sumarfrí

Í dag var síðasti dagurinn í dag á leikskólanum fyrir sumarfrí. Núna eru strákarnir í 5 vikna sumarfríiWink. Bara lúxus.  Ætlum að fara heim í sveitina sem fyrst og vera í alla vega viku. Svo langar mig mjög mikið að vera heima í sveitinni um verslunarmannahelgina og fara á sveitaballCool Það er orðið ansi langt síðan að ég komst á ball heima.  Svo vonandi að við getum það í ár. 

Veðrið er búið að vera ekkert spes síðustu daga. Bara mjög kalt. Eins og það var nú gott fyrir viku síðan.  En það á að hlýna með vikunniSmile  

Ég er búin að vera meira og minna tölvulaus síðustu viku. Báðar tölvunar á heimilinu eru "dauðar" og er ég núna með lánstölvu frá fjölskyldu minni. Maður er svo vængbrotin án tölvu. Sem er nú bara fyndið.  Búinn að lenda ansi oft í því síðustu daga að ég þarf að vita eitthvað og ætla að kíkja á netið, en nei ekkert netLoL T.d. bara að athuga með veðrið næstu daga. Og fannst mér best að blogga núna á meðan ég tölvu á heimilinu, sem er í lagiSideways

Einar með afmæliskökuna sínaNúna styttist í að strákarnir eigi afmæli, Einar á afmæli nk föstudag, 4.júlí. Og Indi 11. júlí.  Í síðustu viku héldum við uppá afmælið hans Einars fyrir leikskóla krakkana, sem eru í hans bekk. Og var það rosa gaman. Einar vildi endilega fá "Jack Black" köku. Svo mynd af honum í School of rock  myndinni var sett á köku fyrir hannLoL Hann var rosalega ánægður með þetta.   Finnst svo skrítið að Einar sé að verða 5 ára.  Bara eitt ár þangað til að hann byrjar í skóla.  Og Indi að verða 3 ára.  Svo er Indi alveg hættur á bleyju. Voða duglegur. Og munar það helling í bókhaldið að vera ekki með tvö börn á bleyjum.    Hér eru myndir af piltunum þegar þeir voru nýfæddir og í nýjar myndir

 

 

 

 

 

 

einar EInar maí 08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

indiIndi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsið gengur mjög vel,  það er búið að steypa allan hringin, svo núna er næst á dagskrá að setja stálbitan upp, og svo sperrunar. Vonum að við fum húsið afhent fokhelt í kringum 20 júlí.     Í dag 1 júlí, hefði húsið átt að vera tilbúið af  hálfu verktakans, þakkantar og allt saman. En eins og má sjá, þá hefur það ekki staðistShockingGetLostSmile

IMG 4039IMG 4037

Svo lítur allt út fyrir það að ég fari að vinna í haust, þegar Veiga verður 1 árs.  Það hækkar allt á þessu landi, nema launin, svo það er ekkert annað í stöðunni en að ég fari út á vinnumarkaðin.  Það verður bara gaman að fara að vinna aftur, ég hef verið heimavinnandi núna í 5 ár. Og tel ég mig verið heppna að hafa getað það.   Mér finnst Veiga bara svo lítill ennþá, en þetta verður allt í lagi.  Hún fær pláss á leikskólanum 1 árs. Svo næsta vetur verð ég með þrjú börn á leikskóla.  Þetta myndi nú ekki borga sig fyrir okkur, nema útaf því að hér í Grundarfirði, ef þú ert með 3 börn á leikskólanum þá færðu frítt fyrir eitt, og svo 35-40 % systkinaafslátt af hinum. Svo þetta er í lagi. Svo verður Hafrún er með árgangin hennar Veigu, svo hún verður í góðum höndumLoL EN svo er bara að finna vinnu...kemur í ljós hvað það verðurTounge

Bjarni er að koma heim í dag úr vinnu.  Og kemur hann með kerru fulla af timbri með sér. Nýta ferðirnar, og bensínkostnarðurin er alltaf að hækka...ussss. Hvar endar þetta eigilega.  

En  set hér eina mynd í lokin af okkur mæðgum, sem var tekin í gær.  

ég og Veiga

 

 

 

 

 

 

 

 

Með kveðju úr Grundarfirði

Bryndís 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ... Gaman að sjá hvað gengur vel með húsið núna:) Verð nú að kíkja á þetta næst þegar ég kem í Grundarfjörðinn!! Sem verður vonandi fljótlega. Já það er ótrúlegt hvað strákarnir þínir eru orðnir gamlir! En árin svo fljót að líða!!

Ingibjörg Eyrún (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:08

2 identicon

Sæl frænka. Gaman að heyra fréttir af ykkur og sjá myndir af börnunum, þau eru aldeilis orðin stór (og gaman að sjá gömlu myndirnar til hliðar). Og litla daman vex og dafnar.

Já,hvar endar þetta eiginlega með verðlagið? Maður finnur fyrir þessu allstaðar, nú er matarkarfan í Bónus mikið hærri en hún var, en þar á samt að vera ódýrt! Leiðinlegt að þú þarft að fara að vinna frá Veigu litlu, en þú hefur örugglega líka gaman og gott af því; að komast út af heimilinu og vera í öðrum félagsskap. Allavega gæti ég ekki verið án þess; ídeal staðan fyrir mig væri að vera í 50% vinnu eftir að barnið er orðið eins árs, en ég hafði nú bara ekki efni á að vera heima með Jóhönnu lengur en 7 mánuði.

Sjáumst kannski í sveitinni í sumar. Kveðja frá Akureyri, Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:53

3 identicon

PS. og til hamingju með húsið og hvað það allt gengur vel :-)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:54

4 identicon

Til hamingju með hann Einar þinn, alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt sérstaklega hjá börnunum manns ;)

Frábært að sjá hvað húsið sprettur upp þó það standi ekki alveg áætlun en það kemur að þessu einn daginn, vonum bara að það verði fyrr en seinna.

Hafið það gott í sumarfríinu ykkar og í sveitinni

Kveðja

Berglind

Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband