3 dagar til stefnu:)

ójá 3 dagar þangað til að ég kemst á fertugsaldurinnWink jesus minn, er að fatta þetta núnaW00t....

Ég er aðeins farin að baka, er alveg búin að ákveða hvaða sortir af kökum ég ætla að hafa og svona. Þetta verður bara voða niceTounge  Það er alltaf gaman að hafa afsökun að borða kökurWhistling

Það er alltaf gaman að eiga afmæli. Og ekki er það verra að það sé stórafmæli. Mér kvíður bara fyrir því að þegar afmælið er búið. Þá er næsta stór afmæli 40 ára.  En alla vega þá er ég á besta aldriJoyful   Bjarni er búin að kaupa fyrir mig afmælisgjöf, spennandi...þó ég viti um einn hlut sem hann keypti, þá veit ég ekki allt saman. Það er alltaf svo gaman að fá afmælisgjafirWizard.      Ég man svo vel eftir því þegar eldri systkinin mín Sæi, Biggi og Unnur urðu 30 ára, þá fannst mér það svo mikið. En nú er komið að því að ég næ þeim áfanga. Bara gaman.

En annars eru veikindin enn á fullu á þessu heimili.  Fór með Einar til læknis í dag, og er hann komin með eyrnabólgu. Svo hann er komin á sýklalyf.  Sólveig og Indi hósta líka og erum með smá hita. Einar hefur verið svo slæmur sl daga, að ég held að ég hafi aldrei séð hann svona veikan. En bara liggur og getur ekki gert mikið annað en þaðPouty.  En þetta hlýtur að fara að lagast núna.  Bjarni fór aftur suður að vinna á mánudag, en kemur aftur á morgun, tók sér frí fyrir mig,  til að hjálpa mér fyrir afmælið miklaKissing

Ég var að sameina barnalandsíðurnar hjá börnum mínum. Það var ekkert vit í öðru, það er bara vesen að halda úti þremur síðum.  Svo endilega kíkið á þær. www.munadarnesborn.barnaland.is . Hinum síðunum þeirra verður svo lokað fljótlega.

 Strákarnir fengu póstkort frá Bigga og co frá Nýja Sjálandi í dag. Og voru voða ánægðir með það. Einar fór með sitt kort til Gundu læknis í dag og sýndi öllum sem voru á vegin hansWink.  Biggi og Trish takk fyrir kortinSmile

Fann þessa mynd hjá  mömmu og pabba. Fjölskyldumynd sem er tekin örugglega um 1983-84. 

fjölskylan Hún var tekin í miðjum heyskap. Karlmennirnr allir voða sólteknirSmile Þið getið klikkað á myndina, þá stækkar hún.

En annars er best fyrir mig að fara að sofa, maður trassar það alltof mikið að fara ekki snemma að sofa.  Maður tímir aldrei að fara að sofa snemma, njóta tímans meðan börnin sofa, til að hanga í tölvu, horfa á tv eða jafnvel prjóna(er að prjóna mér sokka).   Stundum kemur það fyrir að ég sofna við að gefa Veigu að drekka uppí rúmi. Og vakna svo um miðja nótt og þarf að dröslast fram að slökkva ljós og á sjónvarpi.  En þá alla vega fór maður snemma að sofaSleeping

En kveð að sinni

með kveðju Bryndís 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og takk fyrir síðast það var svooo gaman að hitta ykkur í síðustu viku og ég ítreka að við skulum hittast fljótlega, kannski bara í maí??? Þá verðum við allar (ég, Gugga og þú) komnar á fertugsaldurinn þá hefst sko lífið hahaha..

Kveðja og vonandi verða nú allir orðnir hressir fyrir sunndag 

Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:20

2 identicon

Til hamingju með stórafmælið á morgun frænka! Vonandi áttu góðan dag. Mundu svo það sem mamma sagði við mig þegar ég varð þrítug: Nú hefst besta aldursskeiðið.

Ingibjörg á Steinstúni (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband