Komin helgi

Góðan dag!

Já það er komin helgi eina ferðina enn:) Dagarnir eru svo fljótir að líða.  Bjarni er búinn að vera heima núna síðan á þriðjudag, og fer aftur á morgun, bara heilt vaktarfrí núna. Og voða er það gott að hafaAPRIL08 401 hann heima svona lengi. Erum búin að nýta dagana vel, þar sem það er búið að vera svo gott veður. Búinn að fara út að labba alla daga, jafnvel tvisvar á dagWink Í gær fórum við Bjarni bara tvö í smá fjallagöngu. Löbbuðum uppá Brjóst eins og það heitir. Það er beint fyrir ofan lóðina okkar.  Eins og sést á myndinni hér til hliðar, þá sést grunnurin fyrir aftan migGrin.  Það var yndislegt veður  og var þetta mjög hressandi, þó að maður fann hvað maður er með lítið þol að labba svona uppá við. Ég þarf bara að vera dugleg að labba þarna upp, þegar við verðum flutt í nýja húsið.  Þá verður ekki langt fyrir mig að labba þarna upp.  Næst labba ég þarna þegar veður eitthvað byrjað á húsinu okkar. Þá verður vonandi byrjað í næstu viku. Cool

APRIL08 408

 

Markmiði hjá mér í mars var að  ég ætlaði að vera búinn að missa 5 kíló fyrir 1 maí. Og veit ég eigilega ekki hvort því sé náð. Þar sem fyrstu vikurnar viktaði ég mig alltaf og það gerðist ekkert, þrátt fyrir mikið bætt matarræði.  Svo ég ákvað að ekkert að vera vikta mig strax, því maður verður svo fúll ef ekkert gerist á viktinni, og gefst kannski bara upp. Svo ég ætla ekkert að stíga strax á viktina.  Ég borða mjög hollt núna, ekkert kók og ekkert nammi.  Minnkaði brauðát um meira en helming.  Og núna þegar veðrið er orðið svo gott, þá hef ég farið út að labba á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag.  Er búinn að nýta mér það að Bjarni er heima og farið út að labba með Hafrúnu og Siggu Dís kl 6 á morgnana.  Mér líður líka miklu betur eftir að hafa breytt mataræðinu og meiri hreyfingu.  Svo þetta gerir mér bara gottWink 

Í dag laugardag, þá er nú eigilega allt leyfilegt, og er ég að spá í að baka eitthvað gott. Og svo í kvöld leyfi maður sér eitthvað gott yfir góðri bíómynd.  Það er nauðsynlegt að hafa einn dag í viku í sukkWink

Nú eru öll veikindi búinn í bili á heimilinu. Og vona ég þetta sé búið í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfiður vetur veikindi séð.  

Veiga stækkar og stækkar. Orðin 6 mánaða. Farin að geta sitið bara nokkuð stöðug. Og er breytingAPRIL08 398 á henni á hverjum degi. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Strákarnir eru voða ánægðir á leikskólanum. Og eru Einar og Gummi Gísli eins og samlokur á leikskólanum. Og líka utan leikskólans. ALveg ótrúlega góðir vinir.  Indi  er alltaf sami pjakkurinn.  Það var furðufatadagur á leikskólanum í gær og fóru þeir sem Spiderman og Jack Sparrow.  Það eru uppáhalds kallarnir þeir.   

APRIL08 365

 Tók mynd af rauðherðu dömunum í ættinni. Harpa Rut og Sólveig Stefanía.  Voða flottar saman.  Kítum í heimsókn til Unnar á sumardaginn fyrsta, og löbbuðum um allan bæ.  Svo styttist í að Biggi og co komi heim frá Nýja  Sjálandi. Strákarnir eru farin að vilja að fara í heimsókn til þeirra.  Indi er farin að segja alltaf þegar við förum út. "Fara til Trish"  Svo þeir eru farin að sakna ykkarSmile  

En jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili, og segi aftur, ENDILEGA að kvitta fyrir sigLoL

Með kveðju Bryndís 


Blíða

Það er búið að vera yndislegt veður núna um helgina. Logn og hlýtt.  Og erum ég og krakkarnir búnir að fara út að labba bæði í gær og í dag.  Í gær röltuðum við um bæinn með Hafrúnu og börnum. Og enduðum svo heima hjá þeim, og var bakað á þeim bæWink Svo bauð hún okkur í mat líka svo það var mjög ljúft að þurfa ekkert að elda né vaska uppKissing   Í dag löbbuðum við til mömmu og pabba, og er Fanney systir mömmu hjá þeim núna um helgina. Svo lá leið okkar til Unnar, ætluðum að kíkja á nýja pallinn þeirra, og vorum við svo heppin að Unnur var nýbúinn að baka skúffuköku, svo það var sest úti, þar sem það var svo gott veður, með kaffi og kökuWink   Svo við erum ekki búin að vera mikið heima hjá okkur um helginaToungeAPRIL08 206

Það eru smá fréttir af húsinu okkar, verktakin er byrjaður að smíða gluggana í húsið, þar sem þeir eru settir í mótin og steypt í þau. Hann segir að hann byrji líklega um mánaðarmót april-maí að byggja, og það tekur bara 3 vikur að steypa þetta upp. Það á að vera orðin fokhelt fyrir 1. júní, svo það fer að styttast í þetta.  Ég held að ég eigi örugglega ekki eftir að trúa mínum eigin augum þegar þetta loksins fer á stað. Það sem það fer að vera komið ár síðan við keyptum grunninn. Og allt hefur þetta tekið svo langan tíma.  Og þegar þetta loksins fer að gerast eftir svona langan tíma, verður bara frábærtGrin   Bara eina leiðinlega við þetta, er að þurfa að fara að taka íbúðalán núna eins og staðan er á landinu núna. En þetta er bara eitt sem við þurfum að gera. Og þýðir ekkert að spá í þaðGetLost

APRIL08 254En jæja segi þetta bara nóg í bili og ENDILEGA að kvitta fyrir sigW00t  Það er bara gamanSideways

með kveðju

Bryndís 


Komin á fertugsaldurinn:)

sælt verið fólkiðWink 

Þá er afmælið yfirstaðið, og ég komin á fertugsaldurinn. Sem er bara mjög fíntWink Afmælisdagurinn var mjög skemmtilegur. Og fékk fallegar afmælisgjafir, takk fyrir þærSmile   Fékk frá Bjarna mínum rosa fallegan borðlampa og hálsfesti með sjávarperlu. Frá mömmu og pabba fékk ég stóra mynd af MunaðarnesiGrin og frá systkinum mínum fékk Tivoli græjur. Þetta  var bara frábært í alla staði.

Börnin eru öll búinn að vera veik, Indi er búinn að vera veikur í 2 vikur, og fékk í gær sýklalyf. Þar sem hann var ekkert að lagast, og hiti komin aftur. Hann var komin með í eyrun og sýkingu í hálsin. Algjör drullupest.  Einar fór fyrst í leikskólan í dag eftir 1 og hálfa viku í veikindum. Og er hann líka á sýklalyfum, hann var komin með eyrnabólgu.   En Veiga hefur sloppið nokkuð vel (7,9,13) Hún var með hita í 1 dag, og er hóstandi aðeins ennþá, en er annars mjög hress.  Ég hef sem sagt verið föst inni síðustu 2 vikur.  Bjarni var heima um helgina, en var veikur í fríinu sínu. Hann fer aftur á morgun.  En um sl helgi gat ég skellt mér í pottin til mömmu og pabba, það var frábært að liggja í nuddpotti og horfa á stjörnurnar á himninumWink  

Svo vil ég benda Munaðarnesættinni á heimasíðu sem við systkinin vorum að opna. Við ætlum að koma á stað ættarmóti af afkomendum afa Jens og  ömmu Pöllu. Og settum upp heimasíðu um það.Og planið er að halda ættarmót sumarið 2009.  Endilega að kíkja á síðuna og kommeta á þetta Grin  munadarnes.blog.is 

Ótrúlegt hvað tímin er fljótur að líða en eftir 2 daga þá verður Veiga 6 mánaða. Orðin svo stór stelpan.

En læt nokkrar myndir fljóta með frá afmælinu 

APRIL08 007       

 

 APRIL08 018

 

 

 

 

 

 

 

Það eru svo fleiri myndir í albúminu

með kveðju

Bryndís 


30 ÁRA

Jæja þá er dagurinn runnin upp.  Ég fæddist kl 10:30 fyrir 30 árumWink Veisla í dag og lætiSmile Ég ætla að njóta þessa í botn. Það er alltaf gaman að eiga afmæli.  Það er yndislegt veður út. Sól of blíða. Veit nú ekki hvort þetta sé bara gluggaveðurSmilemyndir 144

En best að fara að halda áfram að undirbúa veislu.  Var að til 1:00 í nótt að baka, svo núna bara að halda áframKissing  Bið að heilsa ykkur

kveðja

Bryndís þrítug 


3 dagar til stefnu:)

ójá 3 dagar þangað til að ég kemst á fertugsaldurinnWink jesus minn, er að fatta þetta núnaW00t....

Ég er aðeins farin að baka, er alveg búin að ákveða hvaða sortir af kökum ég ætla að hafa og svona. Þetta verður bara voða niceTounge  Það er alltaf gaman að hafa afsökun að borða kökurWhistling

Það er alltaf gaman að eiga afmæli. Og ekki er það verra að það sé stórafmæli. Mér kvíður bara fyrir því að þegar afmælið er búið. Þá er næsta stór afmæli 40 ára.  En alla vega þá er ég á besta aldriJoyful   Bjarni er búin að kaupa fyrir mig afmælisgjöf, spennandi...þó ég viti um einn hlut sem hann keypti, þá veit ég ekki allt saman. Það er alltaf svo gaman að fá afmælisgjafirWizard.      Ég man svo vel eftir því þegar eldri systkinin mín Sæi, Biggi og Unnur urðu 30 ára, þá fannst mér það svo mikið. En nú er komið að því að ég næ þeim áfanga. Bara gaman.

En annars eru veikindin enn á fullu á þessu heimili.  Fór með Einar til læknis í dag, og er hann komin með eyrnabólgu. Svo hann er komin á sýklalyf.  Sólveig og Indi hósta líka og erum með smá hita. Einar hefur verið svo slæmur sl daga, að ég held að ég hafi aldrei séð hann svona veikan. En bara liggur og getur ekki gert mikið annað en þaðPouty.  En þetta hlýtur að fara að lagast núna.  Bjarni fór aftur suður að vinna á mánudag, en kemur aftur á morgun, tók sér frí fyrir mig,  til að hjálpa mér fyrir afmælið miklaKissing

Ég var að sameina barnalandsíðurnar hjá börnum mínum. Það var ekkert vit í öðru, það er bara vesen að halda úti þremur síðum.  Svo endilega kíkið á þær. www.munadarnesborn.barnaland.is . Hinum síðunum þeirra verður svo lokað fljótlega.

 Strákarnir fengu póstkort frá Bigga og co frá Nýja Sjálandi í dag. Og voru voða ánægðir með það. Einar fór með sitt kort til Gundu læknis í dag og sýndi öllum sem voru á vegin hansWink.  Biggi og Trish takk fyrir kortinSmile

Fann þessa mynd hjá  mömmu og pabba. Fjölskyldumynd sem er tekin örugglega um 1983-84. 

fjölskylan Hún var tekin í miðjum heyskap. Karlmennirnr allir voða sólteknirSmile Þið getið klikkað á myndina, þá stækkar hún.

En annars er best fyrir mig að fara að sofa, maður trassar það alltof mikið að fara ekki snemma að sofa.  Maður tímir aldrei að fara að sofa snemma, njóta tímans meðan börnin sofa, til að hanga í tölvu, horfa á tv eða jafnvel prjóna(er að prjóna mér sokka).   Stundum kemur það fyrir að ég sofna við að gefa Veigu að drekka uppí rúmi. Og vakna svo um miðja nótt og þarf að dröslast fram að slökkva ljós og á sjónvarpi.  En þá alla vega fór maður snemma að sofaSleeping

En kveð að sinni

með kveðju Bryndís 

 

 

 


Veikindi og aftur veikindi

Þetta er nó meiri veikindi sem eru búin að herja á okkur síðasta mánuðinn eða svo.  Núna eru strákarnir veikir og ég er slöpp líka.  Vorum í bænum um helgina, eða komum í gær. Og var Einar orðin ferlega veikur í gærFrown.  Og þegar við komum heim þá sofnaði hann strax upp í rúmi.  Svo vaknaði hann og kom hlaupandi fram og náði varla andanum. Hann var með svo slæman astma hósta að hann náði ekki andanum. Svo sem betur fer á ég alltaf astmalyf, þar sem bæði hann og Sólveig eru  með astma. Og eftir að ég gaf honum púst, þá lagaðist hann fljótlega, og sofnaði aftur. Og í dag er hann hitalaus, en slappur enn, og Indi líka. Þeir skiptast á að hósta. Ég kallið líka Bjarna heim í gærkvöldi. Var ekki að höndla að vera með tvö veika og sinna Veigu litlu líka.  Svo hann dreif sig heim til okkar.  Mamma hjálpaði mér líka með sjúklingana áður en Bjarni komTounge

En bæjarferðin var fín. Það var verslað aðeins. Mamma kom með mér suður, það var fínt að hafa hana í bílnum með með okkur, sérstaklega í gær, þar sem Einar var svo slappur á leiðinni heim og þurfti að láta sinna sér svolítið á leiðinni.  Hápunkturinn hjá strákunum í ferðinni var að fara í Toys´r´usSmile. Svo fannst þeim voða gaman að gista hjá ömmu og afa.  Ég verslaði mér afmælisgjöf, þar sem tengdó gaf mér pening svo ég gæti verslað eitthvað sem mig langaði í.  Svo ferðinni var heitið í Sjóklæðagerðina eða öðrum nafni 66°norður, þar verslaði ég mér afmælisgjöf.  Það er í dag nefnilega bara vika í það að ég verði þrítugWizard  Bjarni greyið er í vandræðum um hvað hann eigi að gefa mérLoL Í algjöru basli.            En það verður opið hús hjá mér þann 13 aprílGrin, svo ef þig viljið gera ykkur ferð í  Grundarfjörð þá endilega að kíkjð í kaffi og kökurSmile

segjum þetta nóg í bili

kv. úr veikindabælinu á Hrannarstíg

Bryndís 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband