4.3.2008 | 11:12
JÆJA JÁ
Sæl og bless
Það er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum, nema veðrið er frekar leiðinlegt. Búið að snjóa alla helgina, sem er nú allt í lagi, en núna er komin slydda og rigning, svo það er allt að fara á flot, og hálka að myndast.
Bjarni kom í gær, og voru strákarnir rosalega ánægðir að fá pabba sinn heim. Vildu varla fara að sofa. Hann verður núna í 3 daga hjá okkur, því hann ætlar að taka smá aukavaktir í vikunni. Og Herbalife salan hjá mér gengur bara mjög vel. Búin að fá nokkra fasta kúnna, og var það einmitt sem ég vonaðist eftir. Ætla svo að setja auglýsingu í Vikublaðið hér í bæ. Svona að sjá hvort að það verði eitthver viðbrögð. Er sjálf að drekka þessa sjeika frá þeim, og trefjatöflur. Og svo er gott að fá sér próteinstengur þegar sykurlöngunni kemur.
Ég ætla mér að fara að grenna mig meira. Markmiði hjá mér núna er að vera búinn að losna við 5 kíló fyrir 1. maí. Svo halda bara áfram. Taka þetta í áföngum. Er búinn að vera nokkuð dugleg síðustu vikur, og ætla að vera mun duglegri á næstu vikum. Og ætlum við Hafrún að peppa hvor aðra upp. Vera saman í þessu. Var að panta mér svaka flotta baðvigt, sem mælir fituprósentu og fleira. Svo maður getur fylgst vel með árangrinum. Vil geta verið létt klædd í sumar og líða vel með það
Sólveig stækkar og stækkar. Hún er að breytast með hverjum deginum. Henni finnst svo gaman af Einar. Einar þarf ekki nema að tala við hana þá er hún farin að hlæja. Einn kvöldmatinn þá sat Einar á móti henni og var að gretta sig framan í hana, og hló svo mikið, að hún fór bakföll
Og hjartað í mér bráðnaði, þetta var svo sætt. Það er svo góð þessi tilfinning gagnvart börnumum sínum. Þar sem þau skemmtu sér svo vel saman. Horfði ég á þau, og svo sú tilfinning sem ég fann er ólýsanleg
. Bara besta tilfinning í heimi. Inda gengur bara mjög vel með gleraugun. Tekur þau að vísu af sér stundum hér heima, og þarf ég að leita af þeim, en þau finnast fljótt
Mamma og pabbi eru að koma frá Kanarý í dag, búin að hafa það gott þar í 3 vikur í frábæru veðri. Þau voru til í að vera lengur, en ætla bara hafa ferðina á næsta ári lengri. Svo er Biggi bróðir komin til Nýja Sjálands og eru þar í 30 stiga hita. Væri sko alveg til í að vera á þar hjá þeim núna
En jæja segi þetta nóg bili
kv. Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)