91 dagur til jóla:)

Já ég búinn að vera að versla svo að jóladóti, að það mætti halda að jólin væru í næstu viku hjá mérSmile En það er nú ástæða fyrir því. Þar sem búð hér í bæ er að hætta, og er 70% afsláttur af öllu jóladóti, og er ég búinn að missa mig aðeinsLoL Ég ætti alla vega ekki að þurfa að kaupa jólaskraut næstu árin.

Annars fór ég með Sólveigu aftur á Skagan í gær, þar sem var verið að setja rör aftur í eyrun á henni. Og voru set T-rör, í staðin fyrir venjuleg rör. Þar sem hin héldu ekki.  Og gekk þetta bara mjög vel.  Og verður hún líklega með þau í 2 ár.  Læknirin tók það saman að hún væri búinn að fá 6 sinnum sýklalyf á þessu ári, vegna eyrnabólgu. Og er hún ekki orðin 1 árs.  Ekki nógu gott. 

Mamma fór með mér á Skagan og fór ég með hana til Fanney frænku á meðan við fórum á spítlan. Og svo fór ég í heimsókn til gamla vinkonu, hennar Friðbjargar, en við vorum að vinna saman í Fjarðarkaup fyrir 13 árum(vá)LoL  Og var gaman að láta loksins verða að því að kíkja í kaffi, takk fyrir mig FriðbjörgSmile

Nú er Bjarni að fræsa fyrir rafmagnsrörum í veggjum í húsinu okkar:)  Svo það er allt á fullu í húsinu. Svo fer hann suður í kvöld að vinna. Svo á píparin að koma í næstu viku.

Svona lítur þetta út núna

21 sep

21 sep

Þetta lítur mjög vel út allt saman.

Maður getur nú ekki annað en minnst á þetta veður sem er búið að vera, rok, rok og aftur rok, og ekki má gleyma rigningunni.  Svo mér sýnist að þetta ætlar að vera alveg eins haus tog í fyrra.  GREAT. En við fengum æðinslegt sumar síðast. Þá vonar maður bara að það verði eins á næsta ári.

En ætli þetta sé ekki nóg í bili

Bið að heilsa ykkur öllum

kv. Bryndís

 

 


Bloggfærslur 24. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband