16.4.2008 | 12:59
Komin á fertugsaldurinn:)
sælt verið fólkið
Þá er afmælið yfirstaðið, og ég komin á fertugsaldurinn. Sem er bara mjög fínt Afmælisdagurinn var mjög skemmtilegur. Og fékk fallegar afmælisgjafir, takk fyrir þær
Fékk frá Bjarna mínum rosa fallegan borðlampa og hálsfesti með sjávarperlu. Frá mömmu og pabba fékk ég stóra mynd af Munaðarnesi
og frá systkinum mínum fékk Tivoli græjur. Þetta var bara frábært í alla staði.
Börnin eru öll búinn að vera veik, Indi er búinn að vera veikur í 2 vikur, og fékk í gær sýklalyf. Þar sem hann var ekkert að lagast, og hiti komin aftur. Hann var komin með í eyrun og sýkingu í hálsin. Algjör drullupest. Einar fór fyrst í leikskólan í dag eftir 1 og hálfa viku í veikindum. Og er hann líka á sýklalyfum, hann var komin með eyrnabólgu. En Veiga hefur sloppið nokkuð vel (7,9,13) Hún var með hita í 1 dag, og er hóstandi aðeins ennþá, en er annars mjög hress. Ég hef sem sagt verið föst inni síðustu 2 vikur. Bjarni var heima um helgina, en var veikur í fríinu sínu. Hann fer aftur á morgun. En um sl helgi gat ég skellt mér í pottin til mömmu og pabba, það var frábært að liggja í nuddpotti og horfa á stjörnurnar á himninum
Svo vil ég benda Munaðarnesættinni á heimasíðu sem við systkinin vorum að opna. Við ætlum að koma á stað ættarmóti af afkomendum afa Jens og ömmu Pöllu. Og settum upp heimasíðu um það.Og planið er að halda ættarmót sumarið 2009. Endilega að kíkja á síðuna og kommeta á þetta munadarnes.blog.is
Ótrúlegt hvað tímin er fljótur að líða en eftir 2 daga þá verður Veiga 6 mánaða. Orðin svo stór stelpan.
En læt nokkrar myndir fljóta með frá afmælinu
Það eru svo fleiri myndir í albúminu
með kveðju
Bryndís
Bloggar | Breytt 17.4.2008 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)