Veikindi og aftur veikindi

Þetta er nó meiri veikindi sem eru búin að herja á okkur síðasta mánuðinn eða svo.  Núna eru strákarnir veikir og ég er slöpp líka.  Vorum í bænum um helgina, eða komum í gær. Og var Einar orðin ferlega veikur í gærFrown.  Og þegar við komum heim þá sofnaði hann strax upp í rúmi.  Svo vaknaði hann og kom hlaupandi fram og náði varla andanum. Hann var með svo slæman astma hósta að hann náði ekki andanum. Svo sem betur fer á ég alltaf astmalyf, þar sem bæði hann og Sólveig eru  með astma. Og eftir að ég gaf honum púst, þá lagaðist hann fljótlega, og sofnaði aftur. Og í dag er hann hitalaus, en slappur enn, og Indi líka. Þeir skiptast á að hósta. Ég kallið líka Bjarna heim í gærkvöldi. Var ekki að höndla að vera með tvö veika og sinna Veigu litlu líka.  Svo hann dreif sig heim til okkar.  Mamma hjálpaði mér líka með sjúklingana áður en Bjarni komTounge

En bæjarferðin var fín. Það var verslað aðeins. Mamma kom með mér suður, það var fínt að hafa hana í bílnum með með okkur, sérstaklega í gær, þar sem Einar var svo slappur á leiðinni heim og þurfti að láta sinna sér svolítið á leiðinni.  Hápunkturinn hjá strákunum í ferðinni var að fara í Toys´r´usSmile. Svo fannst þeim voða gaman að gista hjá ömmu og afa.  Ég verslaði mér afmælisgjöf, þar sem tengdó gaf mér pening svo ég gæti verslað eitthvað sem mig langaði í.  Svo ferðinni var heitið í Sjóklæðagerðina eða öðrum nafni 66°norður, þar verslaði ég mér afmælisgjöf.  Það er í dag nefnilega bara vika í það að ég verði þrítugWizard  Bjarni greyið er í vandræðum um hvað hann eigi að gefa mérLoL Í algjöru basli.            En það verður opið hús hjá mér þann 13 aprílGrin, svo ef þig viljið gera ykkur ferð í  Grundarfjörð þá endilega að kíkjð í kaffi og kökurSmile

segjum þetta nóg í bili

kv. úr veikindabælinu á Hrannarstíg

Bryndís 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óþolandi þessar flensur, þetta hlýtur nú allt að fara að taka enda hjá okkur:)

en jæja sjáumst á eftir...

kv. Hafrún 

Hafrún (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:32

2 identicon

já þessar flensur virðast alltaf leggjast á sama fólkið, er að verða geðveik, held ég fái bara hverja einustu flensu... ég sem er að reyna að vera dugleg að skrifa ritgerðir, og ekki hjálpa beinverkirnir þar...

Rósa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:35

3 identicon

Ég er búin að vera með pestir meira og minna í 5 vikur er enn ekki kominnmeð raddstyrk og fæ þvílikar hóstakviður að ég verð að taka asmapúst hjá Inda en hann er með asma og  á alltaf slíkt sem betur fer fyrir mig. Já það fer að styttast í daginn ykkar Reynis

Lóa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:46

4 identicon

Æi en leiðinlegt að heyra. Vona að þið séuð að jafna ykkur. Við Jóhanna erum báðar með flensuna núna, ég er búin að vera með hana hátt í viku og ætla ekkert að hressast almennilega, og litlan mín er voða lasin. En kallarnir á heimilinu hafa enn sloppið, vonandi sleppa þeir alveg.

Ingibjörg á Steinstúni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband