7.5.2008 | 09:59
Rétt að byrja
Sæl verið þið
Já það er byrjað að byggja húsið okkar. Eða svona rétt að byrja. Þeir eru búnir að steypa stækkunna sem er á húsinu. Það var bara rétt um meter sem þurfti að stækka húsið, því við breyttum þakinu, svo það var að stækka það aðeins. Svo alla vega eru þeir byrjaðir. En eitt er víst að þeir verða aldrei búnir að gera það fokhelt fyrir 1 júní eins og stendur í samningunum. Það er 7 maí í dag, og eru þeir bara búnir með þetta. Svo þetta ætlar að dragast enn meira á langin. Svo takmarkið var að flytja inn í haust, og haustið getur náttúrlega verið sep-okt-nóv. En ef þetta heldur svona áfram svona, þá verðum við bara heppin ef við getum flutt inn fyrir jól Ég varð að taka mynd af þessum miklu tímamótum að eitthvað gerðist á grunninum
Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér í Grundarfirði. Lífið gengur sinn vanagang. Búið að vera alveg frábært veður hér síðustu daga. En það rignir í dag. Allt að verða grænt og sumarlegt. Átakið hjá mér gengur vel núna. Er farin að hreyfa mig mikið, t.d fór ég á mánudaginn að hjóla með Hafrúnu kl 6 að morgni, svo var svo gott veður að ég og Bjarni vorum allan daginn úti að labba. Svo um kvöldið fór ég með Hafrúnu og Svanhildi að synda. í gær og í dag hef ég labbað á morgnana með Hafrúnu og Siggu Dís. Ég held að hreyfingin sé að gera gæfu munin. Núna finnst mér eins og þetta sé loksins að taka við sér. Svo líður mér svo miklu betur í öllum skrokknum og bara hressari í alla staði Svo er ég náttúrlega að taka Herbalife með þessu öllu saman Og hjálpar það mikið. Sérstaklega gott fyrir meltinguna finnst mér Svo ef eitthver hefur áhuga á að prófa Herbalife, endilega að hafa samband við mig Er með fría prufupakka. Og svo fyrir þá sem eru að æfa mikið eru ég með próteinshake. Margt sniðugt
Sólveig Stefanía stækkar og verður duglegri með hverjum deginum. Farin að sitja alveg ein, og alltaf jafn glöð. En er samt búinn að vera með kvef sl daga, og eitthvað pirruð í eyrinum. En alveg hitalaus, Vona að þetta fari að lagast. Er komin með svo mikið ógeð af veikindum. Það er alltaf eitthver veikur á heimilinu. Núna er Bjarni slappur, var með í maganum í gær, og núna með hausverk og slappur bara. Svo þetta fer að vera komið gott.
Svo var ég að panta myndatöku hjá Brosbörnum. Fer með börnin sem sagt í nóvember í myndatöku. Ég fór til þeirra í myndatöku þegar Einar var 1 árs og líka þegar Indi var 1 árs. Svo það er um að gera þetta líka þegar Veiga er orðin 1 árs. Og ætla ég að láta taka eins fjölskyldumynd líka af okkur. Svo þetta verður gaman.
Sl sunnudag þá smalaði mamma okkur systkinum saman í kaffi. Það vantaði bara Guggu. Og erum við að vinna í því að fá hana til að flytja til okkar í Grundarfjörð Það var mjög gaman að vera saman fjölskyldan. Biggi bróðir komin heim frá Nýja Sjálandi. Og Sæi var á frystitogara í 3 vikur, og er líka nýkomin heim. Svo það var tilvalið að hittast í kaffi hjá mömmu og pabba.
En jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili hjá mér
bið að heilsa ykkur
kveðja Bryndís
Athugasemdir
kvitt kvitt,, var búin að kvitta gegt langt og skemmtilegt, en þá var þessi síða með rugl.. hehe og allt datt út
kv. Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:31
Jæja húsið er komið í smá hægagang en þið verðið flutt inn áður en þið vitið af a.m.k. ef tíminn heldur áfram að líða svona hratt eins og hann gerir í dag Nú þurfum við að fara að finna dag fyrir hitting, er það ekki bara??
kveðja af skaganum
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:27
jú er það ekki málið, að reyna að hittast í sumar;) lýst vel á það
Bryndís (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:55
Sú er dugleg litla daman, æðisleg mynd af henni. Jóhanna er ekki byrjuð að sitja svona, voða róleg í þessu.
Svo gengur þetta með húsið örugglega rosa hratt fyrir sig, tíminn líður svo hratt.
Ingibjörg á Steinstúni (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:06
Til hamingju með þessi framför í húsinu ykkar, kominn tími til að eitthvað fari að gerast í þessu hjá ykkur.
Hlakka til að kíkja í heimsókn til ykkar í fína húsið þegar að því kemur
Kveðja
Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.