15.10.2008 | 18:17
Aftur til fortíðar
Hér eru fleiri myndir af forfeðrum mínum
Þetta er hún Sólveig Stefanía, langamma mín. Hún var fædd 1890 og deyr árið 1948. Hún var húsfreyja á Seljanesi. En hún fæddist á Krossnesi. Sniðugt að enn í dag er nafn hennar haldið á lofti
Þetta er Jón langafi, maðurinn hennar Sólveigar Stefaníu. Hann var bóndi á Seljarnesi. Hann var fæddur 1885 og dó árið 1967.
Þetta er hún lang-lang amma mín, Rósa Solveig og var mamma hennar Sólveigar Stefaníu. Hún var barnabarn Vatnsenda-Rósu. Hún var fædd 1851 og deyr af barnsförum 1890, eða þegar hún eignast Sólveigu Stefaníu. Hún eignast 8 börn og deyja 4 þeirra undir 2 ára aldri.
Þetta er Benjamín lang-lang afi minn. Hann var maður Rósu Sólveigu. Bóndi á Krossnesi, hákarlaveiðimaður og bátasmiður á Ísafirði. Hann var fæddur 1845 og dó 1909.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.