5.10.2008 | 23:29
Fortíðin
Var að skanna myndir af forferðum mínum og vildi ég deila þeim með ykkur
afi Jón Guðmundsson frá Stóru-Ávík F:1910 d: 1974
amma Unnur Aðalheiður Jónsdóttir frá Stóru-Ávík f:1917 d:1991
langamma Anna Benediktsdóttir. Húsfreyja í Stóru-Ávík. f:1874. d.1937 (hún var móðir afa Jóns)
langafi Guðmundur Jónsson. Bóndi í Stóru-ávík f:1872 d:1959 (hann var faðir afa Jóns)
langamma Guðlaug og langafi Guðmundur Gísli frá Munaðarnesi. Guðlaug langamma var fædd árið 1876 og lést af barnsförum 1915. Þau áttu 9 börn og þar á meðal afa Jens. Og dóu þrjú barnana ung. Tvö þeirra náðu ekki 1 árs aldri. En einn náði 8 ára aldri. Svo voru það afi Jens, Indi, Einar, Beta, Guðrún og sú yngsta Guðlaug náðu öll háum aldri.
Þegar maður hugsar um það, hvað maður er heppin að lifa á þessum tíma í dag. Öll læknaþjónustan og öruggið sem við búum við í dag. Guðlaug langamma deyr viku eftir að hún eignast Guðlaugu dóttir sína, úr barnsfarasótt. Og var það talið að það hafi verið meðgöngueitrun eins og það kallast í dag. Hún var með mikil bjú og öll einkenni meðgöngueitrunar. En í þá daga var ekkert hægt að gera í því. Svo líka að missa þrjú börn sín. Alveg skelfileg. Maður getur bara ekki sett sig í spor þeirra. Langafi Guðmundur Gísli náði 68 ára aldri. Deyr árið 1939, sama ár og pabbi fæddist. Og er pabbi skírður yfir kistu hans, í höfuðið á honum.
Var einmitt að skoða í Íslendingabók, og þar sé ég að langafi Guðmundur Gísli átti 11 systkini, og alla vega 6 þeirra deyja undir 4 ára aldri. Að hugsa sér að missa helmig af börnum sínum fyrir sjúkdómum sem í dag væri hægt að bjarga.
En jæja best að fara að sofa. Ætla að kyssa öll börnin mín áður en ég fer að sofa, og hugsa hvað ég er heppin:)
Góða nótt allir saman
með kveðju úr roki og rigningu Bryndís
Bloggar | Breytt 6.10.2008 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)