27.3.2008 | 23:18
lífið á Hrannarstígnum
Sælt veri fólkið!
Það er bara allt gott að frétta af okkur hér á Hrannarstíg. Lífið gengur sinn vanagang, og allir hressir eins og er. Vorum að koma heim úr afmælisveislu, en Sólberg er 27 ára í dag, og bakaði Hafrún nokkrar kökur í tilefni dagsins Svo á hún Sólveig Ásta líka afmæli í dag. Til hamingju með það, bæði tvö. Svo var íþróttarskóli í dag, og fór ég með strákana. Og fannst þeim rosa gaman. Var bara með Veigu í burðarpoka, og fannst henni rosa gaman. Gaman að geta verið með
Bjarni er farin að vinna aftur, hann fór í gær suður. Strákarnir eru ekkert voða sáttir að sjá pabba sinn svona lítið. En þetta fer nú að róast kannski með vorinu.
Indi er hættur með snuð. Fórum um páskana niðrá höfn og hann ákvað það að gefa fiskunum dudduna sína. Og hefur þetta gengið eins og sögu. Hann vakanaði einu sinni fyrstu nóttina, og var ekki alveg sáttur með að hafa ekki dudduna sína, en sofnaði fljótt aftur. Svo hefur hann einstaka sinnum minnst á hana. Svo þetta bara gengur vel. Svo næst á dagskrá er að venja hann af bleyju. Er alltaf að tala við hann um það, en hann segir alltaf "nei" Er ekkert á því að nenna að standa í því. En þarf að fara að byrja á því. Pilturin er að verða 3 ára. Tímin líður svo hratt. Einar var 3 ára þegar hann hætti á bleyju. Svo það fer að koma tími á þetta.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður elskar börnin sín míkið , en ég var að knúsa og kyssa Veigu í dag. Og ég bara táraðist, fann svo sterka tilfinningu. Alveg einstök tilfinning, maður heldur á börnum sínum í fanginu og ástin sem maður finnur er engu lík. Varð bara að deila þessu með ykkur. Yndislegast tilfinnig í heimi
Vetur konungur hefur ekki yfirgefið okkur enn. Maður var kannski alltof bjartsýn í síðustu viku. Það var svo mikil vorlykt í loftinu. Og hélt maður að það væri bara farið að vora. En nei, bara búið að snjóa meir. Þetta er komið gott. Fór með strákana á Páskadag í heitapottin til mömmu og pabba, og fannst þeim alveg svakalega gaman. Frábært að geta haft heitan pott í garðinum hjá sér. Maður kannski fái sér bara svoleiðis í garðin hjá sér
En jæja er að spá í að skella mér í sturtu og fara að sofa. Bið að heilsa ykkur í bili
kveðja Bryndís
Athugasemdir
Að halda á barninu sínu og faðma og knúsa er eitt af því yndislegasta í heimi. Að eignast börn, þó erfitt sé, er það merkilegasta sem getur gerst í lífi manns. Um að gera að njóta þess á meðan krílin eru lítil. Tíminn líður alltof hratt - yndislegust eru þau á aldri Veigu litlu og Jóhönnu minnar, svona lítil, heit og mjúk, varnarlaus en samt svo miklir karakterar. En öll börn eru yndisleg; hvert aldursskeið hefur sinn sjarma.
Kær kveðja frá Akureyri.
Ingibjörg á Steinstúni (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:02
satt segiru Ingibjörg.....börnin eru það dýrmætasta sem maður á;)
Bryndís Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:52
Það er stórkostleg tilfinning. OG heldur áfram að vera það þó þau verði stór því þau verða alltaf börnin manns og það eina sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Þegar Palli minn var hvað veikastur og ég horfði á hann á gjörgæslunni þá óskaði ég þess af öllu hjarta að það væri ég en ekki hann sem lægi þarna og það var í raun svo mikil upplifun að upplifa það því ég hefði aldrei trúað að maður myndi upplifa að vilja fórna lífinu fyrir eitthvern. Síðan þá hefur ekkert sem ég get keypt eða eitthver drasl sem maður á verið eitthvers virði þetta eru bara hlutir sem gera lífið þægilegra en engin rauveruleg verðmæti. Allavega ekki til þess að vera hafa áhyggjur af. Kær kveðja úr Svöluásnum
Lóa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.