27.8.2008 | 12:26
Alveg að vera vitlaus af þessu...........ALVEG
JÁ ég verð bara að segja það, ég sé að verða vitlaus af þessu öllu sem við kemur að byggja hús. En maður verður að horfa á heildarmyndina, þegar allt þetta bras og erfiði er búið. Núna er maður að standa í allskonar brasi. Húsið er ný orðið fokhelt, svo þá þarf maður að fá fokheldisvottorð til að fá lán, og og allt það tekur sinn tíma, svo þarf maður að fara að sækja um lán og það ferli tekur svona 2 vikur, og þars sem mánaðarmótin eru á næstu helgi, þá verður það aldrei komið í gegn fyrir þann tíma. Og eins og allir vita þá þarf að borga ýmislegt um mánaðarmót. Svo þetta verður skrautlegt núna næstu daga. Æ ég bara varð aðeins að tauta um þetta. Þetta tekur allt svo langan tíma í þessu kerfi, allstaðar, hvað sem maður gerir.
Og eins og það sé ekki nóg að standa í þessu, og fá allt á réttum tímum. Ég veit ekki hvað maður er búinn að hringja oft útum allt til að redda hlutum(eða Bjarni sér um það). Svo er múrarinn að koma líklega í næstu viku, og nú þarf að hafa allt tilbúið fyrir hann, t.d sand. Og finnst manni grátlegt að maður geti ekki bara farið niðrí fjöru og náð sér í sand, en nei maður þarf að kaupa sand, bara fyndið. Svo pöntuðum við steinull og ýmislegt í síðustu viku, og það vantaði inní þá pöntun. Ég held að allt sem getur komið fyrir, kemur fyrir okkur
Ekki heppnasta fólk í heimi
Svo erum við búin að vera setja steinullina í loftin og plast yfir það, síðustu daga. Sæi bróðir hjálpaði okkur um helgina, Svo höfum við hjónin verið að gera þetta sjálf síðustu daga. Og gengur þetta hægt hjá okkur. Og höfum við sko ekki byggt áður, svo sumt veit maður ekkert hvernig á að gera. En þetta hefst allt saman...................vonandi
það verður alla vega gott þegar loftið er búið, það ekkert sérlega þægilegt að vinna svona uppá pöllum hátt upp. Og er ég frekar lofthrædd
En alla vega smá púst hér hjá mér. En ég er frekar bjartsýn manneskja, og reyni ekki að láta svona hluti fara í taugarnar á mér. En kannski smá núna Þetta verður gaman þegar þettaer búið.
en jæja best að hætta að kvarta yfir þessu og fara njóta þess að vera að byggja húsið okkar
með stuð kveðju
Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 17:20
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við Bjarni 3 ára brúðkaupsafmæli. Og var Indi skírður þann dag Þetta var mjög fallegur
dagur. Fengum þetta frábæra veður. Við vorum farin að vera svolítið smeyk, þar sem það var búið að vera norðan þoka alla vikuna áður. En ég hét á hann Hallvarð, og ræddist úr veðrinu. Svo komu hitaskúrir þegar við löbbuðum útúr kirkjunni. Og það var eina rigning þann dag. Og hef ég heyrt að það boði gott. Eitthver sagði mér að það þýði frjósamt hjónaband
Það hefur ræst ágætlega úr því
. Við vorum að spá í að gera eitthvað í tilefni dagsins, fara út að borða eða eitthvað. En er bara að spá í að grilla bara í kvöld. Ég ætla að rölta yfir í ríkið núna og kaupa freyðivin, og fara með brúðkaupsstaupin og skála upp í húsi í kvöld
Annars er bara fínt að frétta. Vorum í bænum um síðustu helgi, að kíkja á útsölur, og þá sérstaklega á flísum og svoleiðis hlutum. Og náðum við að kaupa flísar á baðherbergið og forstofuna. Og svo erum við á fullu að kaupa allt í húsið núna. Eins og t.d. milliveggjasteina, steinull, einangrunarplast, og allt þetta sem þarf. Húsið er eigilega orðið fokhelt. Búið að setja flest gler, og loka því. Svo núna er Bjarni byrjaður á fullu. Við verðum að vera búinn að setja steinullina og gera milligrindur, fyrir mánaðarmót, því þá kemuru múrarinn. Svo nú er smá stress í gangi En vonandi hefst þetta allt. Og planið er ennþá að reyna að flytja inn fyrir jól.
Svo hef ég verið að vinna hjá Unni systur aðeins í Snæþvotti þessa viku. Bara rosa gaman. Gott að komast aðeins út af heimilinu eftir 5 ár að vera heimavinnandi. Svo kemur Gugga í þessari viku, og er þá flutt vestur í Grundarfjörð til okkar. Og fer svo að vinna í Snæþvotti í næstu viku. Svo þá erum við öll systkinin komin á Grundarfjörð
En jæja ég held að þetta sé gott í bili, set eina mynd hér í lokin af krökkunum sem ég tók í síðustu viku, þegar við fórum í göngutúr, og með okkur voru Emilía og Sólveig Ásta
Með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt 23.8.2008 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2008 | 23:07
húsið
Ég fór upp að húsi í dag, og er búið að loka þakinu. Og í næstu viku verður sett járnið á það, og jafnvel farið að setja glerin í gluggana Þetta lítur svo vel út núna. Farið að koma svo góð mynd á þetta.
Erum að vona að geta flutt inn fyrir jól, það verður líka allt að ganga vel næstu mánuði. Iðnaðarmenn að geta mætt á réttum tíma og allt það. Svo við vonum það.... Við hljótum að geta það
En annars er bara voða lítið að frétta hjá okkur. Bjarni kemur heim á morgun. Og fer svo að vinna í húsinu okkar í vikinu. Loksins kom að því að hann getur byrjað. Og er hann búinn að fresta sumarfríinu sínu útaf því.
Veiga er farin að standa upp, stóð meiri segja upp í baðinu áðan. Voða montin. Hún er á svo skemmtilegum aldri núna, alltaf að fatta eitthvað nýtt. Maður sér breytingu á henni á hverjum degi
Tók þessa mynd af henni áðan, áður en hún fór að sofa. Hún er náttúrlega bara sæt
með kveðju Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2008 | 22:25
Brosbörn
Ég fór með Einar í myndatöku hjá Brosbörnum árið 2004, og þá var hann bara 14 mánaða. Ég var svo ánægð með myndirnar að ég fór aftur með strákana árið 2006 þegar Indi var á 13-14 mánaða. Og var ég svoooo ánægð með þá útkomu líka að ég er búinn að panta myndatöku hjá Brosbörnum í haust, þegar Veiga verður 13 mánaða.
Ég var að skoða myndirnar áðan sem teknar voru af strákunum ætla setja sýnishorn af þeim hér
Einar árið 2004
Einar árið 2006
Indi Jens árið 2006
Og strákarnir saman
Það verður gaman að fara í haust með þau þrjú
kv. Bryndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 00:23
sumarfrí búið
Á morgun er sumarfrí strákana búið, og leikskólin byrjar aftur.
Við erum búin að vera á smá flakki, fórum á Þingeyri í síðustu viku, þar búa amma og afi hans Bjarna. Og stoppuðum við þar eina nótt. Prófuðum við að taka Baldur yfir Breiðafjörðinn. Stytti ferðina verulega. Alla vega fannst manni þetta ekki lengi að líða. Svo var haldið heim í sveitinna. Og vorum við þar yfir verslunarmannahelgina. Við fengum alveg yndislegt veður á Þingeyri. Um 25 stiga hita. En þegar við fórum heim í sveitinna, var nú ekkert sérlega gott veður þar. Bara þoka og smá rigning, og var það svoleiðis mest alla helgina. En samt gaman. Við héldum brennu á laugardagskvöldið. Þar sem við rifum allt útúr fjárhúsunum, núna er þetta bara einn geymur þar inni. Svo er planið að þrífa þau, svo hægt sé að nota þau eitthvað. Svo fórum við systur að synda í sjónum. Og var það kalt, en gaman
Svo var Grundarfjarðar-dagar 25-27 júlí. Guðrún var hjá okkur alla helgina. Og skemmtu þau sér vel. Mikið af góðum skemmtatriðum.
En set hér inn myndir frá sl viku. Svo eru fleiri myndir í albúminu. Hef þetta nóg í bili
Á Grundarfjarðar-dögum
Pabbi og mamma á Grundó-dögum
við mæðgur heima í sveitinni
Á leið í sjóinn
við systur á leið í fjárhúsin, með gömlu góðu nafna-húfunar okkar
í Baldri
í Ísafjarðadjúpi,að borða nesti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)