9.6.2008 | 22:46
Eins og það á að vera:)
Já núna ganga húsbyggingarnar eins og sögu. Bara non stop allan daginn. Smiðirnir eru mættir fyrir 8 á morgnana og til alla vega 6-7 á kvöldin Þetta er alveg ótrúlega gaman að sjá þetta rísa. Maður er búinn að horfa svo lengi á grunnin og svo teikningar, og þegar maður sér þetta svo komið upp, þá er þetta allt öðruvísi. Eitthvern vegin allt stærra en maður hélt. Ég bjó myndaalbúm með myndum af byggingu húsins, svo þar sett ég myndir sem ég tók í dag
Annars er bara allt gott. Pabbi á afmæli í dag, og varð hann 69 ára, svo það verður stór afmæli á næsta ári. Fórum í kaffi til mömmu og pabba í dag. Og voru flottar kræsingar á borðum að hætti mömmu, Svo eftir 3 daga, eða 12 júní á mamma afmæli. Hún verður 66 ára. Svo þá verðar aftur kræsingar á borðum
Indi er að hætta á bleyju, og gengur það svona sæmilega. Þetta er bara dagur nr tvö, svo þetta er bara rétt að byrja. Það urðu nokkur slys hjá honum á leikskólanum í dag, en ekkert eftir að hann kom heim. Svo þetta kemur allt hjá honum
Svo líður að því að maður skelli sér heim í sveitina. Vonandi komumst við sem fyrst. Bjarni kemst nú ekki mikið heim með mér í sumar, þar sem hann verður á fullu í húsinu. En ég fer þá bara ein með börnin. Ég er farin að hlakka svo til að komast heim á Munaðarnes. Og er Einar farin að spyrja mig útí hvenær að við förum eigilega í sveitinna
Núna er fartalvan okkar biluð og það varð að ræsa gömlu borðtölvuna. Fyndið hvað maður er háður netinu. Maður gerir allt orðið á netinu. Biggi bróðir ætlar að kíkja á hana fyrir mig, hvort hún sé ónýt eða hvort það sé hægt að bjarga henni. Hún er orðin 3 ára gömul, kannski er líftími fartalva ekki meiri. Það er hálf asnalegt að sitja við borðtölvuhlunkin og vera í tölvu, bara til í að vera í tölvu Maður er svo vanur að kíkja í tölvuna á kvöldin og horfa á sjónvarpið með öðru auganu. En núna sit inná gangi og stari eingöngu á tölvuskjáinn
En jæja bið að heilsa ykkur, og takk fyrir að kvitta hjá mér
með kveðju Bryndís
Athugasemdir
Hæhæ. Langaði bara að kvitta fyrir komu minni og þakka þér fyrir komuna um daginn:) alltaf gaman að fá gesti:) Það er ekkert smá gaman að fylgjast með húsinu rísa. Nú gerast hlutirnir fljótt:)
Ingibjörg Eyrún (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.