12.2.2008 | 09:58
snjór og aftur snjór
Sælt verið fólkið
Þá held ég að ég haldi mig bara hér á þessu bloggi, heldur en hinu. Þar sem allt var í klessu. Til að byrja með eru alltaf villur, kemst ekki alltaf inná bloggið mitt þar. Og svo var ansi oft að þegar ég var búin að blogga eitthvað og ætlaði svo að sava það, þá datt allt út. Og síðustu viku bilaði allt blog.central dæmið. Og þegar það kom inn aftur þá var allar myndirnar mínar dottnar út af síðunni Ekki nógu gott. Svo best bara að færa sig hingað yfir.
En annars er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirði. Það snjóar og snjóar. Fólk er að tala um að það hafi ekki snjóað eins mikið hér síðan veturin 1995. Og bjó ég þá hér í Grundarfirði líka. Ég, Gugga og Palla bjuggum í litlu sætu húsið á Grundargötunni. Og vorum að vinna í fiski. Þá var svo mikill snjór að við komust varla út úr húsinu okkar. Við vorum nú ekkert voðalega duglegar að moka fyrir frama dyrnar hjá okkur, og þurftum að klifra bókstaflega út úr húsinu. En það eru komin 13 ár síðan. Vá hvað tímin líður fljótt Þá var ég bara 17 ára krakki
Veiga litla er búin að vera lasin greyið, en sl föstudag fór ég með hana til læknis, og þá kom í ljós að hún er komin með astma greyið litla. Og er hún komin með púst. Hún er svo dugleg þegar ég gef henni pústið. Bara ekkert mál. Einar er líka með barnaastma. Þegar hann fékk það fyrst var hann svona 7-8 mánaða. Og hann var ekki að fýla þetta basl að gefa púst í gegnum babyhilerinn. En hún er svo lítil ennþá að hún er ekkert að spá þetta þó ég sé að gefa henni þetta
Bjarni kemur svo heim í dag eftir vinnu. Komin þá vaktarfrí. Hann kemur með gleraugun hans Inda með. Svo í kvöld verður gaman að sjá hvernig gengur að láta Inda vera með gleraugu. Vonandi sér hann svo mikin mun að vera með þau, að það verði ekkert mál. Ég er alltaf að tala um gleraug við hann og undirbúa hann undir þetta.
Ætla að láta mynd fylga með sem ég tók útum herbergisgluggan okkar áðan. Sýna ykkur hvernig um er að lýtast hér núna. Kuldalegt er það ekki
kv. Bryndís
Athugasemdir
Hæhæ
já það er allt á kafi í snjó:)
það verður spennandi að sjá Inda Jens á morgun með gleraugun:) kv. Hafrún
Hafrún (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.