20.12.2008 | 10:25
það líður að jólum:)
Jamm og jæja
Jólin að skella á eftir nokkra daga. Erum að fara að flytja til Bigga bróðir og fjölskyldu á næstu dögum. Svo það er nóg að gera í að pakka niður. Og líka að undirbúa jólin
Núna er verið að sparsla veggina í húsinu. Svo við ættum að geta farið að mála húsið fljótlega. Og sett upp eldhúsinnréttingu. Ætlum bara að mála gólfin til að byrja með. Alltaf að reyna að spara í eitthverju. Svo er líka búið að tengja rafmagnið inní hús. En við bíðum enn eftir að rafvirkin fara að draga í, og klári. Svo er þetta flotta fataherbergi komið inní herberginu okkar. Algjör snilld
Það er orðið svo jólalegt úti, Grundarfjörður er fullur að snjó. Vonum nú að það haldi sér framyfir jól. En sá að það er eitthvað verið að hóta því í veðurfréttinum að það ætti að hlýna og rigna á þorláksmessu. En vonum að það standist ekki. Ömurlegt að vera búinn að fá allan þennan snjó og myndi hann fara degi fyrir aðfangadag Það væri ekki sniðugt
En enda þetta stutta blogg hjá mér með myndum:)
komin útihurð á húsið okkar, við erum rosa ánægð með hana:)
svo er búið að vera voða jólalegt úti, og sérstaklega að horfa út um borðstofugluggan okkar, ekkert nema jólatré og náttúran
Svo eina í lokin af Sólveigu í sinni fyrstu klippingu:) Gekk rosa vel
En bið að heilsa ykkur öllum og Gleðileg jól
jólakveðja Bryndís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.