húsið

Ég fór upp að húsi í dag, og er búið að loka þakinu.  Og í næstu viku verður sett járnið á það, og jafnvel farið að setja glerin í glugganaSmile  Þetta lítur svo vel út núna. Farið að koma svo góð mynd á þetta.

9 ágúst 2008

9 ágúst

9 ágúst

Erum að vona að geta flutt inn fyrir jól, það verður líka allt að ganga vel næstu mánuði. Iðnaðarmenn að geta mætt á réttum tíma og allt það. Svo við vonum það....  Við hljótum að geta þaðWink

En annars er bara voða lítið að frétta hjá okkur. Bjarni kemur heim á morgun. Og fer svo að vinna í húsinu okkar í vikinu. Loksins kom að því að hann getur byrjað.   Og er hann búinn að fresta sumarfríinu sínu útaf því.  

Veiga er farin að standa upp, stóð meiri segja upp í baðinu áðan. Voða montin.  Hún er á svo skemmtilegum aldri núna, alltaf að fatta eitthvað nýtt. Maður sér breytingu á henni á hverjum degiFalleg

Tók þessa mynd af henni áðan, áður en hún fór að sofa. Hún er náttúrlega  bara sætGrin

með kveðju Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ. Til hamingju með hve vel gengur með húsið, þetta verður glæsilegt og ekki er útsýnið amalegt! Og Veiga litla er náttúrulega alger rúsína. Ekki er Jóhanna nálægt því að standa upp, heldur skríður (hratt) á maganum útum allt. Svona er þetta misjafnt. Ég er bara fegin, nógu handóð er hún ef hún kemst í eitthvað dót sem ekki má taka.

Kveðjur frá Akureyri, Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:29

2 identicon

Húsið ykkar er orðið ekkert smá flott og verður án vafa stórglæsilegt þegar það verður full tilbúið. Gaman að sjá hvað allt gengur vel og Veiga ekkert smá dugleg að standa upp. Alveg merkilegt hvað maður verður stoltur þegar börnin manns takast á við eitthvað nýtt, alveg yndislegt að upplifa þetta með þeim.

Hafið það gott og ég vona að þið náið að flytja inn sem allra allra fyrst

Kveðja

Berglind

Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband