sumarfrí búið

Á morgun er sumarfrí strákana búið, og leikskólin byrjar aftur. 

Við erum búin að vera á smá flakki, fórum á Þingeyri í síðustu viku, þar búa amma og afi hans Bjarna. Og stoppuðum við þar eina nótt. Prófuðum við að taka Baldur yfir Breiðafjörðinn.  Stytti ferðina verulega. Alla vega fannst manni þetta ekki lengi að líða. Svo var haldið heim í sveitinna.  Og vorum við þar yfir verslunarmannahelgina.  Við fengum alveg yndislegt veður á Þingeyri. Um 25 stiga hita. En þegar við fórum heim í sveitinna, var nú ekkert sérlega gott veður þar. Bara þoka og smá rigning, og var það svoleiðis mest alla helgina.   En samt gaman. Við héldum brennu á laugardagskvöldið. Þar sem við rifum allt útúr fjárhúsunum, núna er þetta bara einn geymur þar inni.  Svo er planið að þrífa þau, svo hægt sé að nota þau eitthvað.Smile      Svo fórum við systur að synda í sjónum. Og var það kalt, en gamanLoL

Svo var Grundarfjarðar-dagar 25-27 júlí.  Guðrún var hjá okkur alla helgina. Og skemmtu þau sér vel.  Mikið af góðum skemmtatriðum. 

En set hér inn myndir frá sl viku. Svo eru fleiri myndir í albúminu.  Hef þetta nóg í bili

Júlí 2008 057

Á Grundarfjarðar-dögum

Júlí 2008 085

Pabbi og mamma á Grundó-dögum

júlí ágúst 2008 171

við mæðgur heima í sveitinni

júlí ágúst 2008 106

Á leið í sjóinnTounge

júlí ágúst 2008 089

við systur á leið í fjárhúsin, með gömlu góðu nafna-húfunar okkar

júlí ágúst 2008 015

í Baldri

júlí ágúst 2008 071

í Ísafjarðadjúpi,að borða nesti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ. Flottar myndirnar af ykkur systrum á leið í sjóinn og eins með húfurnar ykkar gömlu!!:) Kv. Bimba

Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband