9.8.2008 | 23:07
húsið
Ég fór upp að húsi í dag, og er búið að loka þakinu. Og í næstu viku verður sett járnið á það, og jafnvel farið að setja glerin í gluggana Þetta lítur svo vel út núna. Farið að koma svo góð mynd á þetta.
Erum að vona að geta flutt inn fyrir jól, það verður líka allt að ganga vel næstu mánuði. Iðnaðarmenn að geta mætt á réttum tíma og allt það. Svo við vonum það.... Við hljótum að geta það
En annars er bara voða lítið að frétta hjá okkur. Bjarni kemur heim á morgun. Og fer svo að vinna í húsinu okkar í vikinu. Loksins kom að því að hann getur byrjað. Og er hann búinn að fresta sumarfríinu sínu útaf því.
Veiga er farin að standa upp, stóð meiri segja upp í baðinu áðan. Voða montin. Hún er á svo skemmtilegum aldri núna, alltaf að fatta eitthvað nýtt. Maður sér breytingu á henni á hverjum degi
Tók þessa mynd af henni áðan, áður en hún fór að sofa. Hún er náttúrlega bara sæt
með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)