11.10.2008 | 11:00
Bjartsýn
Ég er bjartsýn manneskja, og hef alltaf verið. Og reyni ég núna að láta þetta krepputal ekki hafa áhrif á mig. Og erum við að byggja okkur hús á "besta" tíma. Og ef ég færi að hugasa um allt sem gæti gerst í þessum krepputíma, þá væri ég orðin geðveik. Svo ég reyni að láta þetta bara fljóta framhjá mér. Þetta reddast allt saman. Er það ekki Við vorum með allt okkar í Landsbankanum. En ákváðum fyrir nokkru að fara heim með allt okkar, Sparisjóð Strandamanna. Þar er betra hljóð í mönnum. Svo er ég líka stofnfjáreigandi í Sparisjóðnum heima, svo ekki er verra að styrkja sjálfan sig Ég var alltaf í Sparisjóðnum, en fyrir svona 3 árum hringdi Kaupþing banki í mig, og bauð mér að koma til sín, þar sem Bjarni var þar, og fengum við svo góð kjör ef við værum bæði þar. Svo ég ákvað að flytja mig þangað. En ég var aldrei ánægð hjá Kaupþing. Svo þegar við ákváðum að flytja hingað vestur, þá fórum við með allt okkar í Landsbankan hér. En erum sem sagt komin aftur til Sparisjóð Strandamanna.
Í dag 11 október var ég sett fyrir einu ári að eignast Sólveigu. Og var ég á Skaganum að bíða eftir að hún kæmi í heimin. Þessi mynd er tekin af mér 11 október 2007. Ég hélt að ég væri komin á stað. En verkirnir duttu niður aftur. Og daman kom ekki fyrr en viku seinna 18 októbe Tímin líður so hratt. Veiga litla að verða 1 árs eftir viku. Hún er algjör gullmoli. Henni finnst alveg æðinslegt að fara í heimsókn í Snæþvott til Unni og Guggu. ALveg dolfallin að horfa á þvottavélarnar og þurrkarna snúast Svo finnst henni æði að fara í heimsókn á leikskólan, þegar ég sæki strákana, þá vill hún bara fara inn á deild til litlu krakkana að leika sér.Svo ég held að hún sé alveg tilbúinn að byrja á leikskólanum. Þó ég sé varla tilbúinn að sleppa henni
Annars ganga byggirnar mjög vel. Píparinn er búinn að vera hjá okkur, og fer aftur í dag. Og múrarin er að múra húsið. Svo þetta gengur allt vel núna. En þar sem við keyptum grunnin tilbúinn, og þegar píparinn okkar fór að vinna í pípunum kom ljós að sá sem lagði í plötuna hafi ekki staðið sig vel. Flest á vitlausum stöðum og sumt bara sleppt. Svo ekki var farið vel eftir teikninguni. Svo ekki miklir fagmenn þar á ferð. Svo það kostaði okkur mikla brotavinnu og stúss að laga þetta. Maður vonar bara að það sé í lagi með þetta allt undir húsinu.
Þakkanturinn er komin og erum við byrjuð að bera á hann. Og lítur þetta allt mjög vel út. Ætla að reyna að komast uppí hús í dag að mála þakkantin. Nýta alla daga sem rignir ekki
Svona leit þetta út fyrir nokkrum dögum. Verður gaman þegar þetta verður búið.
Ég er með ráð fyrir ykkur til að vera jákvæð í öllu þessu krepputali, hlusta á Abba Svo uppörvandi lög. Alla vega finnst mér það..........Er að hlusta á Super Trouper Snilldar lag.......Smiling, having fun
En segi þetta nóg í bili
kv. Bryndís
Athugasemdir
Flott myndin af ykkur mæðgum. Bið að heilsa í fjörðinn fagra
Jóhanna Varða (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:16
Það er gott þetta með Super trouper. Ég var í bíó í síðustu viku á Mamma mía. Algjör snilld... Er með abba lögin í spilun í höfðinu á mér síðan.. Kveðja Lóa
Lóa (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:56
Sammála þér með að leiða þetta krepputal framhjá sér, ekkert gaman að velta sér upp úr þessu. Húsið lítur rosalega vel út og þetta fer allt saman að styttast hjá ykkur :)
Knús og kossar
Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.