20.4.2008 | 20:41
Blíða
Það er búið að vera yndislegt veður núna um helgina. Logn og hlýtt. Og erum ég og krakkarnir búnir að fara út að labba bæði í gær og í dag. Í gær röltuðum við um bæinn með Hafrúnu og börnum. Og enduðum svo heima hjá þeim, og var bakað á þeim bæ Svo bauð hún okkur í mat líka svo það var mjög ljúft að þurfa ekkert að elda né vaska upp
Í dag löbbuðum við til mömmu og pabba, og er Fanney systir mömmu hjá þeim núna um helgina. Svo lá leið okkar til Unnar, ætluðum að kíkja á nýja pallinn þeirra, og vorum við svo heppin að Unnur var nýbúinn að baka skúffuköku, svo það var sest úti, þar sem það var svo gott veður, með kaffi og köku
Svo við erum ekki búin að vera mikið heima hjá okkur um helgina
Það eru smá fréttir af húsinu okkar, verktakin er byrjaður að smíða gluggana í húsið, þar sem þeir eru settir í mótin og steypt í þau. Hann segir að hann byrji líklega um mánaðarmót april-maí að byggja, og það tekur bara 3 vikur að steypa þetta upp. Það á að vera orðin fokhelt fyrir 1. júní, svo það fer að styttast í þetta. Ég held að ég eigi örugglega ekki eftir að trúa mínum eigin augum þegar þetta loksins fer á stað. Það sem það fer að vera komið ár síðan við keyptum grunninn. Og allt hefur þetta tekið svo langan tíma. Og þegar þetta loksins fer að gerast eftir svona langan tíma, verður bara frábært Bara eina leiðinlega við þetta, er að þurfa að fara að taka íbúðalán núna eins og staðan er á landinu núna. En þetta er bara eitt sem við þurfum að gera. Og þýðir ekkert að spá í það
En jæja segi þetta bara nóg í bili og ENDILEGA að kvitta fyrir sig
Það er bara gaman
með kveðju
Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)