18.6.2008 | 22:32
Góður þurrkur:)
Já það er sko góður þurrkur búinn að vera í dag og síðustu daga. Er búinn að vera að þvo þvott í allan dag. Frá því kl 8 í morgun og setti í síðustu vélina kl 5. Og allt fer útá snúrur. Það er bara snilld að vera með snúrur. Svo góð lykt af þvottinum. Sérstaklega finnst mér gott að þvo sængurverið, hengja það út og setja það svo hreint á um kvöldið, svefnherbergið ilmar af útiveru Gerist ekki betra. Það er ekkrt smá þvottur sem fylgir 5 manna fjölskyldu. Ef ég tek einn dag í pásu að þvo, þá fer allt úr skorðum
Núna er ég að dunda mér að setja inn myndir á barnaland. Tekur allt sinn tíma. Þar sem fartalvan er biluð, en ég var búin að setja allar myndirnar á flakkaran svo það reddaðist, núna er ég bara með flakkarn tengdan í gömlu tölvuna. Og redda myndum á BL síðunar Ég er ansi hrædd um að þessi talva sé líka að fara að drepast. Alla vega er eitthvað að bögga hana
Bygging á húsinu okkar gengur rosalega vel núna. Það er komin flott mynd á þetta núna. Það er búið að steypa tvisvar sinnu. Og þriðja verður gerð í fyrramálið, Þá verður búið að steypa allan hringin, þá er bara eftir að steypa súlurnar og annað fínerí.
Skruppum í bæinn aftur á mánudaginn sl. Til að skoða innréttingarnar betur og til að taka tilboðinu frá HTH. Erum mjög sátt við það tilboð frá þeim. Og erum að spá í að kaupa líka fataskápana hjá þeim Komum svo aftur vestur í gær á 17. júní.
Veiga er 8 mánaða í dag:) Hún var í skoðun í dag líka, og var hún orðin 8880 gr og 72 cm. Bara flott skvísa
En jæja ég ætla að setja myndir í albúmið af húsinu okkar, hef ekkert tekið myndir í nokkra daga, en fer mjög líkalega á morgun að taka myndir en set þær inn sem ég á núna. Talvan vill ekki setja myndir inn hér á forsíðuna núna, svo ég reyni að setja bara í albúmið.
sæl að sinni
Bryndís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.