27.9.2008 | 23:28
Einu sinni var......
Eins og ég hef sagt áður finnst mér svo gaman að skoða gamlar myndir. Og var í þessu að skoða myndir. Og set hér nokkrar
Palla og ég í Kistuvogi
Nintendo var sko aðal málið árið 1992
ég, Gugga og Ástrós á leið á sveitaball 1998
í Sauðburð, örugglega í kringum 1992, umvafin frændsystkinum
ég (ég held að ég sjái nú svip af Sólveigu minni þarna)
Bjarni (og sést líka þarna hvað Sólveig er lík pabba sínum
En ætla ekki að hafa þetta lengra, nema ég að ég ligg hér uppí sófa á laugardagskvöldi, og er að háma í mig sætindum, og er frekar sybbin, en neita að fara að sofa
kveð ykkur að sinni
Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 15:42
91 dagur til jóla:)
Já ég búinn að vera að versla svo að jóladóti, að það mætti halda að jólin væru í næstu viku hjá mér En það er nú ástæða fyrir því. Þar sem búð hér í bæ er að hætta, og er 70% afsláttur af öllu jóladóti, og er ég búinn að missa mig aðeins
Ég ætti alla vega ekki að þurfa að kaupa jólaskraut næstu árin.
Annars fór ég með Sólveigu aftur á Skagan í gær, þar sem var verið að setja rör aftur í eyrun á henni. Og voru set T-rör, í staðin fyrir venjuleg rör. Þar sem hin héldu ekki. Og gekk þetta bara mjög vel. Og verður hún líklega með þau í 2 ár. Læknirin tók það saman að hún væri búinn að fá 6 sinnum sýklalyf á þessu ári, vegna eyrnabólgu. Og er hún ekki orðin 1 árs. Ekki nógu gott.
Mamma fór með mér á Skagan og fór ég með hana til Fanney frænku á meðan við fórum á spítlan. Og svo fór ég í heimsókn til gamla vinkonu, hennar Friðbjargar, en við vorum að vinna saman í Fjarðarkaup fyrir 13 árum(vá) Og var gaman að láta loksins verða að því að kíkja í kaffi, takk fyrir mig Friðbjörg
Nú er Bjarni að fræsa fyrir rafmagnsrörum í veggjum í húsinu okkar:) Svo það er allt á fullu í húsinu. Svo fer hann suður í kvöld að vinna. Svo á píparin að koma í næstu viku.
Svona lítur þetta út núna
Þetta lítur mjög vel út allt saman.
Maður getur nú ekki annað en minnst á þetta veður sem er búið að vera, rok, rok og aftur rok, og ekki má gleyma rigningunni. Svo mér sýnist að þetta ætlar að vera alveg eins haus tog í fyrra. GREAT. En við fengum æðinslegt sumar síðast. Þá vonar maður bara að það verði eins á næsta ári.
En ætli þetta sé ekki nóg í bili
Bið að heilsa ykkur öllum
kv. Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 22:23
haustveður
Já það er búið að vera sko haustveður, og í morgun sá maður að það hafði snjóað í fjöllinn, svo það fer að styttast í veturinn.
Annars er múrarinn búinn að hlaða milliveggi í húsið okkar, hann kláraði það sl þriðjudag. Svo ekki voru þeir lengi að þessu. Svo núna um helgina fer Bjarni í að rífa allar milliveggjagrindur af. Þetta er orðið svo flott að sjá þetta svona, herbergi fyrir herbergi
Sjónvarpsherbergið, ákváðum að hafa bara lítin vegg þar, í staðin fyrir alveg upp í loft. Kemur bara mjög vel út.
búið að hlaða sturtuklefan
tekið út úr stofunni, sést inní eldhús,þvottahús og anddyri. Og stutti sjónvarpsherbergja-veggurinn
herbergið okkar og séð yfir í herbergið hans Inda
Annars er bara allt ágætt héðan. Nema það er smá vesen á húsnæðinum sem við búum í, þetta er gamalt hús, held um 50 ára og eru núna allar lagnir að gefa sig. Síðustu helgi var verið að kanna hvað væri að, og kom í ljós að lagnir útúr húsinu og í húsinu, væru flestar brotnar, og er ekki enn búið að tengja þetta, og hitti ég píparan áðan, og er þetta víst mun meira mál en þeir heldu í fyrstu, svo ég veit ekki hvernig þetta verður hér. Ég er alla vega fegin að vera á leið í NÝTT hús. Og ekkert viðhald sem við þurfum að hafa áhyggjur af næstu árin.
Fórum á foreldraviðtal í gær á leikskólanum, og var verið að ræða um frumburðinn okkar. Og hefur honum farið svo mikið fram síðan við komum hingað fyrir 1 ári. Bara ekki sama barnið. Það er svo gott að vita það. Honum líður líka svo vel á leikskólanum. Hann er farin að biðja mig um að lengja tíman sinn. Hann er alltaf í fullum í leik þegar ég kem að sækja þá, og þá er hann ekkert tilbúin að fara. Veiga fer svo að byrja á leikskóla í október, ég gæti látið hana byrja núna, en bíð fram í október. Svo er líka eftir að koma í ljós með vinnu hjá mér.
Í dag er Sólveig Stefanía 11 mánaða. Bara alveg að verða 1 árs. Bara ótrúlegt, finnst svo stutt síðan að hún fæddist. Og er komið ár síðan við fluttum í Grundarfjörð. Þetta líður allr svo hratt.
snúllan mín alltaf svo glöð
En jæja segi þetta nóg í bili
með kveðju Bryndís
p.s ekki gleyma að kvitta fyrir sig, það er alltaf jafn gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með
Bloggar | Breytt 19.9.2008 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 09:43
Allt á fullu
Já nú er allt á fullu í húsinu okkar. Bjarni og múrarinn eru núna að klára að einangra húsið, og byrja svo í dag að hlaða milliveggi Svo það er allt á fullu. Þetta klárast líklega um miðja viku, og þá er tilbúið fyrir rafvirkja og pípara að koma. Svo kemur múrarinn aftur í byrjun október og múrara allt saman. Þar á eftir kemur píparinn aftur og leggur gólfhitan. Svo er flotað yfir það. Þar á eftir verða veggir sandsparslaðir. Og þar á eftir er hægt að fara að mála, og setja upp innréttingar og tæki. Svo ég held að það sé alveg raunhæft að flytja inn fyrir jól. Vonum það alla vega. Læt myndir fljóta með af húsinu.
Erum búinn að láta setja nýjan og stærri glugga, við hliðina á bílskúrnum.
þetta var tekið 11 september, verið að einangra.
Bjarni á fullu í húsinu
séð inn í borðstofu og stofu
Annars er bara allt þetta fína héðan úr Grundarfirði. Mamma og pabbi eru komin úr sveitinni, í vetradvölina hér. Gugga systir er búinn að koma sér vel fyrir hér í íbúð sinni á Grundargötunni. Svo allt er að fara í fastar skorður.
Ég fékk systur mínar allar í gærkvöldi með mér upp í hús og hjálpa mér að sópa og þrífa. Það er svo gott að eiga svona stóra og góða fjölskyldu:) Allir tilbúnir að hjálpa okkur
Sólveig er útum allt núna. Labbar fram með öllu og figtar í ÖLLU. Nýjasta hjá henni er að figta í sjónvarpinu. Skipta um rásir, hækka og lækka, bara allt sem er hægt að gera framan á því. Og eru bræður hennar ekkert sérlega ánægðir með hana, þegar þeir eru að horfa á sjónvarpið Hún er líka svo snögg að skríða, að maður þarf að passa allt saman.
Hér er ein mynd af börnum mínum í lokin
Bara falleg
En jæja segi þetta nóg í bili
með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 08:50
yearbook yourself
Var bent á þessa síðu www.yearbookyourself.com og þar gat maður séð hvernig maður lítur út sl áratugi. Svo hér er útkoman af okkur skötuhjúum




Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.9.2008 | 22:55
Flott:)
Fann þessa flottu mynd af mér hjá Unni systur. Hún er tekin í kringum 1989-90
Sérstaklega eru flott gleraugunog má gleyma bleika bandinu sem eru föst við gleraugun
Snilld
Annars er bara allt þetta fína að frétta. Nema að Veiga litla er búinn að vera kvefuð, og hún er nýbúin að fá rör í eyrun. Og hefur lekið slím úr eyrunum hennar sl daga, og í dag þegar ég var að þurrka á henni eyrað, þá kemur rörið úr vinstra eyrna hennar. Svo hún er komin eyrnabólgu, rörið ekki haldið. Svo þetta byrjar vel, eða þannig Svo nú er hún komin á sýklalyf. Ég þarf svo að tala við hál, nef og eyrnalæknir hennar eftir helgi og sjá hvað þarf að gera í þessu.
Svo hefur Gummi Gísli verið hjá okkur síðustu daga. Þar sem Hafrún og Sólberg eru í Glasgow. Og er Emilía hjá Guggu. Það er búið að vera svaka stuð hér á heimilinu, frændurnir finnst þetta voða spennandi, að fá að gista svona lengi
En jæja hef bara ekkert að segja
með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2008 | 13:19
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó
Sælt verið fólkið!
Jæja það er bara allt gott að frétta af okkur hér. Húsið gengur fínt. Það er verið að klára að setja milliveggjagrindur, og þá er það tilbúið fyrir múraran að hlaða upp milliveggjasteinunum. Við erum eigilega búinn með öll loft í bili, nema eftir að plast annan helmingin af bílskúrnum. Svo þetta mjagast allt saman í rétta átt. Bjarni þarf að fara á eftir niðrí Borganes og fara í Húsasmiðjuna og versla sement og kannski eitthvað fleira.
Í síðustu viku fórum við með Veigu á Skagan, þar sem hún þurfti að fá rör í eyrun. Og gekk það allt mjög vel. Við vörum komin kl 8 um morgunin, og vörum farin aftur um hálf tíu. Hún fékk kæruleysissprutu þegar við komum, og þegar það fór að virka, þá var hún frekar fyndin. Og svo tók svæfingarlæknir hana, og þetta tók ekki nema 5 mín að setja rörin í. Og síðustu daga hefur lekið slím úr eyrnum á henni. En ég held nú að það sé að minnka núna.
Í gær kítum við svo á berjamó, og týndum smá. Það var svoooo mikið af berjum, að maður týmdi ekki að fara Og fengum við þetta æðinslega veður.
Tengdó voru hjá okkur á laugardaginn, og hjálpuðu þau okkar í húsinu. Börnunum fannst voða gaman að fá ömmu og afa til sín. Strákarnir vildu ekkert leyfa ömmu sinni að fara aftur
Svo tókst honum Indriða það um daginn að brjóta gleraugun sín, sem eiga víst að vera óbrjótanleg. En það er 3 ára ábyrgð á þeim. Svo við fengum ný send. Hann var 2 daga gleraugnalaus, og maður sá strax mun á honum, var svolítið mikið á hausnum. Og var hann líka ánægður að fá gleraugun aftur.
Ég læt fylgja myndir frá berjatýnslunni okkar
Gugga, Bjarni, Veiga og Unnur á berjamó
Indi kunni að slappa af á berjamó
við mæðgur
Einar búinn að fylla fötuna sína
Svona litu berjalingin út
En jæja segi þetta nóg í bili
kv. Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)