nýtt og betra ár

Þá er komið nýtt ár. Og verður þetta árið sem við fjölskyldan flytjum loksins inní nýja húsið okkar. Sem er búið að taka mun lengri tíma að byggja en okkur grunaði. Svo núna loksins sjáum við fyrir endan á þessu. Ég held að ég hafi aldrei nokkuð tíman verið eins fegin og að skila af mér leiguhúsnæðnu. Sá kafli er búinn og ALLT sem fylgir því. ALDREI AFTUR þangað.

Það fer vel um okkur hjá Bigga og fjölskyldu. Gott að vera hér.    Við töluðum við píparan í dag, og þeir koma á mánudag. Og svo sagði rafvirkin að hann myndi koma eftir 5 jan. Svo þetta ætti að fara að hafast.  Ég ætla  mér að flytja inn í janúar.

Áramótin voru skemmtileg. Vorum við flest öll saman komin hjá Unni systur. Borðum góðan mat svo var horft á Skaupið, sem var það besta í langan tíma. Og vorum við flest öll sammála um það. 

En annars er ég voða tóm núna, og hef lítið að segja.

Svo ég segi bara gleðilegt nýtt ár.  Og endilega skilið eftir ykkur kveðju

kv. Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár!

Edvard Kristinn Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:53

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir

gleðilegt ár sömuleiðis:)

Bryndís Guðmundsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:53

3 identicon

hæhæ! bara að skilja eftir kveðju:)

nú eru bara bjartari tímar framundan:)

kv. Hafrún

Hafrún (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:38

4 identicon

Gleðilegt ár Bryndís og fjöldkylda. Vona að þetta fari nú allt að ganga upp með húsið. Þið verðið flutt inn fljótlega. Bið að heilsa öllum. Kveðja Guðný Zíta.

Guðný Zíta (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:19

5 identicon

Gleðilegt ár Bryndís og fjölskylda. Gott að það styttist í að flytja inn. Mundu bara að það er örugglega skemmtilegra að flytja inn með hækkandi sól en um hávetur.

 Kveðja frá Akureyri,

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband