Hitt og þetta:)

Það er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum. Það gengur bókstaklega ekkert með húsið okkar. Þetta er orðið svolítið þreytandi verð ég að segja.  Við erum búin að bíða frá því í október, þá var í fyrstu talað um að byrja að byggja hjá okkur. Svo seinkað það allt saman. Svo kom hávetur, svo það var ekki talið ráðlegt að byggja um miðjan vetur, svo við sættum okkur alveg við það að bíða til vors.  Svo var okkur sagt að það yrði byrjað um leið að það væri hætt að frjósa. Svo var sagt um mánaðarmót apríl-maí......núna er 25 maí og ekkert hefur verið gert að ráði.  Bara búið að steypa þessa litlu stækkun sem var 1 meter.  Og ekkert sést til smiðanaAngry  Æi þetta er bara svo þreytandi. Maður vonar á hverjum degi að núna fer maður að sjá eitthvað rísa, en NEI ekkertFootinMouth    

Nýju nágrannar okkar uppá Fellasneið hafa örugglega haldið núna um helgina að við værum endanlega búin að missa vitið, en við vorum að gróðursetja runna á lóðinni okkarSmile Ella mágkona lét okkur fá runna sem hún var búin að klippa af hjá sér, og búinn að vera vatni hjá henni, svo það voru komnar rætur á þetta, svo  við fórum bara að gróðursetja þetta hjá okkur, svo færum við þetta bara til, þegar við skipumleggjum lóðina.  En ég myndi  halda að það væri nú ekki algengt að fara að gróðursetja á lóðina sína áður en hús er komiðW00t Við sem sagt orðin ga gaShockingWink

En svo var júróvision í gær eins og allir vita,  og vorum við Bjarni bara heima með börnin að horfa. Svo eftir júróvision kom Sólveig Ásta og passaði aðeins fyrir okkur, svo við kíktum til Unnar systur, þar voru Biggi, Mamma og pabbi, Hafrún og Gugga.  Og voru sumir að fá sér í glas.  Og allir sammála um það að Rússneska lagið sem vann var LEIÐINLEGT.  En við Bjarni stoppuðum í 2 tíma og fórum svo heim aftur. Bara voða næsGrin  Svo fór Bjarni aftur suður í dag að vinna. Fór á aukavakt.  

Svo líður að því að við öll systkinin verðum orðin Grundfirðingar, en Gugga systir er búin að ákveða sig. Hún er að flytja til okkar í Grundarfjörð í haust. Svo þetta verður orðið Strandarveldi hér í GrundarfriðiWink 

                                              mai08 482                   
Var að koma börnum í rúmið áðan, og tók þá þessa sætu mynd af systkinunum.   Veiga er orðin svo stór, ég held að það verði ekki langt í að hún fari að skríða. Hún er alltaf að reyna að fara á hnéin, situr og reynir að koma sér áfram aðeins. Svo ég yrði ekki hissa að þetta fari að koma hjá henni.  Einar er með æði fyrir leikarnum Jack Black sem er bara fyndið.  Hefur verið að horfa á myndina School of rock með honum. Og er alltaf að glamra á gítar núna eða tromma.  Núna vill hann fá Jack Black afmæliskökuGrin  Vorum einmitt í afmæli um helgina hjá Gumma Gísla. Bara orðin 5 ára.  Svo verður Einar 5 ára 4.júlí.  Komin 5 ár síðan ég eignaðist frumburðinJoyful  Og Indi að verða 3 ára, 11.júlí. Svo það er nóg af veislum framundan.   

Einmitt í dag hefði Indi gamli orðið 99 ára.  Það eru komin 5 ár síðan hann dó. Var einmitt ólétt afmyndir 012 Einari þegar hann dó.  Indi gamli var alltaf svo góður og gerði allt sem maður bað hann um.  Tálga fyrir okkur báta, og allskonar dót.   Hann var hálfgerður afi okkar líka.  Síðustu árin hans var hann á elliheimilinu á Hólmavík, og maður reyndi að kíkja á hann sem oftast þegar maður átti leið hjá.  Hann var alltaf jafn glaður að fá mann i heimsókn. Hann var alltaf svo nægjusamur.  Ánægður með lífiðWink  Svo þegar ég eignaðist Inda minn, þá var eigilega ekkert annað nafn sem kom til greina. Langaði til að skíra eftir þessum góða manni. Og ekki var verra að bæta við nafninu hans afa með Jens. Tvær ólíkar manneskjur.  Indi  þessi rólega týpa sem æsti sig aldrei. Og afi sem var svo fljótfærin og alltaf að gera eitthvað.  Afi hefði orðið 96 ára eftir 2 daga.   Það er svo skrítið hvað maður saknar þeirra.  Þeir fylgdu manni í gegnum lífið, voru alltaf til staðar frá því að maður var lítill krakki. Þó svo að það eru komin 5 ár síðan Indi dó og 3 ár síðan afi dó, þá finnst mér alltaf jafn skrítið  að hugsa til þess að maður hittir þá aldrei aftur.                                 

myndir 017    Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til ömmu og afa í næsta húsi.  Fékk maður alltaf kandís eða rúsínur há ömmu. Og var oftar en ekki einu sinni spilað við eldhúsiðborðið hjá ömmu og afa, eða hlustað á ævintýri á kassettutækinu inní eldhúsi.  Eða þegar við báðum ömmu aftur og aftur að trekkja Mylluna sem sem spilaði svo fallegt lag, sem við dönsuðum við aftur og aftur.  Vá hvað ég væri til í að heyra það lag aftur. Ég man ekki hvernig það hljóðaði, en fyrir nokkrum árum rakst Gugga á lag, og var það lagið sem vindmyllan  spilaði. Og þá fór maður sko aftur í tímanJoyful

 

Eins og á þessari mynd hér að ofan, baksýnin er svo ljúf....... mér svo notanlegt að sjá rjúka úr strompinum á húsinu hjá ömmu og afa.   Afi búin að kynda upp með rekaviðinum sem hann hjó alla daga. Þegar þessi mynd var tekin þá var ég einmitt að hjálpa honum að slá með orf og ljá. Fannst mér það svo gaman.  Hann kenndi mérSmile    . Ég er einmitt að spá í að fá orf og ljá lánað hjá mömmu og pabba á morgun og slá garðin hér hjá okkur á gamla mátan, þar sem við eigum ekki enn slátturvél. Og er þetta svo hjóðlegt og róleg aðferð. Nágrannarin hljóta að verða ánægðir með þaðLoL Og ekki er það verra að fá góða hreyfingu   með þessu. Gott fyrir magavöðvana.

En vá ég ætlaði nú ekki að hafa þessa færslu svona langaLoL Bara datt aðeins í fortíðina á meðan ég skrifaði.  Það er alltaf gaman að hugsa til baka, þegar maður var lítill á Munaðarnesi, þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Bara leika sér endalaust úti og hafa gaman af.   

myndir 237 En jæja set hér eina mynd í lokin af fallegasta stað í ÖLLUM heiminum. MunaðarnesLoL

Með kveðju og ekki gleyma að kvittaTounge

Bryndís frá Munaðarnesi 


New kids on the block og daglegt líf:)

Já ótrúlegir hlutir gerast enn, en uppáhalds hljómsveitin mín þegar ég var 13 ára, er tekin saman afturSmile New kids bara búnir að gefa út nýtt lag og eru að fara í tónleikaferðalag. Kannski að maður ætti að láta gamlan draum rætast og skella sér á tónleikaSmile ég skelli hér myndum af þeim í gamla daga og eina splunkunýrri mynd

nkotb Það verður að segjast að þeir hafa bara elst vel.  Það sannar það bara að maður verður bara flottari með aldrinumWink   

 

En jæja varð bara að deila þessu með ykkur. Var bara komin 15-16 ár aftur í tíman þegar ég var að horfa á þá syngja á ný á Youtube.  Og svona að gamni mín set ég það inn hér líkaW00t

En annars af daglegu lífi hér í Grundarfirði. Þá er bara allt þetta fína að frétta.  Það gengur hægt með húsið okkar, en á föstudaginn síðasta þá loksins gerðist eitthvað fleira. Sem sagt búið að bolta allan hringin til þess að hægt sé að setja steypumótin á. Svo það er vonandi að það verði gert á morgunWink

mai08 361Í síðustu viku komu Skoppa og Skrítla í leikskólan, og voru strákarnir yfir sig hrifnir, og það hefur verið mikið hlustað á þær síðan. Indi var svo hugrakkur að láta taka af sér mynd með Skoppu. En Einar var aðeins of feimin Blush Svo tók ég þá bara líka mynd af Veigu með þeim. 

Í dag er Veiga 7 mánaða. Tímin er bara alltof fljótur að líða.  Hún er farin að smakka flestan mat. Og er það alltaf jafn fyndið að sjá svipin á henni þegar maður gefur henni eitthvað nýtt.  Tounge Svo er hún alltaf brosmildSmile Voða ánægð með lífið

Svo vil ég benda ykkur á sem búið á höfðuðborgarsvæðinu, þá endilega kíkið niðrí bæ og sjáið ljósmyndasýningu á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar eru myndir af andlitum um 1000 íslenskra barna á landsbyggðinni. Og þar á meðal er mynd af Einar mínumWink

En jæja veit ekki hvað ég get sagt meira. Svo ég kveð að sinni

með kveðju Bryndís 

 

 


Rétt að byrja

Sæl verið þið

Já það er byrjað að byggja húsið okkar. Eða svona rétt að byrja. Þeir eru búnir að steypa stækkunnamai08 038 sem er á húsinu. Það var bara rétt um meter sem þurfti að stækka húsið, því við breyttum þakinu, svo það var að stækka það aðeins. Svo alla vega eru þeir byrjaðir.  En eitt er víst að þeir verða aldrei búnir  að gera það fokhelt fyrir 1 júní eins og stendur í samningunum.  Það er 7 maí í dag, og eru þeir bara búnir með þetta. Svo þetta ætlar að dragast enn meira á langin.  Svo takmarkið var að flytja inn í haust, og haustið getur náttúrlega verið sep-okt-nóvWink.  En ef þetta heldur svona áfram svona, þá verðum við bara heppin ef við getum flutt inn fyrir jólWounderingAngrySmile   Ég varð að taka mynd af þessum miklu tímamótum að eitthvað gerðist á grunninumSmile  

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér í Grundarfirði.  Lífið gengur sinn vanagang. Búið að vera alveg frábært veður hér síðustu daga. En það rignir í dag. Allt að verða grænt og sumarlegt.  Átakið hjá mér gengur vel núna. Er farin að hreyfa mig mikið, t.d fór ég á mánudaginn að hjóla með Hafrúnu kl 6 að morgni, svo var svo gott veður að ég og Bjarni vorum allan daginn úti að labba. Svo um kvöldið fór ég með Hafrúnu og Svanhildi að synda. í gær og í dag hef ég labbað á morgnana með Hafrúnu og Siggu Dís.  Ég held að hreyfingin sé að gera gæfu munin. Núna finnst mér eins og þetta sé loksins að taka við sér.  Svo líður mér svo miklu betur í öllum skrokknum og bara hressari í alla staðiWink  Svo er ég náttúrlega að taka Herbalife með þessu öllu samanWink Og hjálpar það mikið. Sérstaklega gott fyrir meltinguna finnst mérJoyful Svo ef eitthver hefur áhuga á að prófa Herbalife, endilega að hafa samband við migSmile   Er með fría prufupakka. Og svo fyrir þá sem eru að æfa mikið eru ég með próteinshake.  Margt sniðugtWink

Sólveig Stefanía stækkar og verður duglegri með hverjum deginum. Farin að sitja alveg ein, og alltafVeiga jafn glöð. En er samt búinn að vera með kvef sl daga, og eitthvað pirruð í eyrinum. En alveg hitalaus, Vona að þetta fari að lagast. Er komin með svo mikið ógeð af veikindum. Það er alltaf eitthver veikur á heimilinu. Núna er Bjarni slappur, var með í maganum í gær, og núna með hausverk og slappur bara.  Svo þetta fer að vera komið gott.

Svo var ég að panta myndatöku hjá Brosbörnum. Fer með börnin sem sagt í nóvember í myndatöku. Ég fór til  þeirra í myndatöku  þegar Einar var 1 árs og líka þegar Indi var 1 árs. Svo það er um að gera þetta líka þegar Veiga er orðin 1 árs.  Og ætla ég að láta taka eins fjölskyldumynd líka af okkur. Svo þetta verður gaman. 

Sl sunnudag þá smalaði mamma okkur systkinum saman í kaffi. Það vantaði bara Guggu.  Og erum við að vinna í því að fá hana til að flytja til okkar í GrundarfjörðLoL Það var mjög gaman að vera saman fjölskyldan.  Biggi bróðir komin heim frá Nýja Sjálandi. Og Sæi var á frystitogara í 3 vikur, og er líka nýkomin heim. Svo það var tilvalið að hittast í kaffi hjá mömmu og pabba.  

En jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili hjá mér

bið að heilsa ykkur

kveðja Bryndís 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband