Myndir

Sæl og blessuð;) 

Var að setja myndi frá Munaðarnesi hér inn.  Hér koma nokkrar.....

lendingin

Fjaran heim, sem er alltaf mjög vinsæl hjá krökkunum að leika sér í.  Endalaust hægt að gera stíflur eða kastalaWink

gullmolarnir þrír

Var að reyna að fá þau öll til að horfa í myndavélina, en það gekk ekki velLoL. Þetta var besta myndin.

Munaðarnes

Munaðarnes tekið uppá fjalli.  Fengum þetta fallega veðurCool

ég og strákarnir

ég og strákarnir niðri fjöru. 

 Veigurnar tvær;)

Veigurnar tvær:)  Flottar saman Sólveig Stefanía og Sólveig StefaníaWink

Svo eru fleiri myndir í myndaalbúminu.

En annars er bara allt gott að frétta.  Það er byrja að rigna. En það er búið að vera rosalega flott veður síðustu daga.  Vonandi verður veðrið orðið gott aftur á næstu helgi, svo Grundarfjarðar-dagar verði vel heppnaðir.

En ákvað bara að henda inn nokkrum myndum, svo ég bið að heilsa ykkur.  

með kveðju

Bryndís


47 ára brúðkaupsafmæli

myndir_150.jpgÍ dag 15 júlí, eiga mamma og pabbi 47 ára brúðkaupsafmæliSmile  Fer að nálgast 50 árin.     Það var systrabrúðkaup. Fanney og Anna systur mömmu giftu sig þann dag líka. Mamma og pabbi eru fyrir miðju á myndinni

Annars er allt gott að frétta héðan. Heilsan er orðin góð sem betur fer.  Þegar maður er búin að vera svona veikur, þá er maður svo ánægður að vera heilbrigð manneskja.  

Núna er ég að venja Veigu við að sofna sjálf í sínu rúmi. Og var fyrsti dagurinn í dag.  Hún er ekkert sérlega hress með þetta. Vill bara að ég kúri hjá henni. En þetta tókst. Og verður vonandi betra á morgun. Daman er með mjög stórt skap.  Ætlar sko ekki að láta vaða yfir sigGrin

Bjarni er að vinna núna og verður í viku frá okkur. Svo byrjar hann líklega í sumarfríi eftir þessa syrpu.  Það verður gott.  Og svo helgina  25-27 júlí eru Grundarfjarðardagar. Sem heita "Á góðri stund". Og er voða góð stemmnig í kringum þetta allt saman.  Það eru 4 hverfa litir. Og núna búum við í græna hverfinu. En flytjum í rauða hverfið í haust.  Svo verða allskonar skemmtiatriði.  T.d er Sálin að spila og margt fleira.  

                                                                                                                                                             juli_2008_037.jpgÍ gær voru flestar sperrur komnar á húsið. Svo það er komin góð mynd á þetta núna.  Vitum samt ekkert enn hvenær þetta verður tilbúið af hálfu verktakans. Svo að við getum farið að vinna í því sjálf.  Vonum sem fyrst. Það sem verktakin á eftir að gera er. Klára þak og þakkanta. Og allar útihurðar og bílskúrshurð og gler í alla glugga.  

En ef allt gengur vel, þá eru, við kannski að sjá fram að geta  flutt í það í okt-nóv.

 

En jæja segi þetta nóg í bili

kv. Bryndís 

 


Indriði Jens 3 ára í dag:)

Þá er litli strákurinn minn orðin 3 ára.   

juni juli 08 553Ég man að ég var svo stressuð kvöldið áður en hann fæddist því að hann var tekin með Keisara, því hann var í sitjandi stöðu. Og var búið að prófa vendingu og ekki heppnaðist hún.   Og ég man ég sagði að þetta yrði þrjóskur krakki. Vildi ekkert hafa fyrir þessu. Bara að láta sækja sig:) og hefur það svo sannarlega ræst.Ég held að ég hafi aldrei kynnst svona þrjósku barniTounge

Hann fæddist kl 10:18.  Við vorum mætt uppá spítala kl 7. Það var önnur kona á undan mér í keisara, svo ég varð að bíða í 2 tíma inná herbergi.   En um kl 9:30 þá var farið með mig uppá skurðstofu og þar var ég undurbúin undir þetta. Mænudeyfðu og tengd við ýmis tæki.  Og þegar ég var tilbúinn þá kom Bjarni inn og settist við hlið mér. Mér fannst svo skrítið að liggja þarna og vita að því að það væri verið að skera mig upp, og ég væri vakandi og fann ekki fyrir neinu. Skurðlæknirinn sagði mér hvað hún væri að gera allan tíman. Og þegar hún náði í Inda, þá sagði hún Bjarna að kíkja yfir skilrúmið, og segja mér hvert kyn þetta væri.  Og var annar strákur fæddurGrin.  Þetta gekk allt mjög vel og var ég komin heim á 4 degi.   

 

Annars að frétta af okkur eru bara veikindi.  Ég er búinn að liggja síðan á mánudagskvöldið.  Alveg skelfileg pest.  Loksins í dag, sem ég er ekki með beinverki, er samt voða slöpp. Og svo eru börnin öll búinn að vera með ælupest. Og síðast í nótt var Veiga litla með ælupest.  Bjarni er farin að vinna, svo þetta er búið að vera erfitt, hann var samt heima þangað til í gærmorgun.  Og kemur aftur í kvöld.  

Við ætlum svo að reyna að halda uppá afmæli fyrir strákana á sunnudaginn, þar að segja ef heilsan verður orðin góð.  Sem lítur ekkert sérlega vel útGetLost.

Húsið gengur eins og í sögu. Hef ekkert farið og tekið myndir í þessari viku. En það eru komnar nær allar sperrur á þakið. Svo þetta er komið vel á veg.  

juni juli 08 594Heima á Munaðarnesi var rosa gott að vera. Fengum að vísu bara 2 góða veður daga. En það var allt í lagi.  Strákanir fannst voða gaman.

En jæja get ekki haft þetta lengur í bili...vegna heilsuleysisShockingSick

með kv. Bryndís


Munaðarnes

Jæja núna er ég á besta stað í heimi. Munaðarnesi. 

Það var yndislegt veður í gær hér, og brann ég líka all svakalega. Fattaði ekki að ég þyrfti að bera á mig sólarvörn á MunaðarnesiWink.  En ég og Bjarni löbbuðum uppá fjall í gær, og í þessu blíðveðri. Og enduðum svo niðrí dal. 

Svo var bara setið á pallinum í sólbaði eða leikið sér niðrí fjöru með börnunum.

En í dag er þokan komin aftur, en það er þó þurrt og logn.  Er að vona að þokan gufi upp með deginum:)   

Einar segir að hann vilji flytja hingað í sveitinna. Eða alla vega þegar hann verður eldri, þá ætlar hann að gerast  bóndi á MunaðarnesiCool Strákarnir skemmta sér vel hér.

En jæja vildi bara láta aðeins vita af okkur. BIð að heilsa ykkur

með kveðju Bryndís


sumarfrí

Í dag var síðasti dagurinn í dag á leikskólanum fyrir sumarfrí. Núna eru strákarnir í 5 vikna sumarfríiWink. Bara lúxus.  Ætlum að fara heim í sveitina sem fyrst og vera í alla vega viku. Svo langar mig mjög mikið að vera heima í sveitinni um verslunarmannahelgina og fara á sveitaballCool Það er orðið ansi langt síðan að ég komst á ball heima.  Svo vonandi að við getum það í ár. 

Veðrið er búið að vera ekkert spes síðustu daga. Bara mjög kalt. Eins og það var nú gott fyrir viku síðan.  En það á að hlýna með vikunniSmile  

Ég er búin að vera meira og minna tölvulaus síðustu viku. Báðar tölvunar á heimilinu eru "dauðar" og er ég núna með lánstölvu frá fjölskyldu minni. Maður er svo vængbrotin án tölvu. Sem er nú bara fyndið.  Búinn að lenda ansi oft í því síðustu daga að ég þarf að vita eitthvað og ætla að kíkja á netið, en nei ekkert netLoL T.d. bara að athuga með veðrið næstu daga. Og fannst mér best að blogga núna á meðan ég tölvu á heimilinu, sem er í lagiSideways

Einar með afmæliskökuna sínaNúna styttist í að strákarnir eigi afmæli, Einar á afmæli nk föstudag, 4.júlí. Og Indi 11. júlí.  Í síðustu viku héldum við uppá afmælið hans Einars fyrir leikskóla krakkana, sem eru í hans bekk. Og var það rosa gaman. Einar vildi endilega fá "Jack Black" köku. Svo mynd af honum í School of rock  myndinni var sett á köku fyrir hannLoL Hann var rosalega ánægður með þetta.   Finnst svo skrítið að Einar sé að verða 5 ára.  Bara eitt ár þangað til að hann byrjar í skóla.  Og Indi að verða 3 ára.  Svo er Indi alveg hættur á bleyju. Voða duglegur. Og munar það helling í bókhaldið að vera ekki með tvö börn á bleyjum.    Hér eru myndir af piltunum þegar þeir voru nýfæddir og í nýjar myndir

 

 

 

 

 

 

einar EInar maí 08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

indiIndi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsið gengur mjög vel,  það er búið að steypa allan hringin, svo núna er næst á dagskrá að setja stálbitan upp, og svo sperrunar. Vonum að við fum húsið afhent fokhelt í kringum 20 júlí.     Í dag 1 júlí, hefði húsið átt að vera tilbúið af  hálfu verktakans, þakkantar og allt saman. En eins og má sjá, þá hefur það ekki staðistShockingGetLostSmile

IMG 4039IMG 4037

Svo lítur allt út fyrir það að ég fari að vinna í haust, þegar Veiga verður 1 árs.  Það hækkar allt á þessu landi, nema launin, svo það er ekkert annað í stöðunni en að ég fari út á vinnumarkaðin.  Það verður bara gaman að fara að vinna aftur, ég hef verið heimavinnandi núna í 5 ár. Og tel ég mig verið heppna að hafa getað það.   Mér finnst Veiga bara svo lítill ennþá, en þetta verður allt í lagi.  Hún fær pláss á leikskólanum 1 árs. Svo næsta vetur verð ég með þrjú börn á leikskóla.  Þetta myndi nú ekki borga sig fyrir okkur, nema útaf því að hér í Grundarfirði, ef þú ert með 3 börn á leikskólanum þá færðu frítt fyrir eitt, og svo 35-40 % systkinaafslátt af hinum. Svo þetta er í lagi. Svo verður Hafrún er með árgangin hennar Veigu, svo hún verður í góðum höndumLoL EN svo er bara að finna vinnu...kemur í ljós hvað það verðurTounge

Bjarni er að koma heim í dag úr vinnu.  Og kemur hann með kerru fulla af timbri með sér. Nýta ferðirnar, og bensínkostnarðurin er alltaf að hækka...ussss. Hvar endar þetta eigilega.  

En  set hér eina mynd í lokin af okkur mæðgum, sem var tekin í gær.  

ég og Veiga

 

 

 

 

 

 

 

 

Með kveðju úr Grundarfirði

Bryndís 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband