Að koma páskar

Þá eru Páskarnir að skella á.  Reyndar finn ég voða lítið fyrir hátíðarblænum yfir páskunum.  Eftir að maður var að vinna vaktarvinnu, þá vann maður mjög oft á páskana, og eftir það eitthvernvegin hafa páskarnir bara verið voða venjulegir dagar í mínum huga.

Það er annars bara allt gott að frétta af okkur. Bjarni er að vinna eins og brjálaðingur þessa dagana.  Og sjáum við litið af honum núna. En hann er nú alltaf samt í þrjá daga í senn hjá okkur.    Það voru veikindi hjá okkur á síðustu helgi, Indi greyið ældi stanslaust í 19 tíma. Var alveg búinn á því greyið, og tók það alveg 3 daga fyrir hann að fá almennilega matarlist aftur eftir þetta. Svo fékk Einar líka ælupest á aðfaranótt mánudags. Og þá var Bjarni farin að vinna og ég ein með tvö sjúklinga, svo þá nótt var ég líka ósofin. Fór þá líka bara að sofa kl 8 á mánudagskvöldiðSleeping  En núna eru þeir hressir. Ég hef sloppið ennþá, og vona að svo verið áfram.

Fengum gesti í gær,  Ástrós vinkona kom í heimsókn, það var mjög gaman að fá hana. Við höfðum ekki hist í alla vega 6 mánuði.  Svo kom Ingibjörg frænka líka í heimsókn. Svo hefur hún Sólveig Ásta verið dugleg að koma til mín sl daga að leika við strákana og hjálpa mér aðeinsWink Hún var líka að passa strákana fyrir mig á miðvikudagsmorgun þar sem þeir fóru ekki í leikskólan og ég skrapp á mömmumorgun í Kirkjunni. Ég hafði ekki sjálf komist út síðan fyrir helgi, þar sem veikindi  strákana spiluðu inní. Svo það var kærkomið að komast aðeins út úr húsi.

Svo fórum við líka í dag í heimsókn á Bersekseyri til Ástrósar og co. Og kíktum við fjárhúsin, þar var verið að taka af rollunum. Og fannst strákunum voða gaman. Gaman líka að koma þarna aftur, hef örugglega ekki komið á Bersekseyri síðan ég var unglngur. Alla vega 10 ár síðan. Alltof langt síðan.  Svo þetta var kærkomin heimsóknSmile

Veðrið er búið að vera mjög gott síðustu daga, bara vorlegt í alla staði. Vonandi helst það áfram, en ég er ansi hrædd um að það fari að snjóa í næstu viku, mér sýndist ég sjá það í veðurkortunum í kvöld . Það hlýtur þá að verða gott sumar.

En jæja er svo syfjuð eitthvað, að ég er að spá í að fara bara að hátta. svo ég kveð að sinni

kveðja Bryndís 

 


Bloggfærslur 22. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband