4.6.2008 | 23:56
Húsið okkar:)
Já húsið okkar er að rísa ég varð bara að skella hér inn bloggi og láta ykkur vita. Og auðvitað læt ég myndir fljóta með. En það er allt komið á fullt. Svooooo gaman að sjá þetta LOKSINS gerast
Það er búið að setja upp slatta af mótum og setja gluggana í. Svo í dag var verið að járnbinda þetta. Á föstudaginn á svo að steypa. Þetta verður gert í 3-4 hlutum. Svo þetta er allt komið á gott ról.
Við fórum suður á mánudaginn, og komum aftur í gær (þriðjudag) og þegar við komum heim þá var bara farið að móta fyrir húsi
En ef þetta gengur svona vel næstu daga og viku þá á þetta að rísa fljótt upp.
En annars er bara allt gott að frétta héðan. Indi var hjá augnlækni og kom það mjög vel út. Það var munur á honum síðan í fyrstu skoðun. Gleraugun eru að gera sitt gagn Svo bara farið í búðir og verslað svona aðeins. Fórum líka í Bræðurnir Ormson og HTH og erum við að láta þá teikna upp fyrir okkur eldhús, bað og þvottahús. Og fáum við afslátt af eldhústækjum þar ef við kaupum innréttingar hjá þeim líka. Svo við ætlum að sjá hvernig það tilboð verður.
Ég og Bjarni fórum í kvöldgöngu áðan. OG löbbuðum við fyrir ofan bæinn. Svo ég læt eina mynd fylgja af mér, með Kirjkufellið í baksýn.
Ég bara bið að heilsa ykkur í bili
kv. Bryndís
Athugasemdir
sko, þetta er bara allt að koma.... gaman að sjá móta fyrir húsi, ekki bara grunni :) það var gaman að sjá ykkur á þriðjud.
kv. Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:19
Það er aldeilis gott að eitthvað gengur með húsbygginguna. Spennandi að fylgjast með. Kv. Guðný Zíta.
Guðný Zíta (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:30
Frábært að eitthvað er að gerast í húsabyggingunni, það er bara stór munur að sjá þetta og vonandi mun húsið bara halda áfram að rísa á næstu dögum :)
Kveðja til ykkar
Berglind og co
Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:18
Loksins loksins segji ég bara vonandi gengur þetta þá rosa hratt fyrir sig núna loksins þegar þeir eru byrjaðir. :)
Jóhanna mágkona (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:58
Vá til hamingju með eitthvað sé farið að rísa á blessuðum grunninum :) Ég fylgist oft með blogginu þínu og var orðin nett pirruð fyrir ykkar hönd meðan ekkert var að gerast....
Bestu kveðjur úr Breiðholtinu Gerða og co.
Gerða (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.