13.11.2008 | 09:09
svona er nú það
Góðan dag!
Það er nú bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum. Bjarni er uppí húsi að hjálpa smiðinum að setja loftgrindurnar. Og klárast það líklega fyrir helgi.
En það tefst enn þá hjá píparnum. Það voru ekki til á landinu eitthver rör í gólfhitakerfið, en vonast píparin til að hann fái þau 14 nóv. Svo það hefur tafist mun lengur en við héldum. Svo það er farið að vera minni líkur á að við náum að flytja inn fyrir jól. En kannski að við getum bara flutt inn í bílskúrinn, þar sem það er búið að leggja gólfhita, og gætum við byrjað þar bara Við erum nefnilega búin að segja upp íbúðinni sem við erum í, frá og með 1 janúar. En ég er samt ekki enn búinn að gefa upp alla von um að flytja inn fyrir jólin. Alltaf að vera bjartsýn
Og það er einmitt það sem bjargar mér í gegnum þetta allt saman, eins og hvað ALLT hefur hækkað í verði í sambandi við að byggja. Var einmitt í Byko sl helgi að versla blöndunartæki og klósett og svoleiðis. Og blöskraði mér hvað þetta er orðið dýrt.
Við fórum líka í IKEA og keyptum eldhúsinnréttinu þar. Við rétt sluppu í gegn og fengum hana á gamla verðinu. Sem var frábært. Og þar hefur nú mikil hækkun verið á sumum hlutum.
Indi braut glerið í gleraugunum sínum fyrir 2-3 vikum, og vorum við að panta ný gler í þau. Hann er alltaf jafn óheppin þessi litli pjakkur. Svo hann ætti að fá þau eftir 1-2 vikur. Það verður munur fyrir hann að fá gleraugun sín aftur. Þau voru líka orðin svo rispuð, að hann vildi ekki vera eins mikið með þau. Svo það var bara beðið um gleraugu með góðri rispuvörn í þetta sinn
Sl mánudag fórum við með börnin í myndatöku hjá Brosbörnum. Og gekk það svakalega vel. Ljósmyndarinn var svo ánægð með hvernig gekk. Það væri ekki algeng þegar svona mörg börn eru í myndatöku að það gangi svona vel. Börnin mín eru svo þæg og góð alltaf Svo létum við taka eina fjölskyldumynd. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar þær verða tilbúnar
Ég er meiri segja farin að pakka aðeins niður. Fínt að vera búinn að taka það sem maður er ekkert að nota núna. Það flýtir fyrir að vera snemma í því. Loksins er maður farin að sjá endan á þessu, að geta flutt inní okkar eigið hús, með nóg að plássi. Og ekki kassar útum allt, eins og er búið að vera hér hjá okkur í 1 ár. Að búa í kössum er ekkert sérlega gaman. Svo verður léttir að geta tekið allt dótið sem við eigum í bílskúrnum hjá mömmu og pabba. Og þau geta farið að nota bílskúrin sinn almennilega aftur. Þetta átti aldrei að vera svona LANGUR tími.
Sólveig Stefanía er farin að labba, og er voða montin með það. Hún tók fyrstu skrefin sín á leikskólanum. Svo ég missti að því, en Hafrún systir var vitni, svo það var innan fjölskyldunar. Svo labbaði hún fyrir mig þegar hún kom heim. Svo núna er þetta alltaf að aukast hjá henni
Amma Palla hefð orðið 89 ára í dag, hefði hún lifað. Til hamingju með daginn elsku amma mín.
en jæja læt 3 myndir fljóta með
verið að borða morgunmatin
Nöfnunar Sólveig Stefanía og Sólveig Stefanía
farin að labba
Bið að heilsa ykkur öllum
kv. Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)