8.3.2008 | 23:54
Grundarfjörður í vetraríki
Notuðum daginn vel, ég og börnin. Fórum í heimsóknir til Unnar systur, Sæa bróðir og enduðum daginn á að fara í mat til Hafrúnar og co. Það var gott veður og vetra konungur ræður ríkjum. Tók nokkar myndir þegar við rúntuðum aðeins um bæinn, og set nokkrar myndir hér inn frá því. Sérstaklega fyrir Bigga bróðir sem hefur það gott í sumar og sól á Nýja Sjálandi
. Búið að snjóa míkið síðustu daga.
Það er annars gott að frétta héðan. Í dag er nammidagur hjá mér eins og hjá börnunum, og sit ég hér inní stofu, með uppáhaldið mitt malt og hraun. En þar sem ég hef hætt öllu nammi áti, þá er þetta ekki eins og gott og mér fannst. Fyndið hvað þetta breytist, þegar maður fær sér sjaldan nammi, þá er það ekki eins gott og maður minnti.
Í kvöld er hið árlega búaball eða Árneshreppsmót. Við komumst ekki ár. Maður reynir bara að mæta að ári. Mamma og pabbi eru á því og ég held að Gugga systir hafi ætlað að fara líka.
Það fer að líða að páskum, en Bjarni er að vinna alla páskana. Svo það verður lítið gert um páskana. Bara chillað heima. Svo fer að styttast í það að ég verði þrítug. Rétt mánuður í það. Farin bara að hlakka til. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, og ekki er það verra að það sé stór afmæli. Þegar ég varð tvítug, var ég heima í sveitinni. Og þá hélt ég bara smá kaffi. Og það verður örugglega bara svipað núna þegar ég verð þrítug. En kannski að maður haldi svo bara almennilega upp á þessi tímamót í sumar í sveitinni. Búum til stóra brennu og skemmtum okkur
Sólveig litla er komin með eyrnabólgu greyið litla, var farin að taka eftir að hún var svo pirruð í öðru eyranu. Alltaf nuddandi það. En samt ekkert svakalega pirruð. Og sefur bara nokkuð vel á nóttunni og hitalaus. En fór með hana til læknis og þá er hún komin með eyrnabólgu. Sérstaklega í öðru eyranu. Og er hún komin á sýklalyf. Sem henni finnst ógeðslegt á bragði, sem ég skil vel, bara vona að drekka sæta brjóstamjólk og smá grauta. Og svo þarf ég að pína ofan í hana þessu beyska og vonda meðali. Hún er ekkert alltof sátt við mömmu sína þegar ég að gefa henni þetta.
En jæja best að segja þetta nóg í bili, það eru fleiri myndir í albúminu mínu hér frá vetraríkinu í Grundarfirði
bið að heilsa ykkur kæru lesendur
Bryndís
Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)