haustveður

Já það er búið að vera sko haustveður, og í morgun sá maður að það hafði snjóað í fjöllinn, svo það fer að styttast í veturinn. 

Annars er múrarinn búinn að hlaða milliveggi í húsið okkar, hann kláraði það sl þriðjudag. Svo ekki voru þeir lengi að þessu. Svo núna um helgina fer Bjarni í að rífa allar milliveggjagrindur af.  Þetta er orðið svo flott að sjá þetta svona, herbergi fyrir herbergiSmile

sjónvarpsherbergið

Sjónvarpsherbergið, ákváðum að hafa bara lítin vegg þar, í staðin fyrir alveg upp í loft. Kemur bara mjög vel út.

sturtan okkar

búið að hlaða sturtuklefan

veggir komnir

tekið út úr stofunni, sést inní eldhús,þvottahús og anddyri.  Og stutti sjónvarpsherbergja-veggurinnSmile

16 september

herbergið okkar og séð yfir í herbergið hans Inda

 

Annars er bara allt ágætt héðan.  Nema það er smá vesen á húsnæðinum sem við búum í, þetta er gamalt hús, held um 50 ára  og eru núna allar lagnir að gefa sig.  Síðustu helgi var verið að kanna hvað væri að, og kom í ljós að lagnir útúr húsinu og í húsinu, væru flestar brotnar, og er ekki enn búið að tengja þetta, og hitti ég píparan áðan, og er þetta víst mun meira mál en þeir heldu í fyrstu, svo ég veit ekki hvernig þetta verður hér.  Ég er alla vega fegin að vera á leið í NÝTT hús. Og ekkert viðhald sem við þurfum að hafa áhyggjur af næstu árin.

Fórum á foreldraviðtal í gær á leikskólanum, og var verið að ræða um frumburðinn okkar.  Og hefur honum farið svo mikið fram síðan við komum hingað fyrir 1 ári. Bara ekki sama barnið. Það er svo gott að vita það. Honum líður líka svo vel á leikskólanum. Hann er farin að biðja mig um að lengja tíman sinn. Hann er alltaf í fullum í leik þegar ég kem að sækja þá, og þá er hann ekkert tilbúin að faraSmile.   Veiga fer svo að byrja á leikskóla í október, ég gæti látið hana byrja núna, en bíð fram í október.  Svo er líka eftir að koma í ljós með vinnu hjá mér.     

Í dag er Sólveig Stefanía 11 mánaða.  Bara alveg að verða 1 árs. Bara ótrúlegt, finnst svo stutt síðan að hún fæddist.  Og er komið ár síðan við fluttum í Grundarfjörð.  Þetta líður allr svo hratt.

september_2008_004.jpg

snúllan mín alltaf svo glöðSmile

En jæja segi þetta nóg í bili

með kveðju Bryndís

p.s ekki gleyma að kvitta fyrir sig, það er alltaf jafn gaman að sjá hverjir eru að fylgjast meðWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað gengur vel með húsið ! Bara komnir milliveggir og allt. Kíki alltaf reglulega og fylgist með ykkur öllum. Kær kveðja Guðný Zíta.

Guðný Zíta (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:33

2 identicon

Glæsilegt húsið ykkar, þetta er allt að koma greinilega

bestu kveðjur frá akureyrinni

Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:04

3 identicon

Glæsilegt hús sem þið munuð flytja inní á næstunni. Frábært að heyra með framfarirnar hjá honum Einari, greinilega rétt skref hjá ykkur að flytja til Grundarfjarðar og sammála með hvað tíminn líður hratt .

Hafið það gott og vonandi lætur snjórinn aðeins bíða með að láta sjá sig, er ekki alveg tilbúin í hann strax.

Kveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband