Andvaka nótt

Já ég er eigilega alveg ósofin núna.  Indi er búinn að vera með ælupest í alla nótt, byrjaði að æla kl hálf 1 í nótt. Og er núna vonandi loksins hættur. Alla vega hefur hann ekki ælt í 30 mín. En þetta hefur verið á 15 fresti í alla nóttSickFrown Hann og Bjarni eru sofandi núna. Og fór á fætur með Veigu og Einar og er að drekka morgunkaffið mitt, og Veiga situr hér við hlið mér að leika sér með dót.  En ég vona svo innilega að maður fái ekki þessa pest,  en það er nú líklegt að maður fái þetta, þar sem þetta er komið inná heimilið.

Það er alveg yndislegt veður úti núna, það sól og blíða.  Verst að Indi skuli vera lasin, annars hafði maður geta gert eitthvað með krökkunum úti í dag, nota tíma meðan Bjarni er í fríi. Hann er svo sjaldam í helgarfríi.   

Sl fimmtudag fór ég með strákana  í íþróttarskólan og fannst þeim það alveg ÆÐINALEGA gaman. Einar er alltaf að tala um það.  Hafrún kom með mér með Gumma Gísla. Og hún hjálpaði mér með Veigu á meðan ég hljóp á eftir Inda um allan íþróttarsalLoL Hann var ekki mikið fyrir það að fara eftir reglu og röð. Hann bara gerði það sem honum sýndistCool.  Svo maður gerir þetta áfram. Einar spurði mig í gær hvort hann mætti fara uppí íþróttarhús og æfa sig fyrir íþróttarskólan.  Einar dafnar svo vel hér í Grundarfirði. Er alltaf að sjá það betur og betur hvað hann er að dafna. Þetta er líka góð undirstaða fyrir þá ef þeir vilja svo fara í íþróttir seinna meir.  Svo Einar duglegurætlar Sólveig Ásta að hjálpa mér stundum með þá í íþróttarskólanum. Svo það verður gott.   Set myndir fylgja með frá íþróttarskólanum.

 

Átakið hjá mér gengur bara prýðilega. Ég smakka ekki kók né nammi, og forðast allt sætt.  Leyfi mér samt á Laugardögum að fá mér nammi. Ég steig á viktina fyrir 2 dögum og var ég ekki búinn að léttast meira, en það hlýtur að koma. Er búinn að vera svo dugleg. En ég þarf kannski meiri hreyfinu með þessu. En það er búin að vera svo leiðinleg færð, og ég nenni ekki að fara út að labba með vagnin í svona færð. Til að byrja með þá hef ég varla komist út um innkeyrsluna hjá okkur með vagn. Svo um leið og það fer að vora þá byrja ég á fullu í göngutúrum. Og að hjóla um bæinn. Og hana nú.  Ég setti svo mynd af mér á ískápin, sem er tekin sumarið 2001, þegar ég og Bjarni vorum nýbyrjuð saman. Þar var ég svo grönn.  OG ég horfi á hana á hverjum degi og hugsa, svona ætla ég að verða afturSmile. Er það ekki málið. Ef maður vill eitthvað svona mikið þá bara einblína á það, og það geristW00t ég held að það sé málið

En vitið hvað, ég var nú bara að heyra úti í bæ, að það verður mjög fljótlega byrjað á húsinu okkar. Smiðirnir eru að klára eitt verkefni núna, sem er eigilega búið. Og svo byrja þeir að byggja okkarGrin YESSSSSS.....loksins fer maður að sjá grunnin sem maður er búin að horfa á í tæpt ár, verða að húsi. Get ekki beðið.   SnilldWink  

Hér á þessari mynd til hliðar, þurftu Gummi og Einar að sitja og bíða þangað til að Inda hópur var búinn. Þeir voru alveg svakalega duglegir að að bíða. Og Sólveig fannst voða gaman líka. Heyrðist ekki í henni allan tímanTounge

En jæja ætli þetta sé ekki komið gott hjá mér í bili. Bið að heilsa ykkur í bili og hafði það gott.  

kær kveðja Bryndís 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi er ástandið betra á heimilinu :) Óskum ykkur gleðilegra páska

Friðbjörg (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband