16.2.2008 | 23:01
Laugardagskvöld
Já það er laugardagskvöld, og er þetta kvöld eins og öll önnur kvöld hjá mér. Sit fyrir framan imban og reyni að horfa á eitthvað. Reyndar er ég búin að hafa lesefni núna, þar sem ég er að fara að taka af mér að selja Herbalife. Aldrei datt mér ég hug að ég hætti eftir að gerast sölumaður fyrir Herbalife, en það eru alveg ágætis tekjumöguleikar í því, og þar sem við erum að fara að byggja og ég er heimavinnandi, þá er þetta góð hugmynd til að fá smá aukatekjur. Er núna bara að lesa mig inn í þetta dæmi allt saman. Kemur svo bara í ljós hvernig þetta þróast hjá mér. Og hvort að það sé eitthver markaður fyrir þetta hér Ég hef aldrei notað þetta sjálf, fyrr en núna er ég að prófa þetta aðeins. Sérstaklega lýst mér vel á prótein-nammið frá þeim. Hef aldrei fundið svona próteinstengur góðar. Og hef ég smakkað margar tegundir, en vanillu tegundin hjá þeim er bara helv... góð . Svo ef ykkur langar að prófa þetta á endilega hafa samaband við mig. Ekki veitir mér af góðum viðskiptavinum
Það gengur alveg rosalega vel með Inda og gleraugun. Hann vill hafa þau á sér alltaf. Vill helst bara sofna með þau. Hann er greinilega að sjá mun betur. Þær segja á leikskólanum að það sé mikill munur á honum. Alveg ótrúlega duglegur
Bjarni er farin suður aftur að vinna, tók aukavaktir núna. Svo hann verður í viku frá okkur núna. Svo er bara allur snjórin farin, bara svell eftir. Og þá er eins gott að fara varlega.
Sólveig Stefanía stækkar og stækkar, er að verða 4 mánaða eftir nokkra daga. Fer með hana þá í skoðun. Það verður gaman að sjá hvað hún er orðin stór. Hann Einar gisti hjá Gumma frænda sínum sl nótt. Og var það voða gaman. Hann vildu nú ekkert koma heim til sín aftur í dag, það var svo gaman hjá frændunum.
Núna erum við búin að skrifa undir verksamingin á bygginu húsins okkar. Og þá er bara bíða þangað til að veðrið verður farið að róast aðeins, vonum bara að það vori snemma í ár þá verður hægt að hefjast handa. Einari hlakka mikið til að flytja í nyja húsið okkar. Sérstaklega þar sem hann fær sér herbergi. Allt voða spennandi, hann er meiri segja búin að velja sér herbergi
En jæja ætli ég segi þetta nóg í bili og hafið það gott, það sem eftir er af helginni
kv. Bryndís
Svo er ein mynd í lokin af okkur gleraugnaglámunum
í fjölskyldunni
Athugasemdir
Flott mynd:) já það verður gaman hjá ykkur að komast í nýja húsið ykkar:)
kíki á þig í dag:)
kv. Hafrún
Hafrún (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 09:14
Hæ, bara að kvitta fyrir mig. Var að skoða gömlu myndirnar, þær eru alveg frábærar.
Ingibjörg á Steinstúni (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:59
já alltaf gaman að skoða gamlar myndir. Ætla svo að setja fleiri gamlar inn. Um að gera að fylgjast með
Bryndís (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.