Færsluflokkur: Bloggar

Myndir

Sæl og blessuð;) 

Var að setja myndi frá Munaðarnesi hér inn.  Hér koma nokkrar.....

lendingin

Fjaran heim, sem er alltaf mjög vinsæl hjá krökkunum að leika sér í.  Endalaust hægt að gera stíflur eða kastalaWink

gullmolarnir þrír

Var að reyna að fá þau öll til að horfa í myndavélina, en það gekk ekki velLoL. Þetta var besta myndin.

Munaðarnes

Munaðarnes tekið uppá fjalli.  Fengum þetta fallega veðurCool

ég og strákarnir

ég og strákarnir niðri fjöru. 

 Veigurnar tvær;)

Veigurnar tvær:)  Flottar saman Sólveig Stefanía og Sólveig StefaníaWink

Svo eru fleiri myndir í myndaalbúminu.

En annars er bara allt gott að frétta.  Það er byrja að rigna. En það er búið að vera rosalega flott veður síðustu daga.  Vonandi verður veðrið orðið gott aftur á næstu helgi, svo Grundarfjarðar-dagar verði vel heppnaðir.

En ákvað bara að henda inn nokkrum myndum, svo ég bið að heilsa ykkur.  

með kveðju

Bryndís


47 ára brúðkaupsafmæli

myndir_150.jpgÍ dag 15 júlí, eiga mamma og pabbi 47 ára brúðkaupsafmæliSmile  Fer að nálgast 50 árin.     Það var systrabrúðkaup. Fanney og Anna systur mömmu giftu sig þann dag líka. Mamma og pabbi eru fyrir miðju á myndinni

Annars er allt gott að frétta héðan. Heilsan er orðin góð sem betur fer.  Þegar maður er búin að vera svona veikur, þá er maður svo ánægður að vera heilbrigð manneskja.  

Núna er ég að venja Veigu við að sofna sjálf í sínu rúmi. Og var fyrsti dagurinn í dag.  Hún er ekkert sérlega hress með þetta. Vill bara að ég kúri hjá henni. En þetta tókst. Og verður vonandi betra á morgun. Daman er með mjög stórt skap.  Ætlar sko ekki að láta vaða yfir sigGrin

Bjarni er að vinna núna og verður í viku frá okkur. Svo byrjar hann líklega í sumarfríi eftir þessa syrpu.  Það verður gott.  Og svo helgina  25-27 júlí eru Grundarfjarðardagar. Sem heita "Á góðri stund". Og er voða góð stemmnig í kringum þetta allt saman.  Það eru 4 hverfa litir. Og núna búum við í græna hverfinu. En flytjum í rauða hverfið í haust.  Svo verða allskonar skemmtiatriði.  T.d er Sálin að spila og margt fleira.  

                                                                                                                                                             juli_2008_037.jpgÍ gær voru flestar sperrur komnar á húsið. Svo það er komin góð mynd á þetta núna.  Vitum samt ekkert enn hvenær þetta verður tilbúið af hálfu verktakans. Svo að við getum farið að vinna í því sjálf.  Vonum sem fyrst. Það sem verktakin á eftir að gera er. Klára þak og þakkanta. Og allar útihurðar og bílskúrshurð og gler í alla glugga.  

En ef allt gengur vel, þá eru, við kannski að sjá fram að geta  flutt í það í okt-nóv.

 

En jæja segi þetta nóg í bili

kv. Bryndís 

 


Indriði Jens 3 ára í dag:)

Þá er litli strákurinn minn orðin 3 ára.   

juni juli 08 553Ég man að ég var svo stressuð kvöldið áður en hann fæddist því að hann var tekin með Keisara, því hann var í sitjandi stöðu. Og var búið að prófa vendingu og ekki heppnaðist hún.   Og ég man ég sagði að þetta yrði þrjóskur krakki. Vildi ekkert hafa fyrir þessu. Bara að láta sækja sig:) og hefur það svo sannarlega ræst.Ég held að ég hafi aldrei kynnst svona þrjósku barniTounge

Hann fæddist kl 10:18.  Við vorum mætt uppá spítala kl 7. Það var önnur kona á undan mér í keisara, svo ég varð að bíða í 2 tíma inná herbergi.   En um kl 9:30 þá var farið með mig uppá skurðstofu og þar var ég undurbúin undir þetta. Mænudeyfðu og tengd við ýmis tæki.  Og þegar ég var tilbúinn þá kom Bjarni inn og settist við hlið mér. Mér fannst svo skrítið að liggja þarna og vita að því að það væri verið að skera mig upp, og ég væri vakandi og fann ekki fyrir neinu. Skurðlæknirinn sagði mér hvað hún væri að gera allan tíman. Og þegar hún náði í Inda, þá sagði hún Bjarna að kíkja yfir skilrúmið, og segja mér hvert kyn þetta væri.  Og var annar strákur fæddurGrin.  Þetta gekk allt mjög vel og var ég komin heim á 4 degi.   

 

Annars að frétta af okkur eru bara veikindi.  Ég er búinn að liggja síðan á mánudagskvöldið.  Alveg skelfileg pest.  Loksins í dag, sem ég er ekki með beinverki, er samt voða slöpp. Og svo eru börnin öll búinn að vera með ælupest. Og síðast í nótt var Veiga litla með ælupest.  Bjarni er farin að vinna, svo þetta er búið að vera erfitt, hann var samt heima þangað til í gærmorgun.  Og kemur aftur í kvöld.  

Við ætlum svo að reyna að halda uppá afmæli fyrir strákana á sunnudaginn, þar að segja ef heilsan verður orðin góð.  Sem lítur ekkert sérlega vel útGetLost.

Húsið gengur eins og í sögu. Hef ekkert farið og tekið myndir í þessari viku. En það eru komnar nær allar sperrur á þakið. Svo þetta er komið vel á veg.  

juni juli 08 594Heima á Munaðarnesi var rosa gott að vera. Fengum að vísu bara 2 góða veður daga. En það var allt í lagi.  Strákanir fannst voða gaman.

En jæja get ekki haft þetta lengur í bili...vegna heilsuleysisShockingSick

með kv. Bryndís


Munaðarnes

Jæja núna er ég á besta stað í heimi. Munaðarnesi. 

Það var yndislegt veður í gær hér, og brann ég líka all svakalega. Fattaði ekki að ég þyrfti að bera á mig sólarvörn á MunaðarnesiWink.  En ég og Bjarni löbbuðum uppá fjall í gær, og í þessu blíðveðri. Og enduðum svo niðrí dal. 

Svo var bara setið á pallinum í sólbaði eða leikið sér niðrí fjöru með börnunum.

En í dag er þokan komin aftur, en það er þó þurrt og logn.  Er að vona að þokan gufi upp með deginum:)   

Einar segir að hann vilji flytja hingað í sveitinna. Eða alla vega þegar hann verður eldri, þá ætlar hann að gerast  bóndi á MunaðarnesiCool Strákarnir skemmta sér vel hér.

En jæja vildi bara láta aðeins vita af okkur. BIð að heilsa ykkur

með kveðju Bryndís


sumarfrí

Í dag var síðasti dagurinn í dag á leikskólanum fyrir sumarfrí. Núna eru strákarnir í 5 vikna sumarfríiWink. Bara lúxus.  Ætlum að fara heim í sveitina sem fyrst og vera í alla vega viku. Svo langar mig mjög mikið að vera heima í sveitinni um verslunarmannahelgina og fara á sveitaballCool Það er orðið ansi langt síðan að ég komst á ball heima.  Svo vonandi að við getum það í ár. 

Veðrið er búið að vera ekkert spes síðustu daga. Bara mjög kalt. Eins og það var nú gott fyrir viku síðan.  En það á að hlýna með vikunniSmile  

Ég er búin að vera meira og minna tölvulaus síðustu viku. Báðar tölvunar á heimilinu eru "dauðar" og er ég núna með lánstölvu frá fjölskyldu minni. Maður er svo vængbrotin án tölvu. Sem er nú bara fyndið.  Búinn að lenda ansi oft í því síðustu daga að ég þarf að vita eitthvað og ætla að kíkja á netið, en nei ekkert netLoL T.d. bara að athuga með veðrið næstu daga. Og fannst mér best að blogga núna á meðan ég tölvu á heimilinu, sem er í lagiSideways

Einar með afmæliskökuna sínaNúna styttist í að strákarnir eigi afmæli, Einar á afmæli nk föstudag, 4.júlí. Og Indi 11. júlí.  Í síðustu viku héldum við uppá afmælið hans Einars fyrir leikskóla krakkana, sem eru í hans bekk. Og var það rosa gaman. Einar vildi endilega fá "Jack Black" köku. Svo mynd af honum í School of rock  myndinni var sett á köku fyrir hannLoL Hann var rosalega ánægður með þetta.   Finnst svo skrítið að Einar sé að verða 5 ára.  Bara eitt ár þangað til að hann byrjar í skóla.  Og Indi að verða 3 ára.  Svo er Indi alveg hættur á bleyju. Voða duglegur. Og munar það helling í bókhaldið að vera ekki með tvö börn á bleyjum.    Hér eru myndir af piltunum þegar þeir voru nýfæddir og í nýjar myndir

 

 

 

 

 

 

einar EInar maí 08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

indiIndi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsið gengur mjög vel,  það er búið að steypa allan hringin, svo núna er næst á dagskrá að setja stálbitan upp, og svo sperrunar. Vonum að við fum húsið afhent fokhelt í kringum 20 júlí.     Í dag 1 júlí, hefði húsið átt að vera tilbúið af  hálfu verktakans, þakkantar og allt saman. En eins og má sjá, þá hefur það ekki staðistShockingGetLostSmile

IMG 4039IMG 4037

Svo lítur allt út fyrir það að ég fari að vinna í haust, þegar Veiga verður 1 árs.  Það hækkar allt á þessu landi, nema launin, svo það er ekkert annað í stöðunni en að ég fari út á vinnumarkaðin.  Það verður bara gaman að fara að vinna aftur, ég hef verið heimavinnandi núna í 5 ár. Og tel ég mig verið heppna að hafa getað það.   Mér finnst Veiga bara svo lítill ennþá, en þetta verður allt í lagi.  Hún fær pláss á leikskólanum 1 árs. Svo næsta vetur verð ég með þrjú börn á leikskóla.  Þetta myndi nú ekki borga sig fyrir okkur, nema útaf því að hér í Grundarfirði, ef þú ert með 3 börn á leikskólanum þá færðu frítt fyrir eitt, og svo 35-40 % systkinaafslátt af hinum. Svo þetta er í lagi. Svo verður Hafrún er með árgangin hennar Veigu, svo hún verður í góðum höndumLoL EN svo er bara að finna vinnu...kemur í ljós hvað það verðurTounge

Bjarni er að koma heim í dag úr vinnu.  Og kemur hann með kerru fulla af timbri með sér. Nýta ferðirnar, og bensínkostnarðurin er alltaf að hækka...ussss. Hvar endar þetta eigilega.  

En  set hér eina mynd í lokin af okkur mæðgum, sem var tekin í gær.  

ég og Veiga

 

 

 

 

 

 

 

 

Með kveðju úr Grundarfirði

Bryndís 


Húsið

Svona leit þetta út 20. júníSmile.

Núna er bara eftir að steypa einu sinni ennWink Fleiri myndir í albúminu.

20 júní20. júní


Góður þurrkur:)

Já það er sko góður þurrkur búinn að vera í dag og síðustu daga.  Er búinn að vera að þvo þvott í allan dag. Frá því kl 8 í morgun og setti í síðustu vélina kl 5.  Og allt fer útá snúrur.  Það er bara snilld að vera með snúrur.  Svo góð lykt af þvottinum. Sérstaklega finnst mér gott að þvo sængurverið, hengja það út og setja það svo hreint á um kvöldið, svefnherbergið ilmar af útiveruSmile Gerist ekki betra. Það er ekkrt smá þvottur sem fylgir 5 manna fjölskyldu. Ef ég tek einn dag í pásu að þvo, þá fer allt úr skorðumShockingLoL

Núna er ég að dunda mér að setja inn myndir á barnaland.   Tekur allt sinn tíma. Þar sem fartalvan er biluð, en ég var búin að setja allar myndirnar á flakkaran svo það reddaðist, núna er ég bara með flakkarn tengdan í gömlu tölvuna. Og redda myndum á BL síðunarWink Ég er ansi hrædd um að þessi talva sé líka að fara að drepast. Alla vega er eitthvað að bögga hanaFootinMouth

Bygging á húsinu okkar gengur rosalega vel núna.  Það er komin flott mynd á þetta núna. Það er búið að steypa tvisvar sinnu. Og þriðja verður gerð í fyrramálið,  Þá verður búið að steypa allan hringin, þá er bara eftir að steypa súlurnar og annað fínerí.  

Skruppum í bæinn aftur á mánudaginn sl. Til að skoða innréttingarnar betur og til að taka tilboðinu frá HTH.  Erum mjög sátt við það tilboð frá þeim. Og erum að spá í að kaupa líka fataskápana hjá þeimWink  Komum svo aftur vestur í gær á 17. júní.  

Veiga er 8 mánaða í dag:)  Hún var í skoðun í dag líka, og var hún orðin 8880 gr og 72 cm.  Bara flott skvísaWink

En jæja ég ætla að  setja myndir í albúmið af húsinu okkar, hef ekkert tekið myndir í nokkra daga, en fer mjög líkalega á morgun að taka myndirSmileKissing  en set þær inn sem ég á núna.  Talvan vill ekki setja myndir inn hér á forsíðuna núna, svo ég reyni að setja bara í albúmið.

sæl að sinni

Bryndís 


Eins og það á að vera:)

Já núna ganga húsbyggingarnar eins og sögu. Bara non stop allan daginn. Smiðirnir eru mættir fyrir 8 á morgnana og til alla vega 6-7 á kvöldinWink  Þetta er alveg ótrúlega gaman að sjá þetta rísa. Maður er búinn að horfa svo lengi á grunnin og svo teikningar, og þegar maður sér þetta svo komið upp, þá er þetta allt öðruvísi. Eitthvern vegin  allt stærra en maður hélt.   Ég bjó myndaalbúm með myndum af byggingu húsins, svo þar sett ég myndir sem ég tók í dagWink

Annars er bara allt gott.  Pabbi á afmæli í dag, og varð hann 69 ára, svo það verður stór afmæli á næsta ári.  Fórum í kaffi til mömmu og pabba í dag. Og voru flottar kræsingar á borðum að hætti mömmu,  Svo eftir 3 daga, eða  12 júní á mamma afmæli.  Hún verður 66 ára.  Svo þá verðar aftur kræsingar á borðumSmile

Indi er að hætta á bleyju, og gengur það svona sæmilega. Þetta er bara dagur nr tvö, svo þetta er bara rétt að byrja. Það urðu nokkur slys hjá honum á leikskólanum í dag, en ekkert eftir að hann kom heim. Svo þetta kemur allt hjá honumGrin

Svo líður að því að maður skelli sér heim í sveitina.  Vonandi komumst við sem fyrst.  Bjarni kemst nú ekki mikið heim með mér í sumar, þar sem hann verður á fullu í húsinu. En ég fer þá bara ein með börnin.  Ég er farin að hlakka svo til að komast heim á Munaðarnes.  Og er Einar farin að spyrja mig útí hvenær að við förum eigilega í sveitinnaTounge

Núna er fartalvan okkar biluð og það varð að ræsa gömlu borðtölvuna. Fyndið hvað maður er háður netinu.  Maður gerir allt orðið á netinu. Biggi bróðir ætlar að kíkja á hana fyrir mig, hvort hún sé ónýt eða hvort það sé hægt að bjarga henni.  Hún er orðin 3 ára gömul,  kannski er líftími fartalva ekki meiri. Það er hálf asnalegt að sitja við borðtölvuhlunkin og vera í tölvu, bara til í að vera í tölvuWhistling  Maður er svo vanur að kíkja í tölvuna á kvöldin og horfa á sjónvarpið með öðru auganu. En núna sit inná gangi og stari eingöngu á tölvuskjáinnLoL

En jæja bið að heilsa ykkur, og takk fyrir að kvitta hjá mérSmile

með kveðju Bryndís 


Húsið okkar:)

Já húsið okkar er að rísaWink  ég varð bara að skella hér inn bloggi og láta ykkur vita. Og auðvitað læt ég myndir fljóta með.   En það er allt komið á fullt.  Svooooo gaman að sjá þetta LOKSINS gerastTounge

juni08 002 Það er búið að setja upp slatta af mótum og setja gluggana í. Svo í dag var verið að járnbinda þetta. Á föstudaginn á svo að steypa. Þetta verður gert í 3-4 hlutum.  Svo þetta er allt komið á gott ról.   

Við fórum suður á mánudaginn, og komum aftur í gærjuni08 005 (þriðjudag) og þegar við komum heim þá var bara farið að móta fyrir húsiLoL

En ef þetta gengur svona vel næstu daga og viku þá á þetta að rísa fljótt upp.

En annars er bara allt gott að frétta héðan.  Indi var hjá augnlækni og kom það mjög vel út. Það var munur á honum síðan í fyrstu skoðun.  Gleraugun eru að gera sitt gagnCool  Svo bara farið í búðir og verslað svona aðeins.  Fórum líka í Bræðurnir Ormson og HTH og erum við að láta þá teikna upp fyrir okkur eldhús, bað og þvottahús. Og fáum við afslátt af eldhústækjum þar ef við kaupum innréttingar hjá þeim líka. Svo við ætlum að sjá hvernig það tilboð verður.

juni08 085 Ég og Bjarni fórum í kvöldgöngu áðan. OG löbbuðum við fyrir ofan bæinn.  Svo ég læt eina mynd fylgja af mér, með Kirjkufellið í baksýn.  

Ég bara bið að heilsa ykkur í bili

kv. Bryndís 


Hitt og þetta:)

Það er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum. Það gengur bókstaklega ekkert með húsið okkar. Þetta er orðið svolítið þreytandi verð ég að segja.  Við erum búin að bíða frá því í október, þá var í fyrstu talað um að byrja að byggja hjá okkur. Svo seinkað það allt saman. Svo kom hávetur, svo það var ekki talið ráðlegt að byggja um miðjan vetur, svo við sættum okkur alveg við það að bíða til vors.  Svo var okkur sagt að það yrði byrjað um leið að það væri hætt að frjósa. Svo var sagt um mánaðarmót apríl-maí......núna er 25 maí og ekkert hefur verið gert að ráði.  Bara búið að steypa þessa litlu stækkun sem var 1 meter.  Og ekkert sést til smiðanaAngry  Æi þetta er bara svo þreytandi. Maður vonar á hverjum degi að núna fer maður að sjá eitthvað rísa, en NEI ekkertFootinMouth    

Nýju nágrannar okkar uppá Fellasneið hafa örugglega haldið núna um helgina að við værum endanlega búin að missa vitið, en við vorum að gróðursetja runna á lóðinni okkarSmile Ella mágkona lét okkur fá runna sem hún var búin að klippa af hjá sér, og búinn að vera vatni hjá henni, svo það voru komnar rætur á þetta, svo  við fórum bara að gróðursetja þetta hjá okkur, svo færum við þetta bara til, þegar við skipumleggjum lóðina.  En ég myndi  halda að það væri nú ekki algengt að fara að gróðursetja á lóðina sína áður en hús er komiðW00t Við sem sagt orðin ga gaShockingWink

En svo var júróvision í gær eins og allir vita,  og vorum við Bjarni bara heima með börnin að horfa. Svo eftir júróvision kom Sólveig Ásta og passaði aðeins fyrir okkur, svo við kíktum til Unnar systur, þar voru Biggi, Mamma og pabbi, Hafrún og Gugga.  Og voru sumir að fá sér í glas.  Og allir sammála um það að Rússneska lagið sem vann var LEIÐINLEGT.  En við Bjarni stoppuðum í 2 tíma og fórum svo heim aftur. Bara voða næsGrin  Svo fór Bjarni aftur suður í dag að vinna. Fór á aukavakt.  

Svo líður að því að við öll systkinin verðum orðin Grundfirðingar, en Gugga systir er búin að ákveða sig. Hún er að flytja til okkar í Grundarfjörð í haust. Svo þetta verður orðið Strandarveldi hér í GrundarfriðiWink 

                                              mai08 482                   
Var að koma börnum í rúmið áðan, og tók þá þessa sætu mynd af systkinunum.   Veiga er orðin svo stór, ég held að það verði ekki langt í að hún fari að skríða. Hún er alltaf að reyna að fara á hnéin, situr og reynir að koma sér áfram aðeins. Svo ég yrði ekki hissa að þetta fari að koma hjá henni.  Einar er með æði fyrir leikarnum Jack Black sem er bara fyndið.  Hefur verið að horfa á myndina School of rock með honum. Og er alltaf að glamra á gítar núna eða tromma.  Núna vill hann fá Jack Black afmæliskökuGrin  Vorum einmitt í afmæli um helgina hjá Gumma Gísla. Bara orðin 5 ára.  Svo verður Einar 5 ára 4.júlí.  Komin 5 ár síðan ég eignaðist frumburðinJoyful  Og Indi að verða 3 ára, 11.júlí. Svo það er nóg af veislum framundan.   

Einmitt í dag hefði Indi gamli orðið 99 ára.  Það eru komin 5 ár síðan hann dó. Var einmitt ólétt afmyndir 012 Einari þegar hann dó.  Indi gamli var alltaf svo góður og gerði allt sem maður bað hann um.  Tálga fyrir okkur báta, og allskonar dót.   Hann var hálfgerður afi okkar líka.  Síðustu árin hans var hann á elliheimilinu á Hólmavík, og maður reyndi að kíkja á hann sem oftast þegar maður átti leið hjá.  Hann var alltaf jafn glaður að fá mann i heimsókn. Hann var alltaf svo nægjusamur.  Ánægður með lífiðWink  Svo þegar ég eignaðist Inda minn, þá var eigilega ekkert annað nafn sem kom til greina. Langaði til að skíra eftir þessum góða manni. Og ekki var verra að bæta við nafninu hans afa með Jens. Tvær ólíkar manneskjur.  Indi  þessi rólega týpa sem æsti sig aldrei. Og afi sem var svo fljótfærin og alltaf að gera eitthvað.  Afi hefði orðið 96 ára eftir 2 daga.   Það er svo skrítið hvað maður saknar þeirra.  Þeir fylgdu manni í gegnum lífið, voru alltaf til staðar frá því að maður var lítill krakki. Þó svo að það eru komin 5 ár síðan Indi dó og 3 ár síðan afi dó, þá finnst mér alltaf jafn skrítið  að hugsa til þess að maður hittir þá aldrei aftur.                                 

myndir 017    Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til ömmu og afa í næsta húsi.  Fékk maður alltaf kandís eða rúsínur há ömmu. Og var oftar en ekki einu sinni spilað við eldhúsiðborðið hjá ömmu og afa, eða hlustað á ævintýri á kassettutækinu inní eldhúsi.  Eða þegar við báðum ömmu aftur og aftur að trekkja Mylluna sem sem spilaði svo fallegt lag, sem við dönsuðum við aftur og aftur.  Vá hvað ég væri til í að heyra það lag aftur. Ég man ekki hvernig það hljóðaði, en fyrir nokkrum árum rakst Gugga á lag, og var það lagið sem vindmyllan  spilaði. Og þá fór maður sko aftur í tímanJoyful

 

Eins og á þessari mynd hér að ofan, baksýnin er svo ljúf....... mér svo notanlegt að sjá rjúka úr strompinum á húsinu hjá ömmu og afa.   Afi búin að kynda upp með rekaviðinum sem hann hjó alla daga. Þegar þessi mynd var tekin þá var ég einmitt að hjálpa honum að slá með orf og ljá. Fannst mér það svo gaman.  Hann kenndi mérSmile    . Ég er einmitt að spá í að fá orf og ljá lánað hjá mömmu og pabba á morgun og slá garðin hér hjá okkur á gamla mátan, þar sem við eigum ekki enn slátturvél. Og er þetta svo hjóðlegt og róleg aðferð. Nágrannarin hljóta að verða ánægðir með þaðLoL Og ekki er það verra að fá góða hreyfingu   með þessu. Gott fyrir magavöðvana.

En vá ég ætlaði nú ekki að hafa þessa færslu svona langaLoL Bara datt aðeins í fortíðina á meðan ég skrifaði.  Það er alltaf gaman að hugsa til baka, þegar maður var lítill á Munaðarnesi, þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Bara leika sér endalaust úti og hafa gaman af.   

myndir 237 En jæja set hér eina mynd í lokin af fallegasta stað í ÖLLUM heiminum. MunaðarnesLoL

Með kveðju og ekki gleyma að kvittaTounge

Bryndís frá Munaðarnesi 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband