11.7.2008 | 13:42
Indriði Jens 3 ára í dag:)
Þá er litli strákurinn minn orðin 3 ára.
Ég man að ég var svo stressuð kvöldið áður en hann fæddist því að hann var tekin með Keisara, því hann var í sitjandi stöðu. Og var búið að prófa vendingu og ekki heppnaðist hún. Og ég man ég sagði að þetta yrði þrjóskur krakki. Vildi ekkert hafa fyrir þessu. Bara að láta sækja sig:) og hefur það svo sannarlega ræst.Ég held að ég hafi aldrei kynnst svona þrjósku barni
Hann fæddist kl 10:18. Við vorum mætt uppá spítala kl 7. Það var önnur kona á undan mér í keisara, svo ég varð að bíða í 2 tíma inná herbergi. En um kl 9:30 þá var farið með mig uppá skurðstofu og þar var ég undurbúin undir þetta. Mænudeyfðu og tengd við ýmis tæki. Og þegar ég var tilbúinn þá kom Bjarni inn og settist við hlið mér. Mér fannst svo skrítið að liggja þarna og vita að því að það væri verið að skera mig upp, og ég væri vakandi og fann ekki fyrir neinu. Skurðlæknirinn sagði mér hvað hún væri að gera allan tíman. Og þegar hún náði í Inda, þá sagði hún Bjarna að kíkja yfir skilrúmið, og segja mér hvert kyn þetta væri. Og var annar strákur fæddur. Þetta gekk allt mjög vel og var ég komin heim á 4 degi.
Annars að frétta af okkur eru bara veikindi. Ég er búinn að liggja síðan á mánudagskvöldið. Alveg skelfileg pest. Loksins í dag, sem ég er ekki með beinverki, er samt voða slöpp. Og svo eru börnin öll búinn að vera með ælupest. Og síðast í nótt var Veiga litla með ælupest. Bjarni er farin að vinna, svo þetta er búið að vera erfitt, hann var samt heima þangað til í gærmorgun. Og kemur aftur í kvöld.
Við ætlum svo að reyna að halda uppá afmæli fyrir strákana á sunnudaginn, þar að segja ef heilsan verður orðin góð. Sem lítur ekkert sérlega vel út.
Húsið gengur eins og í sögu. Hef ekkert farið og tekið myndir í þessari viku. En það eru komnar nær allar sperrur á þakið. Svo þetta er komið vel á veg.
Heima á Munaðarnesi var rosa gott að vera. Fengum að vísu bara 2 góða veður daga. En það var allt í lagi. Strákanir fannst voða gaman.
En jæja get ekki haft þetta lengur í bili...vegna heilsuleysis
með kv. Bryndís
Athugasemdir
Til hamingju með drenginn! Hann er algert krúttapútt. En talandi um þrjósku - ég held þú ættir að kynnast honum syni mínum! Ekki hægt að hagga honum ef hann tekur eitthvað í sig.
Vona að heilsan fari að skána - bestu kveðjur frá Akureyri, Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:06
kannski að þessi þrjóska sé þá í okkar ætt Ingibjörg við hjónum eru oft að spá í hvaða þessi þrjóska kemur
Bryndís (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.