1.9.2008 | 13:19
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó
Sælt verið fólkið!
Jæja það er bara allt gott að frétta af okkur hér. Húsið gengur fínt. Það er verið að klára að setja milliveggjagrindur, og þá er það tilbúið fyrir múraran að hlaða upp milliveggjasteinunum. Við erum eigilega búinn með öll loft í bili, nema eftir að plast annan helmingin af bílskúrnum. Svo þetta mjagast allt saman í rétta átt. Bjarni þarf að fara á eftir niðrí Borganes og fara í Húsasmiðjuna og versla sement og kannski eitthvað fleira.
Í síðustu viku fórum við með Veigu á Skagan, þar sem hún þurfti að fá rör í eyrun. Og gekk það allt mjög vel. Við vörum komin kl 8 um morgunin, og vörum farin aftur um hálf tíu. Hún fékk kæruleysissprutu þegar við komum, og þegar það fór að virka, þá var hún frekar fyndin. Og svo tók svæfingarlæknir hana, og þetta tók ekki nema 5 mín að setja rörin í. Og síðustu daga hefur lekið slím úr eyrnum á henni. En ég held nú að það sé að minnka núna.
Í gær kítum við svo á berjamó, og týndum smá. Það var svoooo mikið af berjum, að maður týmdi ekki að fara Og fengum við þetta æðinslega veður.
Tengdó voru hjá okkur á laugardaginn, og hjálpuðu þau okkar í húsinu. Börnunum fannst voða gaman að fá ömmu og afa til sín. Strákarnir vildu ekkert leyfa ömmu sinni að fara aftur
Svo tókst honum Indriða það um daginn að brjóta gleraugun sín, sem eiga víst að vera óbrjótanleg. En það er 3 ára ábyrgð á þeim. Svo við fengum ný send. Hann var 2 daga gleraugnalaus, og maður sá strax mun á honum, var svolítið mikið á hausnum. Og var hann líka ánægður að fá gleraugun aftur.
Ég læt fylgja myndir frá berjatýnslunni okkar
Gugga, Bjarni, Veiga og Unnur á berjamó
Indi kunni að slappa af á berjamó
við mæðgur
Einar búinn að fylla fötuna sína
Svona litu berjalingin út
En jæja segi þetta nóg í bili
kv. Bryndís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.