27.2.2008 | 22:04
Vetur
Veðrið er búið að vera gott sl daga hér í Grundarfirði. Logn og sól. En núna er farið að snjóa á ný. Það er bara vetur Fórum á sunnudaginn með krakkana upp við Grunnskólan hér til að renna okkur á snjóþvotu. Og var það rosalega gaman. Góð brekka þar Svo er bara búið að vera æðinslegt veður síðan. Langt síðan að maður fór að nota svona snjóveður. Þegar við bjuggum í bænum þá gerðir maður ekki mikið að þessu. Eitthvernvegin bara varð aldrei neitt af neinu. Skrítið En eitthvernvegin hér þá verður meira úr hlutunum hjá manni.
Í dag fór Sólveig Stefanía í ungbarnaskoðun, og kom allt mjög vel út. Hún er orðin 6920 gr og 65 cm. Bara allt eins og það á vera. Emilía kom með mér í skoðunina og fannst henni það voða spennandi, og spurði Hildi ljósmóðir um allt sem var gert við Veigu litlu. Emilía kemur alltaf til mín núna eftir skóla, það er voða gaman hjá okkur á daginn. Henni finnst best að fá hafragraut með kanilsykri þegar hún kemur til mín, og er það voða þægilegt að skella í einn graut, fljótlegt og holt Svo eru strákarnir á leikskólanum til 14. Og er Einar og Indi voða ánægðir að hafa Emilíu til að leika við þegar þeyr eru komnir heim. Svo stundum fær Gummi Gísli að koma með okkur heim líka.
Svo hittumst við systur heima hjá Unni sl laugardagskvöld, ég var mætt um 9, og svo klst síðar hringdi Bjarni í mig, og þá var Veiga litla óhuggandi greyið litla. Ég dreif mig heim og þegar ég kom var hún með ekka greyið. Ég náði að hugga hana, lagðist með hana upp í rúm og svæfði. Hún vildi bara fá mömmuknús, ég er svo mikið ein með hana, svo hún var ekkert sátt við að mamma sín væri ekki heima að knúsa sig. Eitt gott að búa svona í litlu plássi er t.d þá skrapp ég bara aðeins heim til að sinna henni, og aftur til Unnar. Stuttar vegarlengdir En annars ég kom heim um hálf 2 leitið. Drakk bara eitthvað smá. En þetta var mjög gaman. Og spjölluð við systur um allt á milli himins og jarðar.
Ég er í smá átaki núna. Er alveg búin að taka af mér nammi og gos, nema leyfi mér eitthvað á laugardögum. Þetta gengur bara mjög vel. Og borða ekkert á kvöldin, nema kannski próteinbar(frá herbalife) Maður verður að gera þetta, svo maður fari ekki að fitna uppúr öllu valdi. Maður er fljótur að bæta á sig kílóum. Svo það er best að byrja strax áður en þau hlaðast meira á mér. Verð að taka Hafrúnu systir til fyrirmyndar, þar sem hún er búinn að léttast um 17 kíló síðan í október. Ekkert smá góður árangur. Bara að ég hefði þessa ákveðni hennar. En kannski kemur það hjá mér
En jæja best að hætta í bili
En endilega kvittið fyrir mig, alltaf svo gaman að sjá hverjir eru að lesa þetta
kv. Bryndís
Athugasemdir
hæhæ... ákvað að kvitta fyrir mig... sjáumst líklega eftir páska bara :)
hafið það gott
kveðja úr 101 Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:58
Hæ hæ já það er sko búið að vera vetur á fróni en það er bara ágætt. Gott að heyra að skvísan dafnar vel og svo eru mömmuknúsin bara best!
Góða helgi!
Friðbjörg (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:10
Æi litla mömmusmúsin... þetta kannast ég vel við....
Líst vel á þetta herbalife dæmi hjá þér. Ég kannski versla bara við þig í framtíðinni þegar mig vantar te
Jóhanna og strákarnir vestur á fjörðum (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:07
já jóhanna, endilega að versla við mig gott að fá góða viðskiptavini
Bryndís (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.