15.7.2008 | 23:05
47 ára brúðkaupsafmæli
Í dag 15 júlí, eiga mamma og pabbi 47 ára brúðkaupsafmæli
Fer að nálgast 50 árin. Það var systrabrúðkaup. Fanney og Anna systur mömmu giftu sig þann dag líka. Mamma og pabbi eru fyrir miðju á myndinni
Annars er allt gott að frétta héðan. Heilsan er orðin góð sem betur fer. Þegar maður er búin að vera svona veikur, þá er maður svo ánægður að vera heilbrigð manneskja.
Núna er ég að venja Veigu við að sofna sjálf í sínu rúmi. Og var fyrsti dagurinn í dag. Hún er ekkert sérlega hress með þetta. Vill bara að ég kúri hjá henni. En þetta tókst. Og verður vonandi betra á morgun. Daman er með mjög stórt skap. Ætlar sko ekki að láta vaða yfir sig.
Bjarni er að vinna núna og verður í viku frá okkur. Svo byrjar hann líklega í sumarfríi eftir þessa syrpu. Það verður gott. Og svo helgina 25-27 júlí eru Grundarfjarðardagar. Sem heita "Á góðri stund". Og er voða góð stemmnig í kringum þetta allt saman. Það eru 4 hverfa litir. Og núna búum við í græna hverfinu. En flytjum í rauða hverfið í haust. Svo verða allskonar skemmtiatriði. T.d er Sálin að spila og margt fleira.
Í gær voru flestar sperrur komnar á húsið. Svo það er komin góð mynd á þetta núna. Vitum samt ekkert enn hvenær þetta verður tilbúið af hálfu verktakans. Svo að við getum farið að vinna í því sjálf. Vonum sem fyrst. Það sem verktakin á eftir að gera er. Klára þak og þakkanta. Og allar útihurðar og bílskúrshurð og gler í alla glugga.
En ef allt gengur vel, þá eru, við kannski að sjá fram að geta flutt í það í okt-nóv.
En jæja segi þetta nóg í bili
kv. Bryndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)