New kids on the block og daglegt líf:)

Já ótrúlegir hlutir gerast enn, en uppáhalds hljómsveitin mín þegar ég var 13 ára, er tekin saman afturSmile New kids bara búnir að gefa út nýtt lag og eru að fara í tónleikaferðalag. Kannski að maður ætti að láta gamlan draum rætast og skella sér á tónleikaSmile ég skelli hér myndum af þeim í gamla daga og eina splunkunýrri mynd

nkotb Það verður að segjast að þeir hafa bara elst vel.  Það sannar það bara að maður verður bara flottari með aldrinumWink   

 

En jæja varð bara að deila þessu með ykkur. Var bara komin 15-16 ár aftur í tíman þegar ég var að horfa á þá syngja á ný á Youtube.  Og svona að gamni mín set ég það inn hér líkaW00t

En annars af daglegu lífi hér í Grundarfirði. Þá er bara allt þetta fína að frétta.  Það gengur hægt með húsið okkar, en á föstudaginn síðasta þá loksins gerðist eitthvað fleira. Sem sagt búið að bolta allan hringin til þess að hægt sé að setja steypumótin á. Svo það er vonandi að það verði gert á morgunWink

mai08 361Í síðustu viku komu Skoppa og Skrítla í leikskólan, og voru strákarnir yfir sig hrifnir, og það hefur verið mikið hlustað á þær síðan. Indi var svo hugrakkur að láta taka af sér mynd með Skoppu. En Einar var aðeins of feimin Blush Svo tók ég þá bara líka mynd af Veigu með þeim. 

Í dag er Veiga 7 mánaða. Tímin er bara alltof fljótur að líða.  Hún er farin að smakka flestan mat. Og er það alltaf jafn fyndið að sjá svipin á henni þegar maður gefur henni eitthvað nýtt.  Tounge Svo er hún alltaf brosmildSmile Voða ánægð með lífið

Svo vil ég benda ykkur á sem búið á höfðuðborgarsvæðinu, þá endilega kíkið niðrí bæ og sjáið ljósmyndasýningu á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar eru myndir af andlitum um 1000 íslenskra barna á landsbyggðinni. Og þar á meðal er mynd af Einar mínumWink

En jæja veit ekki hvað ég get sagt meira. Svo ég kveð að sinni

með kveðju Bryndís 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er magnað   Var aftur orðin flissandi unglingsstúlka þegar ég sá þetta á youtube í gær   góðir tímar.. Held að eina vitið sé að finna okkur miða og skella okkur

Gugga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:58

2 identicon

úúúú maður verður að gera sér ferð niður á Lækjargötu og finna myndina af honum Einari. Við förum nú oftast að skoða þær ljósmyndasýningar sem hafa verið þarna í miðbænum og þessi er örugglega mjög áhugaverð og skemmtileg.

Ég get nú ekki sagt að New Kids on the block hafi verið í uppáhaldi hjá mér á sínum tíma og mér sýnist það ætla ekkert að breytast hehe

Kveðja til Grundarfjarðar

Berglind og co

Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband