27.8.2008 | 12:26
Alveg að vera vitlaus af þessu...........ALVEG
JÁ ég verð bara að segja það, ég sé að verða vitlaus af þessu öllu sem við kemur að byggja hús. En maður verður að horfa á heildarmyndina, þegar allt þetta bras og erfiði er búið. Núna er maður að standa í allskonar brasi. Húsið er ný orðið fokhelt, svo þá þarf maður að fá fokheldisvottorð til að fá lán, og og allt það tekur sinn tíma, svo þarf maður að fara að sækja um lán og það ferli tekur svona 2 vikur, og þars sem mánaðarmótin eru á næstu helgi, þá verður það aldrei komið í gegn fyrir þann tíma. Og eins og allir vita þá þarf að borga ýmislegt um mánaðarmót. Svo þetta verður skrautlegt núna næstu daga. Æ ég bara varð aðeins að tauta um þetta. Þetta tekur allt svo langan tíma í þessu kerfi, allstaðar, hvað sem maður gerir.
Og eins og það sé ekki nóg að standa í þessu, og fá allt á réttum tímum. Ég veit ekki hvað maður er búinn að hringja oft útum allt til að redda hlutum(eða Bjarni sér um það). Svo er múrarinn að koma líklega í næstu viku, og nú þarf að hafa allt tilbúið fyrir hann, t.d sand. Og finnst manni grátlegt að maður geti ekki bara farið niðrí fjöru og náð sér í sand, en nei maður þarf að kaupa sand, bara fyndið. Svo pöntuðum við steinull og ýmislegt í síðustu viku, og það vantaði inní þá pöntun. Ég held að allt sem getur komið fyrir, kemur fyrir okkur
Ekki heppnasta fólk í heimi
Svo erum við búin að vera setja steinullina í loftin og plast yfir það, síðustu daga. Sæi bróðir hjálpaði okkur um helgina, Svo höfum við hjónin verið að gera þetta sjálf síðustu daga. Og gengur þetta hægt hjá okkur. Og höfum við sko ekki byggt áður, svo sumt veit maður ekkert hvernig á að gera. En þetta hefst allt saman...................vonandi
það verður alla vega gott þegar loftið er búið, það ekkert sérlega þægilegt að vinna svona uppá pöllum hátt upp. Og er ég frekar lofthrædd
En alla vega smá púst hér hjá mér. En ég er frekar bjartsýn manneskja, og reyni ekki að láta svona hluti fara í taugarnar á mér. En kannski smá núna Þetta verður gaman þegar þettaer búið.
en jæja best að hætta að kvarta yfir þessu og fara njóta þess að vera að byggja húsið okkar
með stuð kveðju
Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)