17.1.2009 | 16:25
2 vikur:)
Já ég flyt líklega eftir svona tæplega 2 vikur. Eða ætla mér það. Ef allt stenst sem ég vona, þá gætum við flutt í næsta vaktarfríínu hans Bjarna Og þá jafnvel bara á afmælisdaginn hans. Ekki er það amaleg afmælisgjöf
Núna er verið að setja loftaþiljur í loftin, og verið að flísa baðherbergið, forstofuna og þvottahúsið. Rafvirkin ætti að klára í þessari viku og píparinn líka. Þá er er bara að klára að mála veggi. Og svo ætlum við að mála gólfin í staðin fyrir að leggja gólfefni. Svo þá er bara allt tilbúið fyrir að flytja inn LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Ég trúi varla að þetta sé loksins að gerast. Í júní 2007 keyptum við lóð og grunn. Og núna í janúar 2009 erum við lokins að fara að flytja inn. Búinn að vera LÖNG fæðing. Og höfum heldur ekki verið heppin með tímasetningu, að lenda í að vera að byggja hús í kreppu, ekki voða gaman. En þetta er að hafast. EN þetta verður hrátt hjá okkur, en það er bara allt í lagi. Bara að komast í okkar eigið hús, sem við erum búin að byggja sjálf er bara ólýsanleg tilfinning Og allt erfiðið sem er búið að vera í kringum þetta.
En vildi bara koma með smá fréttir af okkur og þetta er helst í fréttum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)