út allt saman.
Maður getur nú ekki annað en minnst á þetta veður sem er búið að vera, rok, rok og aftur rok, og ekki má gleyma rigningunni. Svo mér sýnist að þetta ætlar að vera alveg eins haus tog í fyrra. GREAT. En við fengum æðinslegt sumar síðast. Þá vonar maður bara að það verði eins á næsta ári.
En ætli þetta sé ekki nóg í bili
Bið að heilsa ykkur öllum
kv. Bryndís
Athugasemdir
Hæ hæ og takk fyrir síðast, já það er hægt að segja svona núna. Mikið var nú gaman að fá ykkur mæðgur í heimsókn og verðum við að endurtaka þetta nú fljótlega aftur. Gömul vinkona... ég er nú ekki svo gömul hahaha
Hafið það gott og gangi húsbyggingin vel og svo er skylduheimsókn þegar það er komið á skagann ;)
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.