Á réttri leið:)

Það gengur allt vel enn þá upp í húsi. Ekkert stopp enn.  Þó að píparinn kemst ekki alveg strax, þar sem gólfefnakerfið er ekki til á landinu, en er væntanlegt í þessari viku, svo við vonum að hann komist til okkar ú vikunni. 

En á meðan þá er smiðirnir að setja upp loftgrindurnar. Múrarinn er búinn í bili, á bara eftir bílskúrin og smá inní gluggum. Hann ætlar að koma aftur um miðjan nóvember. Og vonandi getur hann líka flísað fyrir okkur baðherbergið í leiðinni.

Svo ef allt stenst, þá ættum við enn að geta flutt inn fyrir jólSmile

Hérna koma nokkrar myndir sem ég tók um helgina

1 nóv

1 nóv

1 nóv

VIð hjónin í stofunni okkarWink

Við héldum uppá afmælið hennar Veigu um sl helgi. Hún var voða ánægð með alla gestina:)   Hún fékk þennan fína kjól frá mömmu, sem hún prjónaði á hana.

nov08 058

Það fer alveg að koma að því að hún fari að labba. Svo gengur henni voða vel á leikskólanum. Smá bakslag samt núna, þegar ég er að fara á morgnana. En hún er fljót að jafna sig. Svo í dag þegar ég sótti hana, þá var svo gaman hjá henni, að hún var ekkert alveg tilbúinn að fara heimTounge

En jæja hef þetta ekki lengra í bili, ætla að fara að mála kermik, var að kaupa mér jólastyttur, og er í kafi í því núna. Mér finnast það svona notalegt með veturnar, þá fer maður að gera meira svona. Ég hef verið að sauma út á kvöldin, yfir sjónvarpinu. Og núna ætla ég mér að fara að mála:)

Sv ég bið að heilsa ykkur í bili

með kveðju

Bryndís 

 

 


Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband