25.5.2008 | 22:54
Hitt og þetta:)
Það er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum. Það gengur bókstaklega ekkert með húsið okkar. Þetta er orðið svolítið þreytandi verð ég að segja. Við erum búin að bíða frá því í október, þá var í fyrstu talað um að byrja að byggja hjá okkur. Svo seinkað það allt saman. Svo kom hávetur, svo það var ekki talið ráðlegt að byggja um miðjan vetur, svo við sættum okkur alveg við það að bíða til vors. Svo var okkur sagt að það yrði byrjað um leið að það væri hætt að frjósa. Svo var sagt um mánaðarmót apríl-maí......núna er 25 maí og ekkert hefur verið gert að ráði. Bara búið að steypa þessa litlu stækkun sem var 1 meter. Og ekkert sést til smiðana Æi þetta er bara svo þreytandi. Maður vonar á hverjum degi að núna fer maður að sjá eitthvað rísa, en NEI ekkert
Nýju nágrannar okkar uppá Fellasneið hafa örugglega haldið núna um helgina að við værum endanlega búin að missa vitið, en við vorum að gróðursetja runna á lóðinni okkar Ella mágkona lét okkur fá runna sem hún var búin að klippa af hjá sér, og búinn að vera vatni hjá henni, svo það voru komnar rætur á þetta, svo við fórum bara að gróðursetja þetta hjá okkur, svo færum við þetta bara til, þegar við skipumleggjum lóðina. En ég myndi halda að það væri nú ekki algengt að fara að gróðursetja á lóðina sína áður en hús er komið
Við sem sagt orðin ga ga
En svo var júróvision í gær eins og allir vita, og vorum við Bjarni bara heima með börnin að horfa. Svo eftir júróvision kom Sólveig Ásta og passaði aðeins fyrir okkur, svo við kíktum til Unnar systur, þar voru Biggi, Mamma og pabbi, Hafrún og Gugga. Og voru sumir að fá sér í glas. Og allir sammála um það að Rússneska lagið sem vann var LEIÐINLEGT. En við Bjarni stoppuðum í 2 tíma og fórum svo heim aftur. Bara voða næs Svo fór Bjarni aftur suður í dag að vinna. Fór á aukavakt.
Svo líður að því að við öll systkinin verðum orðin Grundfirðingar, en Gugga systir er búin að ákveða sig. Hún er að flytja til okkar í Grundarfjörð í haust. Svo þetta verður orðið Strandarveldi hér í Grundarfriði
Var að koma börnum í rúmið áðan, og tók þá þessa sætu mynd af systkinunum. Veiga er orðin svo stór, ég held að það verði ekki langt í að hún fari að skríða. Hún er alltaf að reyna að fara á hnéin, situr og reynir að koma sér áfram aðeins. Svo ég yrði ekki hissa að þetta fari að koma hjá henni. Einar er með æði fyrir leikarnum Jack Black sem er bara fyndið. Hefur verið að horfa á myndina School of rock með honum. Og er alltaf að glamra á gítar núna eða tromma. Núna vill hann fá Jack Black afmælisköku Vorum einmitt í afmæli um helgina hjá Gumma Gísla. Bara orðin 5 ára. Svo verður Einar 5 ára 4.júlí. Komin 5 ár síðan ég eignaðist frumburðin
Og Indi að verða 3 ára, 11.júlí. Svo það er nóg af veislum framundan.
Einmitt í dag hefði Indi gamli orðið 99 ára. Það eru komin 5 ár síðan hann dó. Var einmitt ólétt af Einari þegar hann dó. Indi gamli var alltaf svo góður og gerði allt sem maður bað hann um. Tálga fyrir okkur báta, og allskonar dót. Hann var hálfgerður afi okkar líka. Síðustu árin hans var hann á elliheimilinu á Hólmavík, og maður reyndi að kíkja á hann sem oftast þegar maður átti leið hjá. Hann var alltaf jafn glaður að fá mann i heimsókn. Hann var alltaf svo nægjusamur. Ánægður með lífið
Svo þegar ég eignaðist Inda minn, þá var eigilega ekkert annað nafn sem kom til greina. Langaði til að skíra eftir þessum góða manni. Og ekki var verra að bæta við nafninu hans afa með Jens. Tvær ólíkar manneskjur. Indi þessi rólega týpa sem æsti sig aldrei. Og afi sem var svo fljótfærin og alltaf að gera eitthvað. Afi hefði orðið 96 ára eftir 2 daga. Það er svo skrítið hvað maður saknar þeirra. Þeir fylgdu manni í gegnum lífið, voru alltaf til staðar frá því að maður var lítill krakki. Þó svo að það eru komin 5 ár síðan Indi dó og 3 ár síðan afi dó, þá finnst mér alltaf jafn skrítið að hugsa til þess að maður hittir þá aldrei aftur.
Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til ömmu og afa í næsta húsi. Fékk maður alltaf kandís eða rúsínur há ömmu. Og var oftar en ekki einu sinni spilað við eldhúsiðborðið hjá ömmu og afa, eða hlustað á ævintýri á kassettutækinu inní eldhúsi. Eða þegar við báðum ömmu aftur og aftur að trekkja Mylluna sem sem spilaði svo fallegt lag, sem við dönsuðum við aftur og aftur. Vá hvað ég væri til í að heyra það lag aftur. Ég man ekki hvernig það hljóðaði, en fyrir nokkrum árum rakst Gugga á lag, og var það lagið sem vindmyllan spilaði. Og þá fór maður sko aftur í tíman
Eins og á þessari mynd hér að ofan, baksýnin er svo ljúf....... mér svo notanlegt að sjá rjúka úr strompinum á húsinu hjá ömmu og afa. Afi búin að kynda upp með rekaviðinum sem hann hjó alla daga. Þegar þessi mynd var tekin þá var ég einmitt að hjálpa honum að slá með orf og ljá. Fannst mér það svo gaman. Hann kenndi mér . Ég er einmitt að spá í að fá orf og ljá lánað hjá mömmu og pabba á morgun og slá garðin hér hjá okkur á gamla mátan, þar sem við eigum ekki enn slátturvél. Og er þetta svo hjóðlegt og róleg aðferð. Nágrannarin hljóta að verða ánægðir með það
Og ekki er það verra að fá góða hreyfingu með þessu. Gott fyrir magavöðvana.
En vá ég ætlaði nú ekki að hafa þessa færslu svona langa Bara datt aðeins í fortíðina á meðan ég skrifaði. Það er alltaf gaman að hugsa til baka, þegar maður var lítill á Munaðarnesi, þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Bara leika sér endalaust úti og hafa gaman af.
En jæja set hér eina mynd í lokin af fallegasta stað í ÖLLUM heiminum. Munaðarnes
Með kveðju og ekki gleyma að kvitta
Bryndís frá Munaðarnesi
Bloggar | Breytt 29.5.2008 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)