Munaðarnes

Jæja núna er ég á besta stað í heimi. Munaðarnesi. 

Það var yndislegt veður í gær hér, og brann ég líka all svakalega. Fattaði ekki að ég þyrfti að bera á mig sólarvörn á MunaðarnesiWink.  En ég og Bjarni löbbuðum uppá fjall í gær, og í þessu blíðveðri. Og enduðum svo niðrí dal. 

Svo var bara setið á pallinum í sólbaði eða leikið sér niðrí fjöru með börnunum.

En í dag er þokan komin aftur, en það er þó þurrt og logn.  Er að vona að þokan gufi upp með deginum:)   

Einar segir að hann vilji flytja hingað í sveitinna. Eða alla vega þegar hann verður eldri, þá ætlar hann að gerast  bóndi á MunaðarnesiCool Strákarnir skemmta sér vel hér.

En jæja vildi bara láta aðeins vita af okkur. BIð að heilsa ykkur

með kveðju Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband