30.3.2008 | 21:42
myndir
ég var að setja nýjar myndir inn í albúmið hjá mér Gamlar skemmtilegar gamlar myndir. Mér finnst alltaf svo gaman að skoða gamlar myndir. Og langaði að deila nokkrum með ykkur. Svo endilega kíkið í myndaalbúmið.
Heimilsfólkið á Munaðarnesi í kringum 1940-42
á þessari mynd eru t.d afi og amma. Indi, Beta og Mundi á Felli. Og pabbi lítill í fanginu á Jóni Elíasi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 23:18
lífið á Hrannarstígnum
Sælt veri fólkið!
Það er bara allt gott að frétta af okkur hér á Hrannarstíg. Lífið gengur sinn vanagang, og allir hressir eins og er. Vorum að koma heim úr afmælisveislu, en Sólberg er 27 ára í dag, og bakaði Hafrún nokkrar kökur í tilefni dagsins Svo á hún Sólveig Ásta líka afmæli í dag. Til hamingju með það, bæði tvö
. Svo var íþróttarskóli í dag, og fór ég með strákana. Og fannst þeim rosa gaman. Var bara með Veigu í burðarpoka, og fannst henni rosa gaman. Gaman að geta verið með
Bjarni er farin að vinna aftur, hann fór í gær suður. Strákarnir eru ekkert voða sáttir að sjá pabba sinn svona lítið. En þetta fer nú að róast kannski með vorinu.
Indi er hættur með snuð. Fórum um páskana niðrá höfn og hann ákvað það að gefa fiskunum dudduna sína. Og hefur þetta gengið eins og sögu. Hann vakanaði einu sinni fyrstu nóttina, og var ekki alveg sáttur með að hafa ekki dudduna sína, en sofnaði fljótt aftur. Svo hefur hann einstaka sinnum minnst á hana. Svo þetta bara gengur vel. Svo næst á dagskrá er að venja hann af bleyju. Er alltaf að tala við hann um það, en hann segir alltaf "nei" Er ekkert á því að nenna að standa í því. En þarf að fara að byrja á því. Pilturin er að verða 3 ára. Tímin líður svo hratt. Einar var 3 ára þegar hann hætti á bleyju. Svo það fer að koma tími á þetta.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður elskar börnin sín míkið , en ég var að knúsa og kyssa Veigu í dag. Og ég bara táraðist, fann svo sterka tilfinningu. Alveg einstök tilfinning, maður heldur á börnum sínum í fanginu og ástin sem maður finnur er engu lík
. Varð bara að deila þessu með ykkur. Yndislegast tilfinnig í heimi
Vetur konungur hefur ekki yfirgefið okkur enn. Maður var kannski alltof bjartsýn í síðustu viku. Það var svo mikil vorlykt í loftinu. Og hélt maður að það væri bara farið að vora. En nei, bara búið að snjóa meir. Þetta er komið gott. Fór með strákana á Páskadag í heitapottin til mömmu og pabba, og fannst þeim alveg svakalega gaman. Frábært að geta haft heitan pott í garðinum hjá sér. Maður kannski fái sér bara svoleiðis í garðin hjá sér
En jæja er að spá í að skella mér í sturtu og fara að sofa. Bið að heilsa ykkur í bili
kveðja Bryndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2008 | 00:06
Að koma páskar
Þá eru Páskarnir að skella á. Reyndar finn ég voða lítið fyrir hátíðarblænum yfir páskunum. Eftir að maður var að vinna vaktarvinnu, þá vann maður mjög oft á páskana, og eftir það eitthvernvegin hafa páskarnir bara verið voða venjulegir dagar í mínum huga.
Það er annars bara allt gott að frétta af okkur. Bjarni er að vinna eins og brjálaðingur þessa dagana. Og sjáum við litið af honum núna. En hann er nú alltaf samt í þrjá daga í senn hjá okkur. Það voru veikindi hjá okkur á síðustu helgi, Indi greyið ældi stanslaust í 19 tíma. Var alveg búinn á því greyið, og tók það alveg 3 daga fyrir hann að fá almennilega matarlist aftur eftir þetta. Svo fékk Einar líka ælupest á aðfaranótt mánudags. Og þá var Bjarni farin að vinna og ég ein með tvö sjúklinga, svo þá nótt var ég líka ósofin. Fór þá líka bara að sofa kl 8 á mánudagskvöldið En núna eru þeir hressir. Ég hef sloppið ennþá, og vona að svo verið áfram.
Fengum gesti í gær, Ástrós vinkona kom í heimsókn, það var mjög gaman að fá hana. Við höfðum ekki hist í alla vega 6 mánuði. Svo kom Ingibjörg frænka líka í heimsókn. Svo hefur hún Sólveig Ásta verið dugleg að koma til mín sl daga að leika við strákana og hjálpa mér aðeins Hún var líka að passa strákana fyrir mig á miðvikudagsmorgun þar sem þeir fóru ekki í leikskólan og ég skrapp á mömmumorgun í Kirkjunni. Ég hafði ekki sjálf komist út síðan fyrir helgi, þar sem veikindi strákana spiluðu inní. Svo það var kærkomið að komast aðeins út úr húsi.
Svo fórum við líka í dag í heimsókn á Bersekseyri til Ástrósar og co. Og kíktum við fjárhúsin, þar var verið að taka af rollunum. Og fannst strákunum voða gaman. Gaman líka að koma þarna aftur, hef örugglega ekki komið á Bersekseyri síðan ég var unglngur. Alla vega 10 ár síðan. Alltof langt síðan. Svo þetta var kærkomin heimsókn
Veðrið er búið að vera mjög gott síðustu daga, bara vorlegt í alla staði. Vonandi helst það áfram, en ég er ansi hrædd um að það fari að snjóa í næstu viku, mér sýndist ég sjá það í veðurkortunum í kvöld . Það hlýtur þá að verða gott sumar.
En jæja er svo syfjuð eitthvað, að ég er að spá í að fara bara að hátta. svo ég kveð að sinni
kveðja Bryndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2008 | 09:48
Andvaka nótt
Já ég er eigilega alveg ósofin núna. Indi er búinn að vera með ælupest í alla nótt, byrjaði að æla kl hálf 1 í nótt. Og er núna vonandi loksins hættur. Alla vega hefur hann ekki ælt í 30 mín. En þetta hefur verið á 15 fresti í alla nótt Hann og Bjarni eru sofandi núna. Og fór á fætur með Veigu og Einar og er að drekka morgunkaffið mitt, og Veiga situr hér við hlið mér að leika sér með dót. En ég vona svo innilega að maður fái ekki þessa pest, en það er nú líklegt að maður fái þetta, þar sem þetta er komið inná heimilið.
Það er alveg yndislegt veður úti núna, það sól og blíða. Verst að Indi skuli vera lasin, annars hafði maður geta gert eitthvað með krökkunum úti í dag, nota tíma meðan Bjarni er í fríi. Hann er svo sjaldam í helgarfríi.
Sl fimmtudag fór ég með strákana í íþróttarskólan og fannst þeim það alveg ÆÐINALEGA gaman. Einar er alltaf að tala um það. Hafrún kom með mér með Gumma Gísla. Og hún hjálpaði mér með Veigu á meðan ég hljóp á eftir Inda um allan íþróttarsal
Hann var ekki mikið fyrir það að fara eftir reglu og röð. Hann bara gerði það sem honum sýndist
. Svo maður gerir þetta áfram. Einar spurði mig í gær hvort hann mætti fara uppí íþróttarhús og æfa sig fyrir íþróttarskólan. Einar dafnar svo vel hér í Grundarfirði. Er alltaf að sjá það betur og betur hvað hann er að dafna. Þetta er líka góð undirstaða fyrir þá ef þeir vilja svo fara í íþróttir seinna meir. Svo
ætlar Sólveig Ásta að hjálpa mér stundum með þá í íþróttarskólanum. Svo það verður gott. Set myndir fylgja með frá íþróttarskólanum.
Átakið hjá mér gengur bara prýðilega. Ég smakka ekki kók né nammi, og forðast allt sætt. Leyfi mér samt á Laugardögum að fá mér nammi. Ég steig á viktina fyrir 2 dögum og var ég ekki búinn að léttast meira, en það hlýtur að koma. Er búinn að vera svo dugleg. En ég þarf kannski meiri hreyfinu með þessu. En það er búin að vera svo leiðinleg færð, og ég nenni ekki að fara út að labba með vagnin í svona færð. Til að byrja með þá hef ég varla komist út um innkeyrsluna hjá okkur með vagn. Svo um leið og það fer að vora þá byrja ég á fullu í göngutúrum. Og að hjóla um bæinn. Og hana nú. Ég setti svo mynd af mér á ískápin, sem er tekin sumarið 2001, þegar ég og Bjarni vorum nýbyrjuð saman. Þar var ég svo grönn. OG ég horfi á hana á hverjum degi og hugsa, svona ætla ég að verða aftur. Er það ekki málið. Ef maður vill eitthvað svona mikið þá bara einblína á það, og það gerist
ég held að það sé málið
En vitið hvað, ég var nú bara að heyra úti í bæ, að það verður mjög fljótlega byrjað á húsinu okkar. Smiðirnir eru að klára eitt verkefni núna, sem er eigilega búið. Og svo byrja þeir að byggja okkar YESSSSSS.....loksins fer maður að sjá grunnin sem maður er búin að horfa á í tæpt ár, verða að húsi. Get ekki beðið. Snilld
Hér á þessari mynd til hliðar, þurftu Gummi og Einar að sitja og bíða þangað til að Inda hópur var búinn. Þeir voru alveg svakalega duglegir að að bíða. Og Sólveig fannst voða gaman líka. Heyrðist ekki í henni allan tíman
En jæja ætli þetta sé ekki komið gott hjá mér í bili. Bið að heilsa ykkur í bili og hafði það gott.
kær kveðja Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2008 | 23:54
Grundarfjörður í vetraríki
Notuðum daginn vel, ég og börnin. Fórum í heimsóknir til Unnar systur, Sæa bróðir og enduðum daginn á að fara í mat til Hafrúnar og co. Það var gott veður og vetra konungur ræður ríkjum. Tók nokkar myndir þegar við rúntuðum aðeins um bæinn, og set nokkrar myndir hér inn frá því. Sérstaklega fyrir Bigga bróðir sem hefur það gott í sumar og sól á Nýja Sjálandi
. Búið að snjóa míkið síðustu daga.
Það er annars gott að frétta héðan. Í dag er nammidagur hjá mér eins og hjá börnunum, og sit ég hér inní stofu, með uppáhaldið mitt malt og hraun. En þar sem ég hef hætt öllu nammi áti, þá er þetta ekki eins og gott og mér fannst. Fyndið hvað þetta breytist, þegar maður fær sér sjaldan nammi, þá er það ekki eins gott og maður minnti.
Í kvöld er hið árlega búaball eða Árneshreppsmót. Við komumst ekki ár. Maður reynir bara að mæta að ári. Mamma og pabbi eru á því og ég held að Gugga systir hafi ætlað að fara líka.
Það fer að líða að páskum, en Bjarni er að vinna alla páskana. Svo það verður lítið gert um páskana. Bara chillað heima. Svo fer að styttast í það að ég verði þrítug. Rétt mánuður í það. Farin bara að hlakka til. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, og ekki er það verra að það sé stór afmæli. Þegar ég varð tvítug, var ég heima í sveitinni. Og þá hélt ég bara smá kaffi. Og það verður örugglega bara svipað núna þegar ég verð þrítug. En kannski að maður haldi svo bara almennilega upp á þessi tímamót í sumar í sveitinni. Búum til stóra brennu og skemmtum okkur
Sólveig litla er komin með eyrnabólgu greyið litla, var farin að taka eftir að hún var svo pirruð í öðru eyranu. Alltaf nuddandi það. En samt ekkert svakalega pirruð. Og sefur bara nokkuð vel á nóttunni og hitalaus. En fór með hana til læknis og þá er hún komin með eyrnabólgu. Sérstaklega í öðru eyranu. Og er hún komin á sýklalyf. Sem henni finnst ógeðslegt á bragði, sem ég skil vel, bara vona að drekka sæta brjóstamjólk og smá grauta. Og svo þarf ég að pína ofan í hana þessu beyska og vonda meðali. Hún er ekkert alltof sátt við mömmu sína þegar ég að gefa henni þetta.
En jæja best að segja þetta nóg í bili, það eru fleiri myndir í albúminu mínu hér frá vetraríkinu í Grundarfirði
bið að heilsa ykkur kæru lesendur
Bryndís
Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2008 | 11:12
JÆJA JÁ
Sæl og bless
Það er bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum, nema veðrið er frekar leiðinlegt. Búið að snjóa alla helgina, sem er nú allt í lagi, en núna er komin slydda og rigning, svo það er allt að fara á flot, og hálka að myndast.
Bjarni kom í gær, og voru strákarnir rosalega ánægðir að fá pabba sinn heim. Vildu varla fara að sofa. Hann verður núna í 3 daga hjá okkur, því hann ætlar að taka smá aukavaktir í vikunni. Og Herbalife salan hjá mér gengur bara mjög vel. Búin að fá nokkra fasta kúnna, og var það einmitt sem ég vonaðist eftir. Ætla svo að setja auglýsingu í Vikublaðið hér í bæ. Svona að sjá hvort að það verði eitthver viðbrögð. Er sjálf að drekka þessa sjeika frá þeim, og trefjatöflur. Og svo er gott að fá sér próteinstengur þegar sykurlöngunni kemur.
Ég ætla mér að fara að grenna mig meira. Markmiði hjá mér núna er að vera búinn að losna við 5 kíló fyrir 1. maí. Svo halda bara áfram. Taka þetta í áföngum. Er búinn að vera nokkuð dugleg síðustu vikur, og ætla að vera mun duglegri á næstu vikum. Og ætlum við Hafrún að peppa hvor aðra upp. Vera saman í þessu. Var að panta mér svaka flotta baðvigt, sem mælir fituprósentu og fleira. Svo maður getur fylgst vel með árangrinum. Vil geta verið létt klædd í sumar og líða vel með það
Sólveig stækkar og stækkar. Hún er að breytast með hverjum deginum. Henni finnst svo gaman af Einar. Einar þarf ekki nema að tala við hana þá er hún farin að hlæja. Einn kvöldmatinn þá sat Einar á móti henni og var að gretta sig framan í hana, og hló svo mikið, að hún fór bakföll
Og hjartað í mér bráðnaði, þetta var svo sætt. Það er svo góð þessi tilfinning gagnvart börnumum sínum. Þar sem þau skemmtu sér svo vel saman. Horfði ég á þau, og svo sú tilfinning sem ég fann er ólýsanleg
. Bara besta tilfinning í heimi. Inda gengur bara mjög vel með gleraugun. Tekur þau að vísu af sér stundum hér heima, og þarf ég að leita af þeim, en þau finnast fljótt
Mamma og pabbi eru að koma frá Kanarý í dag, búin að hafa það gott þar í 3 vikur í frábæru veðri. Þau voru til í að vera lengur, en ætla bara hafa ferðina á næsta ári lengri. Svo er Biggi bróðir komin til Nýja Sjálands og eru þar í 30 stiga hita. Væri sko alveg til í að vera á þar hjá þeim núna
En jæja segi þetta nóg bili
kv. Bryndís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)