Húsið

Svona leit þetta út 20. júníSmile.

Núna er bara eftir að steypa einu sinni ennWink Fleiri myndir í albúminu.

20 júní20. júní


Góður þurrkur:)

Já það er sko góður þurrkur búinn að vera í dag og síðustu daga.  Er búinn að vera að þvo þvott í allan dag. Frá því kl 8 í morgun og setti í síðustu vélina kl 5.  Og allt fer útá snúrur.  Það er bara snilld að vera með snúrur.  Svo góð lykt af þvottinum. Sérstaklega finnst mér gott að þvo sængurverið, hengja það út og setja það svo hreint á um kvöldið, svefnherbergið ilmar af útiveruSmile Gerist ekki betra. Það er ekkrt smá þvottur sem fylgir 5 manna fjölskyldu. Ef ég tek einn dag í pásu að þvo, þá fer allt úr skorðumShockingLoL

Núna er ég að dunda mér að setja inn myndir á barnaland.   Tekur allt sinn tíma. Þar sem fartalvan er biluð, en ég var búin að setja allar myndirnar á flakkaran svo það reddaðist, núna er ég bara með flakkarn tengdan í gömlu tölvuna. Og redda myndum á BL síðunarWink Ég er ansi hrædd um að þessi talva sé líka að fara að drepast. Alla vega er eitthvað að bögga hanaFootinMouth

Bygging á húsinu okkar gengur rosalega vel núna.  Það er komin flott mynd á þetta núna. Það er búið að steypa tvisvar sinnu. Og þriðja verður gerð í fyrramálið,  Þá verður búið að steypa allan hringin, þá er bara eftir að steypa súlurnar og annað fínerí.  

Skruppum í bæinn aftur á mánudaginn sl. Til að skoða innréttingarnar betur og til að taka tilboðinu frá HTH.  Erum mjög sátt við það tilboð frá þeim. Og erum að spá í að kaupa líka fataskápana hjá þeimWink  Komum svo aftur vestur í gær á 17. júní.  

Veiga er 8 mánaða í dag:)  Hún var í skoðun í dag líka, og var hún orðin 8880 gr og 72 cm.  Bara flott skvísaWink

En jæja ég ætla að  setja myndir í albúmið af húsinu okkar, hef ekkert tekið myndir í nokkra daga, en fer mjög líkalega á morgun að taka myndirSmileKissing  en set þær inn sem ég á núna.  Talvan vill ekki setja myndir inn hér á forsíðuna núna, svo ég reyni að setja bara í albúmið.

sæl að sinni

Bryndís 


Eins og það á að vera:)

Já núna ganga húsbyggingarnar eins og sögu. Bara non stop allan daginn. Smiðirnir eru mættir fyrir 8 á morgnana og til alla vega 6-7 á kvöldinWink  Þetta er alveg ótrúlega gaman að sjá þetta rísa. Maður er búinn að horfa svo lengi á grunnin og svo teikningar, og þegar maður sér þetta svo komið upp, þá er þetta allt öðruvísi. Eitthvern vegin  allt stærra en maður hélt.   Ég bjó myndaalbúm með myndum af byggingu húsins, svo þar sett ég myndir sem ég tók í dagWink

Annars er bara allt gott.  Pabbi á afmæli í dag, og varð hann 69 ára, svo það verður stór afmæli á næsta ári.  Fórum í kaffi til mömmu og pabba í dag. Og voru flottar kræsingar á borðum að hætti mömmu,  Svo eftir 3 daga, eða  12 júní á mamma afmæli.  Hún verður 66 ára.  Svo þá verðar aftur kræsingar á borðumSmile

Indi er að hætta á bleyju, og gengur það svona sæmilega. Þetta er bara dagur nr tvö, svo þetta er bara rétt að byrja. Það urðu nokkur slys hjá honum á leikskólanum í dag, en ekkert eftir að hann kom heim. Svo þetta kemur allt hjá honumGrin

Svo líður að því að maður skelli sér heim í sveitina.  Vonandi komumst við sem fyrst.  Bjarni kemst nú ekki mikið heim með mér í sumar, þar sem hann verður á fullu í húsinu. En ég fer þá bara ein með börnin.  Ég er farin að hlakka svo til að komast heim á Munaðarnes.  Og er Einar farin að spyrja mig útí hvenær að við förum eigilega í sveitinnaTounge

Núna er fartalvan okkar biluð og það varð að ræsa gömlu borðtölvuna. Fyndið hvað maður er háður netinu.  Maður gerir allt orðið á netinu. Biggi bróðir ætlar að kíkja á hana fyrir mig, hvort hún sé ónýt eða hvort það sé hægt að bjarga henni.  Hún er orðin 3 ára gömul,  kannski er líftími fartalva ekki meiri. Það er hálf asnalegt að sitja við borðtölvuhlunkin og vera í tölvu, bara til í að vera í tölvuWhistling  Maður er svo vanur að kíkja í tölvuna á kvöldin og horfa á sjónvarpið með öðru auganu. En núna sit inná gangi og stari eingöngu á tölvuskjáinnLoL

En jæja bið að heilsa ykkur, og takk fyrir að kvitta hjá mérSmile

með kveðju Bryndís 


Húsið okkar:)

Já húsið okkar er að rísaWink  ég varð bara að skella hér inn bloggi og láta ykkur vita. Og auðvitað læt ég myndir fljóta með.   En það er allt komið á fullt.  Svooooo gaman að sjá þetta LOKSINS gerastTounge

juni08 002 Það er búið að setja upp slatta af mótum og setja gluggana í. Svo í dag var verið að járnbinda þetta. Á föstudaginn á svo að steypa. Þetta verður gert í 3-4 hlutum.  Svo þetta er allt komið á gott ról.   

Við fórum suður á mánudaginn, og komum aftur í gærjuni08 005 (þriðjudag) og þegar við komum heim þá var bara farið að móta fyrir húsiLoL

En ef þetta gengur svona vel næstu daga og viku þá á þetta að rísa fljótt upp.

En annars er bara allt gott að frétta héðan.  Indi var hjá augnlækni og kom það mjög vel út. Það var munur á honum síðan í fyrstu skoðun.  Gleraugun eru að gera sitt gagnCool  Svo bara farið í búðir og verslað svona aðeins.  Fórum líka í Bræðurnir Ormson og HTH og erum við að láta þá teikna upp fyrir okkur eldhús, bað og þvottahús. Og fáum við afslátt af eldhústækjum þar ef við kaupum innréttingar hjá þeim líka. Svo við ætlum að sjá hvernig það tilboð verður.

juni08 085 Ég og Bjarni fórum í kvöldgöngu áðan. OG löbbuðum við fyrir ofan bæinn.  Svo ég læt eina mynd fylgja af mér, með Kirjkufellið í baksýn.  

Ég bara bið að heilsa ykkur í bili

kv. Bryndís 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband