26.4.2008 | 11:22
Komin helgi
Góðan dag!
Já það er komin helgi eina ferðina enn:) Dagarnir eru svo fljótir að líða. Bjarni er búinn að vera heima núna síðan á þriðjudag, og fer aftur á morgun, bara heilt vaktarfrí núna. Og voða er það gott að hafa hann heima svona lengi. Erum búin að nýta dagana vel, þar sem það er búið að vera svo gott veður. Búinn að fara út að labba alla daga, jafnvel tvisvar á dag
Í gær fórum við Bjarni bara tvö í smá fjallagöngu. Löbbuðum uppá Brjóst eins og það heitir. Það er beint fyrir ofan lóðina okkar. Eins og sést á myndinni hér til hliðar, þá sést grunnurin fyrir aftan mig
. Það var yndislegt veður og var þetta mjög hressandi, þó að maður fann hvað maður er með lítið þol að labba svona uppá við. Ég þarf bara að vera dugleg að labba þarna upp, þegar við verðum flutt í nýja húsið. Þá verður ekki langt fyrir mig að labba þarna upp. Næst labba ég þarna þegar veður eitthvað byrjað á húsinu okkar. Þá verður vonandi byrjað í næstu viku.
Markmiði hjá mér í mars var að ég ætlaði að vera búinn að missa 5 kíló fyrir 1 maí. Og veit ég eigilega ekki hvort því sé náð. Þar sem fyrstu vikurnar viktaði ég mig alltaf og það gerðist ekkert, þrátt fyrir mikið bætt matarræði. Svo ég ákvað að ekkert að vera vikta mig strax, því maður verður svo fúll ef ekkert gerist á viktinni, og gefst kannski bara upp. Svo ég ætla ekkert að stíga strax á viktina. Ég borða mjög hollt núna, ekkert kók og ekkert nammi. Minnkaði brauðát um meira en helming. Og núna þegar veðrið er orðið svo gott, þá hef ég farið út að labba á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag. Er búinn að nýta mér það að Bjarni er heima og farið út að labba með Hafrúnu og Siggu Dís kl 6 á morgnana. Mér líður líka miklu betur eftir að hafa breytt mataræðinu og meiri hreyfingu. Svo þetta gerir mér bara gott
Í dag laugardag, þá er nú eigilega allt leyfilegt, og er ég að spá í að baka eitthvað gott. Og svo í kvöld leyfi maður sér eitthvað gott yfir góðri bíómynd. Það er nauðsynlegt að hafa einn dag í viku í sukk
Nú eru öll veikindi búinn í bili á heimilinu. Og vona ég þetta sé búið í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfiður vetur veikindi séð.
Veiga stækkar og stækkar. Orðin 6 mánaða. Farin að geta sitið bara nokkuð stöðug. Og er breyting á henni á hverjum degi. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Strákarnir eru voða ánægðir á leikskólanum. Og eru Einar og Gummi Gísli eins og samlokur á leikskólanum. Og líka utan leikskólans. ALveg ótrúlega góðir vinir. Indi er alltaf sami pjakkurinn. Það var furðufatadagur á leikskólanum í gær og fóru þeir sem Spiderman og Jack Sparrow. Það eru uppáhalds kallarnir þeir.
Tók mynd af rauðherðu dömunum í ættinni. Harpa Rut og Sólveig Stefanía. Voða flottar saman. Kítum í heimsókn til Unnar á sumardaginn fyrsta, og löbbuðum um allan bæ. Svo styttist í að Biggi og co komi heim frá Nýja Sjálandi. Strákarnir eru farin að vilja að fara í heimsókn til þeirra. Indi er farin að segja alltaf þegar við förum út. "Fara til Trish" Svo þeir eru farin að sakna ykkar
En jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili, og segi aftur, ENDILEGA að kvitta fyrir sig
Með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)